Fréttablaðið - 09.08.2019, Page 30
Villa virkast á
markaðnum
Í fyrsta sinn í ensku úrvals-deildinni er búið að ákveða að lið í deildinni fái tíu daga hvíld
yfir vetrartímann til að takast á við
leikjaálagið sem fylgir liðum í efstu
deild. Kemur það niður á fimmtu
umferð ensku bikarkeppninnar sem
fer fram á virkum degi og búið er að
blása af að liðin þurfi að mætast á ný
ef ekki tekst að útkljá leikinn í venju-
legum leiktíma.
Um árabil hafa erlendir knatt-
spyrnustjórar kallað eftir því að
deildarkeppnin taki upp vetrarfrí
eins og þekkist í flestum stærstu
deildum Evrópu. Þjálfarar enska
landsliðsins hafa yfirleitt tekið í
sama streng í von um að minnka
hættuna á meiðslum en rík hefð fyrir
knattspyrnu á Englandi yfir jólaver-
tíðina hefur komið í veg fyrir það.
Tíu leikja umferð í febrúar verður
deilt á tvær helgar sem veitir öllum
liðunum tíu daga frí í febrúar og er
yfirmaður enska knattspyrnusam-
bandsins, Martin Glenn, vongóður
um að það hafi góð áhrif á enska
landsliðið fyrir Evrópumótið næsta
sumar.
„Það hefur staðið til lengi að koma
að vetrarhléi í úrvalsdeildinni og ég
held að enska landsliðið og liðin sem
keppa í Evrópukeppnunum í vor
muni njóta góðs af þessu hléi.“
Vetrarhlé í fyrsta
sinn á Englandi
Kuldalegur Jürgen Klopp í vetur.
NORDICPHOTOS/GETTY
Í fyrsta sinn verður notast við myndbandsdómgæslu (e. video assistant referee) í
leikjum ensku úrvalsdeildar-
innar í vetur.
Samþykkt var á fundi síðasta
vetur að innleiða myndbands-
dómgæslu frá og með þessu tíma-
bili og verður Andre Marriner
fyrsti myndbandsdómarinn í
kvöld þegar hann verður Michael
Oliver og dómarateyminu til
aðstoðar á Anfield á meðan á leik
Liverpool og Norwich stendur.
Nítján mánuðir eru liðnir síðan
myndbandsdómgæsla var í fyrsta
sinn notuð á Englandi í bikar-
leik Brighton og Crystal Palace
og velgengni þess leiddi til þess
að myndbandsdómgæsla var
notuð í f lestum deildabikar- og
bikarleikjum á Englandi á síðasta
tímabili. Þá var tæknin notuð í
útsláttarkeppni Meistaradeildar
Evrópu í vor og er komin í gagnið
í efstu deild Þýskalands, Ítalíu,
Frakklands og á Spáni.
Myndbandsdómgæsla reyndist
skilja liðin Manchester City og
Tottenham að í átta liða úrslitum
Meistaradeildar Evrópu á síðustu
leiktíð. Þá virtist Raheem Sterling
hafa tryggt Manchester City
sigurinn í uppbótartíma en mark
hans var f lautað af vegna rang-
stöðu í aðdraganda marksins.
Myndbandsdómgæsla notuð í vetur
Allir vellir úrvalsdeildarinnar nema Old Trafford og Anfield eru með skjái
sem munu sýna áhorfendum hvað verið er að skoða. NORDICPHOTOS/GETTY
Fáðu þér Vodafone Sjónvarp í
næstu verslun Vodafone eða hjá
umboðsaðilum okkar um land allt.
Þú þarft ekki að leita lengra.
Þú getur horft á ensku úrvalsdeildina
á Síminn Sport í Vodafone Sjónvarpi.
Enska
úrvalsdeildin
12 KYNNINGARBLAÐ 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RENSKI BOLTINN
Nýliðar Aston Villa voru manna duglegastir á leik-mannamarkaðnum á fyrsta
ári sínu í efstu deild eftir þriggja
ára fjarveru. Alls komu tólf leik-
menn inn um dyrnar á Villa Park
í Birmingham og kostaði þetta
félagið rúmlega 140 milljónir
punda.
Dean Smith sem tók við liði
Villa síðasta haust tókst að koma
liðinu upp í ensku úrvalsdeildina á
ný í fyrstu tilraun og nýtur trausts
stjórnar félagsins. Fékk hann
heimild til að styrkja liðið á öllum
vígstöðvum vallarins og keypti
tvívegis leikmenn fyrir met fjár.
Það er hins vegar ljóst að það
tryggir ekki árangur að eyða
peningum. Fulham sem var nýliði
í efstu deild í fyrra eyddi rúmlega
hundrað milljónum punda í tólf
leikmenn síðasta sumar og fór
beint niður í fyrstu tilraun.
0
9
-0
8
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
8
F
-6
B
5
0
2
3
8
F
-6
A
1
4
2
3
8
F
-6
8
D
8
2
3
8
F
-6
7
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K