Fréttablaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 26
Manchester United er með óeðlilega dýra leikmenn til að passa að liðið fái
ekki á sig mark. Varnarlínan telur
nú heila 14 leikmenn sem kostuðu
félagið 323 milljónir punda. Það
eru svo margar íslenskar nýkrón-
ur að það er varla hægt að breyta
þessu. Fyrir aftan vörnina er svo
David de Gea sem kostaði um 18
milljónir punda og sá sem á að
verja vörnina er yfirleitt Nemanja
Matic sem kostaði 35 milljónir
punda.
Enda þarf að stoppa í götin.
Varnarleikur liðsins í fyrra var
oft á tíðum ansi spaugilegur og
hélt David de Gea markinu hreinu
aðeins sjö sinnum. Það er það
sama og Brighton og Southamp-
ton. Reyndar var það þannig að
aðeins Fulham og Huddersfield
héldu markinu sínu sjaldnar
hreinu á síðasta tímabili.
Harry Maguire og Aaron
Wan-Bissaka eru komnir inn og
er vonast eftir því að Maguire og
Victor Lindelof myndi nýtt mið-
varðapar sem stuðningsmenn geti
verið stoltir af. Það er eins og það
sé ansi langt síðan Rio Ferdinand
og Nemanja Vidic voru saman til
að stöðva sóknarmenn andstæð-
inganna.
Luke Shaw verður væntan-
lega vinstri bakvörður og er því
varnarlínan ansi dýr í fyrsta leik
eða um 200 milljónir punda. Þess
má geta að varnarlína Liverpool
kostaði 143 milljónir punda í
fyrra. Munar þar ansi miklu að
Joel Matip kom ókeypis og Trent
Alexander-Arnold er uppalinn.
Eric Bailly er meiddur og
verður lengi frá en það er nóg af
mönnum til að taka sæti hans á
bekknum sé litið yfir
leikmannahópinn.
Gallinn er að þar er
enginn gæðaleik-
maður sem kemur
inn. Phil
Jones, Mar-
cos Rojo
og Chris
Smalling
eru ekki
leikmenn
sem stuðn-
ingsmenn
vilja sjá.
Þegar
blaðið fór
í prentun í gær var Manchester-
liðið ekki búið að losa
sig við neinn varnar-
mann og því munu 14
leikmenn berjast um
fjögur byrjunarliðs-
sæti – sem kostuðu
félagið 323 millj-
ónir punda.
Bannað að leka mörkum
Manchester United hefur 14 varnarmenn á sínum snærum sem kostuðu félagið 323 milljónir
punda. Það eru ansi margar íslenskar krónur. Sé markvörðurinn tekinn með og sá sem á að verja
vörnina þá er upphæðin mun hærri. Það ætti eiginlega að vera bannað fyrir liðið að fá á sig mark.
Varnarmenn Manchester
United og verð
l Harry Maguire - 80 milljónir
l Aaron Wan-Bissaka - 50 m
l Eric Bailly - 34,2 m
l Luke Shaw - 33,75 m
l Victor Lindelof - 31,5 m
l Diogo Dalot - 19,8 m
l Phil Jones - 17,37 m
l Marcos Rojo - 17 m
l Matteo Darmian - 16,2 m
l Ashley Young - 16,2 m
l Chris Smalling - 7,2 m
l Timothy Fosu-Mensah - 342
þúsund pund
l Axel Tuanzebe - uppalinn
l Cameron Borthwick-Jackson
- uppalinn
Margir en ekki nógu góðir. Lindelof, Dalot, Smalling, Rojo, Phil Jones og Ashley Young í góðu stuði í æfingaferðinni í sumar. Þeir munu trúlega ekki mikið spila í vetur nema kannski Lindelof.
Harry
Maguire er
kominn til
að stoppa
í götin
á vörn
Manchester
United.
• Náttúruleg lausn við timburmönnum
• Er fyrirbyggjandi með því að vinna á móti
vökvatapi sem verður við áfengisneyslu.
• Dregur úr þreytu og óþægindum
• Inniheldur amínósýrur, Rósepli, Cactus extract,
öfluga blöndu af B-vítamínum og Magnesíum.
• Taktu 2 töflur fyrir fyrsta drykk og 2 töflur fyrir svefn.
Slepptu þynnkunni
með After PartyTM
Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum.
8 KYNNINGARBLAÐ 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RENSKI BOLTINN
0
9
-0
8
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
8
F
-4
3
D
0
2
3
8
F
-4
2
9
4
2
3
8
F
-4
1
5
8
2
3
8
F
-4
0
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K