Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 28
Það er ávallt margt um manninn á Flúðum um verslunarmannahelgina.
Bæjar- og fjölskylduhátíð verður á Flúðum um helgina. Hátíðin er haldin í fimmta
sinn og margt skemmtilegt í boði
fyrir alla fjölskylduna. Best er
að hafa samband við Tjaldmið-
stöðina á Flúðum til að tryggja sér
aðstöðu. Tjaldsvæðið hefur verið
stækkað. Það verður mikið um
að vera á föstudagskvöldið því þá
kemur hljómsveit Pálma Gunn-
arssonar og fer yfir feril Pálma í
félagsheimilinu. Á eftir koma fram
Hildur, Bríet og Aron Can.
Á laugardaginn verða sprell-
leiktæki í boði fyrir krakkana og
markaðir í Lækjargarði. Traktora-
torfæran sívinsæla verður í Torfdal
og um kvöldið kemur fram Eyþór
Ingi ásamt hljómsveit og leikur
alla bestu rokkslagara sjöunda
og áttunda áratugarins í félags-
heimilinu. Að þeim loknum verður
stórdansleikur með Hreimi og
Made in Sveitin.
Fjörið heldur áfram á sunnudag.
Margt um að vera á Flúðum
Það er alltaf mikið stuð á Akureyri
um verslunarmannahelgina.
Það verður þéttskipuð og fjöl-breytt dagskrá alla helgina á Akureyri þar sem hátíðin Ein
með öllu fer fram. Eitthvað verður
í boði fyrir alla aldurshópa, tón-
leikar, dansleikir, íþróttaviðburðir,
tívolí, hoppukastalar og fleira.
Á föstudagskvöldið koma fram
norðlenskir tónlistarmenn sem
sýna gestum hvað þeir hafa fram
að færa, meðal annars Birkir Blær,
Rán Ringsted, Stefán Elí, KÁ/AKÁ,
Andon Líni, Rebekka Hvönn og
Spiceman. Tónleikarnir verða í
miðbænum og er nánar hægt að
skoða dagskrána á ein medollu.is.
Á laugardag verður barna-
skemmtun þar sem Sigyn Blön-
dal verður með stórhættulega
spurningakeppni. Einar Mikael
töframaður lætur líka sjá sig og
sirkusfólk. Glerártorg ætlar að
bjóða öllum sem vilja að spreyta
sig á leikjum eins og parís, húlla
með húllahringjum, sippa, fara í
snú-snú, myllu og jöfnuspil. Risa
skákborð og hoppukastalar verða
líka í boði.
Tónlistin mun hljóma á Glerár-
torgi þar sem Svala Björgvins og
fleiri koma fram klukkan 15.30
til 17. Á laugardagskvöldið heldur
músíkin áfram en þá kemur Svala
aftur fram, Rúnar Eff, ClubDub og
fleiri. Á Græna hattinum leikur og
syngur Jónas Sig af sinni alkunnu
snilld. Fjörið heldur áfram á
sunnudeginum með ýmsum uppá-
komum.
Ein með öllu á
Akureyri
Það verður mikið fjör á Siglufirði
um helgina á Síldarævintýrinu.
Heimamenn á Siglufirði hafa ákveðið að blása lífi að nýju í Síldarævintýrið á Sigló.
Hátíðin verður endurvakin um
verslunarmannahelgina. Engin
hátíð hefur verið haldin undan-
farin tvö ár. Þjónustuaðilar og
áhugafólk um menningu og mann-
líf á Siglufirði standa að hátíðinni
sem verður fyrir alla fjölskylduna.
Dagskrá hátíðarinnar verður sett
saman af fjölmörgum smærri við-
burðum í stað fjölmennra stærri
viðburða og ræður þar nokkru það
litla fjármagn sem úr er að spila.
Ekki verður stórt svið í miðbænum
heldur er hugmyndin að hafa 2-3
lítil útisvið þar sem listamenn
troða upp og svo verður fjöldi við-
burða á veitingastöðum, söfnum,
setrum og vinnustofum lista-
manna. Einnig verður fjölbreytt
afþreying fyrir börnin.
Hægt er að kynna sér dagskrána á
fésbókarsíðu hátíðarinnar en margt
skemmtilegt er að gerast á Siglu-
firði um helgina. Hátíðin byrjar
á morgun og verður götugrill um
allan bæ klukkan 18. Á laugardag-
inn á milli 13-14 verður síldarsöltun
og bryggjuball við Róaldsbrakka.
Um kvöldið koma Herra Hnetu-
smjör og DJ Egill Spegill fram á Kaffi
Rauðku.
Nýtt ævintýri á
Siglufirði
Sumarafsláttur:
+ 300.000 kr. afsláttur af verði bílsins
Ferðapakki:
+ Weber Q ferðagrill
+ 29 lítra kælibox, 12v
+ Tjald, Helsport Gimle, fyrir 4
+ 4 svefnpokar, Marmot Trestles 30 Elite
+ 100.000 kr. eldsneytiskort
Sumarafsláttur eða ferðapakki fylgja!*
Haltu á vit ævintýranna, við eigum rétta bílinn til þess;
órhjóladrifinn og sparneytinn sportjeppa frá SsangYong.
Nægt rými og drif fyrir allt og alla.
Komdu og landaðu góðum samningi með söluráðgjöfum
okkar; þeir bjóða þér uppá spennandi leiðir.
LX, beinskiptur: 6.990.000
Nýr Rexton – 4x4
Leið - A Leið - B
Korando – 4x4
DLX, sjálfskiptur: 4.990.000 kr.
Tivoli – 4x4
DLX, sjálfskiptur: 4.290.000 kr.
Sumar
ævintýri
2019
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2020
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Bílaríki, Akureyri
Glerárgötu 36
Sími: 461 3636
benni.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
m
yn
d-
o
g
te
xt
ab
re
ng
l.
*S
um
ar
til
bo
ði
ð
Æ
vi
nt
ýr
a
je
pp
ar
, g
ild
ir
út
jú
lí
20
19
.
8 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RFERÐALAGIÐ
3
1
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
8
1
-B
9
B
0
2
3
8
1
-B
8
7
4
2
3
8
1
-B
7
3
8
2
3
8
1
-B
5
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K