Fréttablaðið - 09.08.2019, Qupperneq 4
Varmadælur &
loftkæling
Verð frá aðeins
kr. 145.000 m.vsk
Midea KMB-E09
Max 3,4 kW
2,65 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,85)
f. íbúð ca 40m2.
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Virkar niður í -30°C
Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land
Wifi búnaður
fylgir með
öllum
varmadælum
meðan birgðir
endast
Umhverfisvænn
kælimiðill
1 Ís lendingur varð fyrir al varlegri líkams á rás í Frakk landi
Franska lögreglan hefur til rann-
sóknar ofbeldisbrot gegn íslenskum
karlmanni á sextugsaldri.
2 Svæsinn kulda kafli sem mun vara langt fram í næstu viku
Sumarið er senn á henda og hita-
tölurnar fara lækkandi í kjölfarið.
Kalt verður í veðri norðanlands
næstu daga.
3 Björn Hlynur kaupir Öl ver með æsku fé lögunum Þrír
æsku vinir úr Laugar dalnum hafa
form lega tekið við rekstri Öl vers í
Glæsi bæ.
4 Björn Ingi edrú en gerir samt tóma vitleysu Björn Ingi
segist vilja sýna fram á að það
þurfi ekki alltaf á fengi til að haga
sér eins og vit leysingur.
5 Lamdi og hrækti á hundinn sinn YouTube-stjarna hlóð
upp fyrir mistök myndbandi af sér
að lemja hundinn sinn.
SAMGÖNGUR „Við vorum að breyta
áætluninni frá og með 1. septem-
ber og erum að fækka ferðum á
f lesta áfangastaði okkar,“ segir
Ásgeir Örn Þor steins son, sölu- og
markaðsstjóri f lug fé lags ins Ern-
is. „Við erum í hagræðingarað-
gerðum, bæði að fækka ferðum,
erum einnig með vélar í söluferli og
gerum ráð fyrir samdrætti í starfs-
mönnum, en ekki miklum.“
Air Iceland Connect tilkynnti
nýverið að það myndi fækka ferð-
um yfir háveturinn og selja tvær af
sex vélum félagsins til að bregðast
við aðstæðum á markaði. Farþeg-
um hefur fækkað um 10 prósent,
fækkunin er hlutfallslega mun
meiri þegar kemur að erlendum
ferðamönnum, allt að 40 prósent
færri í ár en í fyrra.
Ferðum Air Iceland Connect á
milli Reykjavíkur og Ísafjarðar
fækkar úr tveimur í eina á dag á
þriðjudögum og miðvikudögum
frá nóvember fram í febrúar. Ferð-
um til Egilsstaða fækkar á sömu
dögum úr þremur í tvær á sama
tímabili. Nýverið tilkynnti félag-
ið einnig að það myndi hætta að
f ljúga á milli Kef lavíkur og Akur-
eyrar í haust.
Sama er uppi á teningnum hjá
f lugfélaginu Erni. „Við erum að
fækka ferðum til Vestmannaeyja,
úr 14 niður í 10 á viku,“ segir Ásgeir
Örn. „Við erum einnig að fækka
ferðum til Húsavíkur niður í átta.
Svo fækkum við um eina ferð á
Hornafjörð.“
Einnig stendur til að fækka
f lugvélum. Ernir er í dag með
fjórar vélar sem taka 19 farþega
hver, eina 32 sæta vél ásamt minni
vélum fyrir útsýnisf lug.
„Það er einhver lægð í gangi,
bæði meðal innlendra sem og
erlendra farþega,“ segir Ásgeir Örn.
„Við erum á sömu skoðun og Air
Iceland Connect með framtíðina,
við teljum að markaðurinn eigi
eftir að jafna sig. Núna erum við
bara að bregðast við stöðunni eins
og hún er núna. Við erum viðbúin
að gefa í þegar það gerist.“
Norlandair, sem f lýgur frá Akur-
eyri á aðra áfangastaði á Norður-
landi og til Grænlands, hefur
ekki fundið fyrir samdrætti. „Við
siglum bara sama sjó,“ segir Frið-
rik Adolfsson, forstjóri Norlandair.
„Af koma okkar byggist frekar lítið
á innanlandsf lugi, við erum mest á
Grænlandi, og það er allt í góðum
gír.“
Sama á við um Mýf lug. „Við
höfum ekki fundið fyrir neinum
samdrætti,“ segir Leifur Hallgríms-
son, framkvæmdastjóri Mýf lugs.
„Við erum ekkert að fara að draga
saman seglin.“
Samdráttur í komu erlendra
ferðamanna til landsins hefur
bitnað mikið á þyrluf lugi að
sögn Birgis Ómars Haraldssonar,
framkvæmdastjóra Norðurf lugs,
en nánast níu af hverjum tíu far-
þegum félagsins eru erlendir. „Það
er þannig að við vorum taldir
leiðinda svartsýnispúkar á síðast-
liðnu ári, en kannski erum við
bara bjartsýnispúkar miðað við
stöðuna í dag,“ segir Birgir Ómar.
„Við gripum til aðgerða í fyrra
þar sem óveðursskýin voru að
hrannast upp að okkar mati en
fáir voru okkur sammála og forð-
uðust mig í veislum enda ekkert
gaman að tala um leiðindamál.“
Birgir Ómar er ekki bjartsýnn á
stöðuna og útilokar ekki að selja
þyrlur. „Þessi vetur verður ekki
auðveldur. Ferðaþjónusta verður
alltaf til staðar en hvernig hún
þróast næstu ár er erfitt að segja
til um á þessari stundu.“
arib@frettabladid.is
Samdráttur í innanlandsflugi
vegna fækkunar ferðamanna
Flugfélagið Ernir, líkt og Air Iceland Connect, mun fækka ferðum í vetur og selja vélar vegna aðstæðna
á markaði. Færri erlendir ferðamenn hafa mikil áhrif á Norðurflug og segir framkvæmdastjóri félagsins
að veturinn fram undan verði erfiður. Hvorki Norlandair né Mýflug finna fyrir samdrætti á markaði.
Flugfélagið Ernir kemur til með að fækka ferðum til nánast allra áfangastaða sinna í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Við teljum að
markaðurinn eigi
eftir að jafna sig. Núna erum
við bara að bregðast við
stöðunni eins og hún er
núna.
Ásgeir Örn Þor-
steinsson, sölu-
og markaðsstjóri
hjá Flugfélaginu
Erni
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
EFNAHAGSMÁL Fjöldi atvinnulausra
var 1,5 prósentustigum minni í
júní en í maí samkvæmt árstíðar-
leiðréttum tölum Hagstofunnar.
6.800 manns eða 3,3 prósent, voru
atvinnulausir í júní, þar af eru 1.900
einstaklingar á aldrinum 16- 24 ára.
Fjöldi fólks á vinnumarkaði í júní
var 208.200 og var atvinnuþátttaka
81,5 prósent, það er einu prósenti
meiri en í mánuðinum á undan.
„Tölurnar benda til þess að það sé
þokkaleg staða á vinnumarkaði. Í ár
hefur störfum frekar verið að fjölga
en hitt svo við erum svona þokka-
lega bjartsýn. Atvinnuleysi hefur
þó verið að aukast meðal yngri
hópsins en það getur verið árstíða-
bundið. Það fjölgar oft í þeim hópi
þegar skólafólkið kemur út á vinnu-
markaðinn, í apríl og maí,“ segir
Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá
Vinnumálastofnun. – bdj
Atvinnulausum
fækkaði í júní
NÁTTÚRA Veiði í mörgum laxveiði-
ám er svo dræm þetta sumarið að
menn þekkja ekki annað eins. Að
mati Landssambands veiðifélaga
er um fordæmalausa stöðu að ræða
og segir sambandið mikilvægt að
veiðimenn sleppi veiddum laxi og
hugleiði það að hreinlega hlífa lax-
inum fyrir veiði. Formaður Lands-
sambandsins segir aðstæðurnar
nú ekki ákjósanlegar og geta leitt
af sér slakan árgang.
Á heimasíðu Landssambandsins
er farið yfir helstu ástæður þess að
illa hafi viðrað fyrir veiðimenn
þetta veiðisumarið. Þar er tíundað
að dragár líði fyrir bæði úrkomu-
leysi og lítinn forða sem hafi farið
í hlýindum og votviðri í apríl. Séu
því margar ár vatnslitlar með ein-
dæmum.
Einnig er ráðlagt að sleppa laxi
til að hrygningarstofn haustsins
verði sem stærstur. „Hvað veiði
varðar þetta tímabilið þá er það
sem er að eiga sér stað einfaldlega
fordæmalaust ástand sums staðar
með þeim hætti að líklega væri
best að sleppa öllum laxi eða hrein-
lega hlífa fyrir veiði.“
Jón Helgi Björnsson er formaður
Landssambands veiðifélaga. Hann
segir stöðuna á mörgum stöðum
lélega. „Sumar laxveiðiár eru með
um 10 prósent til 20 prósent veiði
miðað við sama tíma í fyrra og lítið
vatn í ánum. Það er eitthvað sem
við höfum ekki séð áður,“ segir Jón
Helgi. „Aðstæður hafa því verið
afar erfiðar til veiða.“
Hann segir þessa stöðu geta haft
neikvæðar af leiðingar í för með
sér en á móti kemur að árnar eru
nokkuð heitar og því ættu það að
vera kjöraðstæður fyrir seiði sem
komast á laggirnar. „Þetta getur
auðvitað þýtt að árgangurinn verði
lélegur. Á móti kemur að laxárnar
sem eru hvað vatnsminnstar eru
mjög hlýjar og því gæti það skapað
góðar aðstæður fyrir uppvöxtinn í
þeim ám. Því er vonandi að þetta
muni ekki hafa mikil áhrif á stofn-
stærðina. Það mun hins vegar bara
koma í ljós seinna meir hvernig úr
rætist.“ – sa
Víða fordæmalaus staða í laxveiðiám
Sumar laxveiðiár
eru með um 10
prósent til 20 prósent veiði
miðað við sama tíma í fyrra
og lítið vatn í ánum.
Jón Helgi Björns-
son, formaður
Landssambands
veiðifélaga
9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
8
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
F
-4
D
B
0
2
3
8
F
-4
C
7
4
2
3
8
F
-4
B
3
8
2
3
8
F
-4
9
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K