Fréttablaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 6
Bónorð á Abbey Road
Aðdáendur Bítlanna fylltu gangbrautina fyrir utan Abbey Road-hljóðverið í Lundúnum í gær í tilefni af því að liðin var hálf öld er frá því að
Bítlarnir voru myndaðir þar sem þeir gengu í einfaldri röð yfir gangbrautina. Varð sú mynd að einu frægasta plötuumslagi allra tíma. Einn æstur
Bítlaaðdáandi notaði tækifærið og bað kærustuna um að giftast sér á miðri gangbrautinni við mikinn fögnuð viðstaddra. NORDICPHOTOS/GETTY
ALÞINGI Meirihluti utanríkismála-
nefndar hafnaði beiðni Gunnars
Braga Sveinssonar, þingmanns
Miðf lokksins, um að láta vinna
skýrslu eða greinargerð um mögu-
leg áhrif f jórða orkupakkans á
íslensk lög.
Gunnar Bragi hafði óskað eftir
því að Friðrik Árni Friðriksson
Hirst og Stefán Már Stefánsson
hefðu aðkomu að verkefninu, en
þeir unnu álit um þriðja orku-
pakkann að beiðni utanríkisráðu-
neytisins.
Fjórði orkupakkinn var sam-
þykktur síðasta vor af ráðherraráði
Evrópusambandsins og tekur gildi
um næstu áramót. Er það svo verk-
efni sameiginlegu EES-nefndarinn-
ar að ákveða hvort innihaldið rati
inn í EES-samninginn sem Ísland
er aðili að.
Gunnar Bragi segir í tilkynningu
að meirihlutinn vísi í samkomu-
lag um þinglok þar sem komi fram
að þingf lokkum sé heimilt að láta
framkvæma ákveðna vinnu. Hefur
Gunnar Bragi óskað eftir að nefnd-
in vísi erindi sínu til utanríkisráðu-
neytisins. – ab
Höfnuðu beiðni
Gunnars Braga
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður
Miðflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FLUG Silfurlit Spitfire-vél lenti á
Reykjavíkurflugvelli á fimmta tím-
anum í gær. Flugmennirnir, hinir
bresku Steve Brooks og Matt Jones,
voru kátir og virtist létt eftir lend-
inguna enda höfðu þeir áður þurft
að snúa við vegna veðurs.
Brooks og Jones skiptast á að
fljúga og með þeim er fylgdarlið sem
flýgur í fylgivél. „Við lentum í slæmu
veðri í gær og næstum því aftur í dag
en náðum að komast fram hjá því. Ég
held að það að komast hingað sé erf-
iðasti hluti leiðarinnar,“ segir Brooks
og hlær dátt.
Ísland er fjórði viðkomustaður-
inn á leiðinni sem hófst í Bretlandi.
„Þetta er búið að vera mjög erfitt en
við vissum allan tímann að þessi
leggur yrði strembinn. Okkur verður
létt þegar við komumst til Kanada.
Annar leggur sem við áætlum að
verði erfiður er frá Alaska yfir til
Rússlands.“
Þrátt fyrir upphafserfiðleika hefur
vélin sjálf staðið fyrir sínu. En vegna
þess að hún flýgur lágt skipta veður
og vindar gríðarlega miklu máli.
Þægindi eru lítil í vélinni og rými
flugmannsins mjög þröngt. Brooks
segir að það að stíga inn í vélina sé
eins og að klæða sig í jakka.
„Við byggðum vélina af því að það
er svo mikill áhugi á Spitfire-vélum
um heim allan. Þær voru notaðar
í svo mörgum löndum á ákveðnu
tímabili. Þetta var tækifæri til þess
að leyfa fólki að njóta þess að sjá vél-
ina á ný,“ segir Brooks stoltur. „Þessi
vél breytti sögunni. Við eigum frelsi
okkar henni að þakka.“
Spitfire-vélarnar léku stórt hlut-
verk í seinni heimsstyrjöldinni, þá
sérstaklega orrustunni um Bret-
land árið 1940. Þjóðverjar ætluðu að
leggja Bretland undir sig en þurftu
að vinna loftrýmið til þess að geta
siglt með heraflann yfir Ermarsund.
Þjóðverjar notuðu Messerschmidt-
orrustuvélar en Bretar vörðust með
Spitfire- og Hurricane-vélum og
fjöldinn var Bretum mjög í óhag. Á
þessari ögurstundu unnu breskir
flugmenn kraftaverk og meðfærileiki
Spitfire skipti sköpum. Varð vélin
upp frá því að tákni um frelsið sjálft.
Þó að Spitfire sé frægasta orrustu-
flugvél heims þá er sú sem Brooks og
Jones fljúga meinlaus því að hún er
óvopnuð. „Við tókum byssurnar út
og settum eldsneytistanka í staðinn.
Vanalega draga vélarnar tæplega 500
kílómetra leið. Þessi dregur rúmlega
1.500 kílómetra á birgðum sínum.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Erfiðasti kaflinn að baki
Spitfire-vélin sem flýgur umhverfis jörðina lenti í Reykjavík í gær. Veður hefur leikið flugmennina grátt
en vélin stendur fyrir sínu. Þeir skiptu byssunum út fyrir eldsneytistanka sem þrefaldaði flugdrægið.
Matt Jones og Steve Brooks við komuna á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI.
Spitfire öðlaðist sess sem frelsistákn í seinni heimsstyrjöldinni.
SVEITARSTJÓRNIR Drög að þings-
ályktunartillögu Sigurðar Inga
Jóhannssonar, samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðherra, um áætlun rík-
isins í málefnum sveitarfélaga voru
sett inn í samráðsgátt stjórnvalda í
gær. Drögin byggja á grænbók um
málefni sveitarfélaga sem kynnt var
síðastliðið vor.
Samráð við sveitarfélög og aðra
hagsmunaaðila fór fram í sumar
og fundaði starfshópurinn sem
vann grænbókina meðal annars
með öllum landshlutasamtökum
sveitarfélaga.
Í skýrslu um samráðið segir að
mikill samhljómur hafi verið um
nauðsyn þess að efla sveitarstjórn-
arstigið. Það verði meðal annars
gert með stækkun sveitarfélaga þótt
skiptar skoðanir séu á því hvernig
það skuli gert.
Samband íslenskra sveitarfélaga
hefur boðað til aukalandsþings sem
fram fer 6. september næstkomandi
þar sem tillögur ráðherra verða
ræddar. – sar
Kynnir tillögu
um sveitarfélög
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
8
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
F
-6
1
7
0
2
3
8
F
-6
0
3
4
2
3
8
F
-5
E
F
8
2
3
8
F
-5
D
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K