Fréttablaðið - 09.08.2019, Side 20

Fréttablaðið - 09.08.2019, Side 20
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Bjarni Þór Viðarsson fór ungur að árum til Everton þar sem hann komst nokkrum sinnum á bekkinn, meðal annars gegn Newcastle sem var hans lið þegar hann var gutti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 KYNNINGARBLAÐ 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RENSKI BOLTINN Það er kominn smá fiðringur í magann, ég viðurkenni það – bæði að fara að lýsa og að vera á sunnudögum í settinu,“ segir Bjarni Þór Viðarsson, einn úr teymi Símans sem mun lýsa leikjunum í enska boltanum. Aðrir verða Margrét Lára Viðarsdóttir, Eiður Smári Guðjohnsen, Logi Bergmann og Elvar Geir Magnús- son, ritstjóri Fótbolta.net sem mun detta inn við og við. Bjarni er nýgræðingur í sjón- varpi og þreytir frumraun sína á stóra sviðinu, sjálfum enska bolt- anum, einu kröfuharðasta sjón- varpsefni landsins. Hann segir að hann hafi ekki alveg verið á sömu línu og Tómas Þór, að slökkva á hljóðinu og lýsa heilu leikjunum en hann hafi oft boðið upp á lýsingar fyrir vini og vandamenn, svona meira upp á grín en alvöru. Það er gaman að tala við Bjarna um fótbolta, hann þekkir enska boltann út og inn eftir að hafa nán- ast alist upp hjá Everton og farið í lán til Bournemouth árið 2007 – sem leikur nú í ensku úrvalsdeild- inni. „Ég er svolítið að stökkva út í djúpu laugina og auðvitað þarf maður að undirbúa sig vel. Ég þurfti að hætta í fótbolta vegna meiðsla og að fá þetta tækifæri er frábært. Að vera að fjalla um þessa deild er draumur að rætast.“ Talar góða íslensku Bjarni spáir því að deildin verði jafnari en enski boltinn var eina stóra deildin sem bauð upp á kapp- hlaup um titilinn sem Manchester City vann að lokum með einu stigi eftir ótrúlegan lokasprett gegn Liverpool. „Það var þvílíkt einvígi og maður vonar að það verði f leiri með í ár. Það eru fleiri að opna veskið, mínir menn í Everton og Aston Villa ætla sér hluti. Þetta verður auðvitað barátta milli fárra liða en góðra. Maður vonar hálfpartinn að þetta gangi hjá Ole Gunnar og Frank Lampard hjá Manchester United og Chelsea. Þar eru spenn- andi hlutir í gangi en þetta er jöfn deild og mörg lið sem geta gert góða hluti. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu kapphlaupi Manchester City og Liverpool í fyrra og það er gífurleg spenna að vera kominn í hringiðu umfjöllun- arinnar því ég á von á spennandi móti.“ Bjarni er gífurlega fróður um fót- bolta og þekkir íþróttina vel. Hann Spenntur fyrir frumraun sinni í sjónvarpi Bjarni Þór Viðarsson er hluti af teymi Símans, sem mun skila þjóðaríþrótt Íslendinga, enska boltanum, heim í stofur landsmanna. Hann er afar fróður um enska boltann enda lék hann með Everton og Bournemouth. Skórnir eru komnir upp á hillu en tilhlökkunin að takast á við lýsingar og greiningar er mikil og greinileg. var jú ekkert valinn af handahófi, hann talar góða íslensku sem skiptir máli í lýsingum og veit hvað er að gerast á vellinum sem hann er spenntur fyrir að skila heim í stofu landsmanna. „Stuðnings- menn enskra liða hér á landi eru auðvitað ótrúlegir. Fróðleikurinn sem þeir vita um sín lið hlýtur að vera nálægt einhverju heimsmeti. Ég hef mikinn áhuga á deildinni og ég veit kröfurnar. Það þýðir lítið að þrasa við þá um tölfræði og annað tengt liðunum sem viðkomandi heldur með. En ég stefni á að koma með þannig inn í lýsingar allavega, af því ég spilaði leikinn og þekki hann, að þá stefni ég á að lýsa því sem fyrir augum ber. Að reyna fá fólk með og það sé smá ástríða í þessu.“ Eiður gefur þessu vigt Enski boltinn er stundum sagður vera þjóðaríþrótt Íslendinga og margir fögnuðu því að Síminn tryggði sér sýningarréttinn. Þeir ætla að hlúa að deildinni og sinna henni af ást og alúð. „Fólk fær mikið fyrir peninginn. Það fær ekki bara flinka stráka að halda á lofti og svo er farið út á völl þremur mínútum fyrir stórleik. Það verður ekki þannig. Þó svo að fólk viti ekki mikið um liðin sem eru að fara að spila þá á það að fá góða dagskrárgerð beint í æð.“ Bjarni er ánægður með teymið sem er á bak við enska boltann. Hann hefur verið í mörgum liðum á ferlinum og kynnst mörgum en hann er ánægður með undir- búningstímabilið. „Síminn er f lott fyrirtæki og Tómas er virkilega duglegur og góður í þessu. Það er gott að hann sé að stjórna þessu. Margrét Lára hefur sterkar skoð- anir á fótbolta og Eiður er auðvitað búinn að vinna erlendis í sjónvarpi og þekkir þetta út og inn. Logi er alfræðiorðabók um sjónvarp og ég hef ausið af viskubrunni hans og það eru fínir punktar sem koma frá honum. Hann er ekkert að finna upp hjólið en hann hefur komið með einfalda en góða punkta. Þetta er nýtt fyrir mér en Eiður Smári gefur þessu mikla vigt. Hann veit alveg alls konar hluti um enska boltann sem hann er góður að skila frá sér.“ Stressið að breytast í spennu „Það er kominn hrikalegur spenn- ingur í allt fyrirtækið. Það leggjast allir á árarnar að koma þessu til skila í öllum deildum hvort sem um er að ræða okkur í dagskrár- deild, tæknifólk sem hefur lagt endalausa vinnu á sig og svo auðvitað þá sem eru að selja þetta í framlínunni. Stressið er smám saman að breytast í spennu,“ segir Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum. „Við munum gera allt til þess að hafa þetta flott og það er auðvitað markmiðið að hafa allt í tengslum við ensku úrvalsdeildina eins og allt hjá Símanum. Við förum svo út á nokkra leiki og reynum svolítið að koma með enska boltann yfir hafið og beint í sjónvarpið hjá fólki. Samstarf okkar við framleiðslufyrirtæki Premier League er strax farið að skila efni en ég tók viðtal við Peter Schmeichel á mánudaginn sem verður notað inn í helgina og kemur svo í heild sinni í viðmótinu okkar eftir helgi.“ Tómas segir það ekki vera mjög flókið. Hann sé með stórkostlegt lið með sér, hvort sem það er fyrir framan myndavélarnar eða á bak við þær. Allt er að verða klappað og klárt og aðeins eftir að hnýta nokkra lausa enda fyrir stóra frumsýningardaginn. „Ég veit alla- vega að ef ég væri bara heima að horfa væri ég meira en spenntur að sjá Eið Smára í fyrsta sinn reglu- lega í íslensku sjónvarpi sem hluta af svona umfjöllun. Það er alveg ástæða fyrir því að maðurinn er eftirsóttur af öllum stærstu sjón- varpsstöðvum heims. Bjarni Þór og Margrét Lára eru líka frábær. Bæði hafa sterkar skoðanir á fót- bolta og nú er bara mitt að láta þau blómstra,“ segir hann en Tómas færði handboltann á Íslandi upp í nýjar hæðir með þættinum Seinni bylgjan. Nú er það enski boltinn. „Það verður hálftíma upphitun fyrir hvern leik með heimagerðum innslögum til dæmis og það er eitthvað sem hefur ekki sést áður. Þátturinn Völlurinn, þar sem helgin er gerð upp eftir síðasta leik á sunnudögum, verður með aðeins öðruvísi sniði en hefur tíðkast. Hann er ekki markaþáttur sem slíkur heldur meiri umræðuþáttur. Við verðum svo með sér marka- þætti í lok hvers dags þannig að enginn missir af neinu. Laugar- dagsleikurinn verður í opinni dagskrá þegar sýndur er leikur á þeim tíma og hinir leikirnir koma inn í viðmótið skömmu eftir að þeim lýkur. Svo má líka finna þar mikið af efni sem við höfum fengið frá Premier League til að stytta sér stundir fram að næstu helgi. Þetta er svona brot af þessu.“ Það má því með sanni segja að Íslendingar geti farið að reima á sig skóna fyrir enska boltann. Eiður er einn af okkar dáðustu fótboltasonum og verður reglulegur gestur í sjónvarpi Símans sem er spennandi enda hafsjór af fróð- leik. Ég veit alla- vega að ef ég væri bara heima að horfa væri ég meira en spenntur að sjá Eið Smára í fyrsta sinn reglulega í íslensku sjónvarpi sem hluta af svona umfjöllun. Það er alveg ástæða fyrir því að maðurinn er eftirsóttur af öllum stærstu sjón- varpsstöðvum heims. Tómas Þór Þórðarson 239 leikir verða í beinni útsendingu. 30 leikir verða í opinni dagskrá, laugar dags- leikurinn kl. 15. 80 leikir verða sýndir í beinni útsendingu í 4K sem er í fyrsta skipti á Íslandi. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu kapphlaupi Manchester City og Liverpool í fyrra og það er gífurleg spenna að vera kominn í hring- iðu umfjöllunarinnar því ég á von á spennandi móti. Bjarni Þór Viðarsson 0 9 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 F -6 6 6 0 2 3 8 F -6 5 2 4 2 3 8 F -6 3 E 8 2 3 8 F -6 2 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.