Fréttablaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 32
Lífrænn úr-
gangur. NORDIC
PHOTOS/GETTY
Bokashi-tunnur eru litlar tunnur ætlaðar til moltu-gerðar. Bokashi er japönsk
moltunaraðferð sem býr til
moltu í loftþéttri tunnu sem
geyma má innandyra. Aðferðin
bindur gróðurhúsalofttegundir
sem annars losna í klassískri
moltugerð og urðun lífræns
úrgangs. Það má setja nánast
allan lífrænan úrgang í bokashi-
tunnuna, meðal annars kjöt og
mjólkurvörur sem henta ekki í
allar moltutunnur.
Örveruklíði er blandað saman
við matarleifarnar til að hjálpa
til við að brjóta þær niður. Þegar
tunnan er full er innihaldið látið
gerjast í tvær til fjórar vikur. Það er
svo grafið úti í garði, sett í lífrænt
rusl eða í moltutunnu. Þetta er ein-
föld aðferð sem flestir ættu að geta
nýtt sér hvort sem fólk er með garð
eða ekki.
Moltugerð í eldhúsinu
Góð morgunrútína gefur tóninn
fyrir afkastamikinn dag.
Eitt af því sem margir af farsæl-ustu frumkvöðlum heims eiga sameiginlegt er metnaðarfull
morgunrútína. Sú einfalda athöfn
að búa um rúmið sitt á morgnana
er til dæmis mjög áhrifarík en það
gefur tóninn fyrir daginn og hefur
þannig áhrif á það hversu afkasta-
mikil/l þú verður það sem eftir er
dags. Hérna eru nokkur atriði sem
hjálpa manni að byrja daginn vel.
1) Ekki ýta á snooze.
2) Búðu strax um rúmið þitt.
3) Ekki kíkja strax á símann, fáðu
þér fyrst vatnsglas.
4) Komdu blóðflæðinu af stað, t.d.
með því að teygja.
5) Hafðu morgunmatinn og föt
dagsins tilbúin.
Á veturna er svo fátt betra en
að taka til fötin og geyma þau á
ofninum yfir nóttina. Þá er líka
gott að nýta morgunkyrrðina í að
hugleiða, lesa og skrifa.
Mikilvægi
morgunrútínu
Aspars sem er umvafinn beikoni er
léttur og góður hádegisverður.
Þetta er meiriháttar smáréttur eða meðlæti með grillmat. Grænn aspars sem beikon
er vafinn um og glasseraður með
sírópi. Þennan rétt má líka borða
með spældu eggi í hádeginu. Upp-
skriftin ætti að duga fyrir fjóra.
24 grænir, ferskir asparsstönglar
8 sneiðar beikon
2 msk. hlynsíróp
Skerið neðsta partinn frá, það eru
um það bil 2 cm. Gott er að beygja
asparsinn og þar sem hann er
harðastur neðst og bognar er best
að skera hann. Fínt að hafa það til
hliðsjónar. Sumir skræla stöngul-
inn en öðrum finnst það óþarfi.
Bara eftir smekk hvers og eins.
Takið þrjá asparsa og vefjið
einni sneið af beikon um þá.
Endurtakið þar til allir eru komnir
með beikon. Setjið á heitt grillið
og leyfið að vera þar til beikonið
verður stökkt og hefur fengið fal-
legan lit. Snúið af og til. Penslið
sírópinu yfir á síðustu steikar-
mínútunum. Gætið þess að þetta
brenni ekki.
Grillaður aspars
með beikoni
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000
www.itr.is
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
0
9
-0
8
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
8
F
-6
6
6
0
2
3
8
F
-6
5
2
4
2
3
8
F
-6
3
E
8
2
3
8
F
-6
2
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K