Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 25
Við erum búin að bæta tölu-vert við nýjungarnar, það allra nýjasta eru klessubíl-
arnir sem voru teknir í gagnið um
helgina. Þeir eru stórskemmtilegir.
Svo eru nýlegir bátar á tjörninni og
við erum búin að endurgera kast-
alasvæðið og svæðið í kringum
grillin. Þetta er búið að taka tíma
en það margborgar sig. Garðurinn
er orðinn mjög flottur.“
Fyrir utan það segir Unnur að í
garðinum hafi verið bætt við fullt
af nýjum, gjaldfrjálsum tækjum.
Til dæmis er hægt að spila minnis-
leik og dansleik sem snýst um
stærðfræðikunnáttu, „og alls konar
tæki sem er hægt að dunda sér í“.
Karma Brigade, Blóðmör og
Kristín Sesselja
Næstkomandi sunnudag um
verslunarmannahelgina verða
haldnir tónleikar í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum. Þar koma fram
hljómsveitirnar Karma Brigade,
Blóðmör og tónlistarkonan Kristín
Sesselja. Tónleikarnir hefjast
klukkan fjögur og þeim lýkur
þegar garðinum er lokað klukkan
sex um kvöldið.
Karma Brigade samanstendur af
hópi ungra stráka og stelpna sem
hafa spilað víða um land í sumar.
Þau hafa helst unnið sér til frægðar
að sigra í jólalagakeppni Rásar 2
árið 2016. Karma Brigade vann
vinsældakosningu Músíktilrauna
2018 og 2019 og fékk því titilinn
hljómsveit fólksins. Sérstakur
gestur hljómsveitarinnar á tón-
leikunum verður Bjössi sax sem
flestir ættu að kannast við.
Einnig mun hljómsveitin
Blóðmör spila sem sigraði í Músík-
tilraunum núna síðast. Blóðmör
spilar hávært, hratt þungarokk
og pönktónlist. Hljómsveitin var
stofnuð árið 2016 og byrjaði að
koma fram á tónleikum í fyrra.
Blóðmör hefur vakið athygli
síðustu misseri eftir sigurinn í
Músíktilraunum.
Tónlistarkonan Kristín Sess-
elja, sem er 19 ára, hefur spilað
í ýmsum keppnum og hátíðum
síðan hún var 13 ára. Mesta athygli
vakti hún þegar hún var 16 ára og
fékk gullhnappinn í Ísland Got
Talent. Kristín Sesselja hefur gefið
út EP-plötuna Freckles ásamt
nokkrum lögum sem hafa sum
fengið í kringum 45.000 spilanir.
Kristín Sesselja semur öll lögin sín
sjálf sem eru oftast popplög.
Útihátíðarstemming
í bænum
„Okkur langar að nota garðinn
sem vettvang fyrir ungar og
upprennandi hljómsveitir,“ segir
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
hefur alltaf vakið lukku hjá bæði
börnum og foreldrum.
Það er auðvelt að gleyma sér hjá
selunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Það eru mörg gjaldfrjáls leiktæki í boði í garðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Unnið hefur verið að endurbótum á
kastalasvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Nýir klessubílar voru teknir í gagnið um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ný tæki vígð í
Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur í sumar vígt nýja
klessubíla, báta og kastalasvæði. Unnið hefur verið að
endurbótum í töluverðan tíma að sögn Unnar Sigur-
þórsdóttur, verkefnastjóra fræðsludeildarinnar.
Unnur. Í sumar komu tónlistar-
hópar Hins hússins og spiluðu á
tónleikum í garðinum. „Þau komu
hingað í þrígang og skemmtu
gestum. Okkur finnst ungar og
upprennandi hljómsveitir eiga
heima í fjölskyldugarði, ef ein-
hvers staðar.“ Unnur vonast til að
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
haldi áfram að vera sýningarvett-
vangur fyrir ungt tónlistarfólk.
„Vonandi verður framhald á þessu
og að þetta sé komið til að vera.“
Fyrir þá sem ætla að eyða
verslunarmannahelginni á höfuð-
borgarsvæðinu eru tónleikarnir
kjörið tækifæri til að næla sér samt
í útihátíðarstemminguna. Veit-
ingasala Húsdýragarðsins verður
opin, bæði sjoppan og kaffihúsið.
„Svo eru útigrill þannig að fólk
getur komið með mat að heiman
og það eru nestisborð úti um allan
garð. Það má því ekki síður hvetja
fólk til að koma með pikknikk-
körfurnar.“
Selirnir alltaf vinsælastir
Dýragarðshluti garðsins er svo
að sjálfsögðu opinn allan ársins
hring. „Þar erum við með dagskrá
í kringum dýrin, ýmist í kringum
hin og þessi verk eða gjafir. Í
dýragarðshlutanum er upplagt að
fræða gesti sem mæta í gjafirnar.
Vonandi fara allir heim með ein-
hvern fróðleiksmola í farteskinu.“
Unnur segir að selirnir séu
alltaf vinsælastir og þar er hægt að
gleyma sér um stund, sérstaklega
þegar þeim er gefið að éta. „Sel-
unum er gefið klukkan ellefu fyrir
hádegi og seinnipartinn klukkan
fjögur. Það er alltaf vinsælast að
horfa á það.“
Fjölskyldu- og húsdýragarður-
inn verður opinn alla verslunar-
mannahelgina frá tíu að morgni til
sex að kvöldi. Til að fylgjast með
viðburðum og dagskrá er hægt
að skoða heimasíðuna, mu.is, eða
fylgjast með garðinum á Facebook.
Unnur segir að starfsfólk sé virkt
á síðunum og setji reglulega inn
myndir og tíðindi.
KYNNINGARBLAÐ 5 M I ÐV I KU DAG U R 3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 FERÐALAGIÐ
3
1
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
1
-A
1
0
0
2
3
8
1
-9
F
C
4
2
3
8
1
-9
E
8
8
2
3
8
1
-9
D
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K