Fréttablaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 8 3 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 Roooosalega laaangar pylsur? Hefur þú smakkað Með Cheddar osti og karmelluðum lauk FERÐAÞJÓNUSTA Um hálfur millj- arður gæti tapast í norðlenskri ferðaþjónustu vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar Super Break. Unnið er að því að fá nýja aðila til að f ljúga til Akureyrar í vetur þar sem nú þegar er búið að selja um helming þeirra flugsæta sem voru í boði. Framkvæmdastjóri Markaðs- stofu Norðurlands segir um mikla blóðtöku að ræða. „Það er búið að leggja peninga í markaðssetninguna og við erum að skoða að fá nýja aðila að borð- inu. Við vorum að fara inn í þriðja árið með Super Break og því hefur komið ágætis reynsla á þetta f lug,“ segir Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. „Þetta verður högg fyrir fyrirtæki á svæðinu. Við reiknum með að þetta verði um 9.000 gistinætur sem gætu tapast í febrúar og mars og vegna árstíðasveif lna í ferðaþjón- ustu á Norðurlandi er um mikla veltu að ræða á þessum árstíma.“ Arnheiður vonast hins vegar til að markaðssetningin hafi skilað sér til f leiri aðila og að önnur fyrirtæki séu til í að stökkva á millilandaflug milli Akureyrar og meginlands Evr- ópu eða Bretlandseyja. Guðmundur Baldvin Guðmunds- son, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir málið í deiglunni á Akureyri og því verður rætt við ráðamenn þjóðarinnar um hvað sé hægt að gera til að fjölga ferðamönnum norður á Akureyri. „Við munum funda með þing- mönnum og fara yfir stöðuna. það er klárt mál að ef enginn kemur inn í þetta mun þetta hafa áhrif á ferða- þjónustuna. Við viljum og munum ekki gefast upp í þeirri baráttu held- ur snúa bökum saman,“ segir Guð- mundur Baldvin. „Einnig höfum við rætt við Isavia og lagt áherslu á að ef við ætlum að taka við auknu flugi þurfi að f lýta uppbyggingu f lug- stöðvarinnar á Akureyrarflugvelli.“ Málefni Akureyrarf lugvallar voru rædd á samráðsfundi ríkis- stjórnarinnar og sveitarstjórna á svæðinu sem haldinn var í Mývatns- sveit í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ráðherrar áfram um að byggja upp ferðaþjónustu með beinu millilandaf lugi um Akureyrarflugvöll. – sa Rúmur hálfur milljarður gæti glatast Verði ekki flogið til Akureyrar í vetur gætu fyrirtæki á svæðinu tapað rúmum hálfum milljarði króna. Helmingur flugsætanna var seldur og reiknað er með að níu þúsund gistinætur glatist á tveimur mánuðum. „Mikið högg,“ segir formaður bæjarráðs Akureyrar. Arnheiður Jó- hannesdóttir. Guðmundur Baldvin Guð- mundsson. Málefni Akureyrarflug- vallar voru rædd á samráðs- fundi ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórna í gær. Flugmennirnir Matt Jones og Steve Brooks voru kampakátir eftir erfitt f lug til Reykjavíkur. Þeir eru að f ljúga Spitfire-orrustuvél í kringum hnöttinn og er Ísland fjórði viðkomustaðurinn. „Þessi vél breytti sögunni. Við eigum frelsi okkar henni að þakka,“ sagði Brooks. Byssurnar voru óþarfar þannig að þeim var skipt út fyrir eldsneytistanka. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR 0 9 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 8 F -3 5 0 0 2 3 8 F -3 3 C 4 2 3 8 F -3 2 8 8 2 3 8 F -3 1 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.