Fréttablaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.08.2019, Blaðsíða 22
Áttu eitt stórkostlegt tímabil Af þeim leikmönnum sem standa vaktina í vetur er ljóst að einn mun slá í gegn á þessu tímabili en síðan mun lítið gerast. Fréttablaðið rifjar upp nokkra sem fóru hamförum í aðeins eitt ár. Andy Johnson Sköllótta snillingnum frá Crystal Palace tókst að skora 21 sinni tímabilið 2004/2005. Bara Thierry Henry skák- aði honum í markaskorun. Síðan fór hann til Everton, Fulham og QPR en mörkin hættu að koma á færibandi. Michu Hann kom sá og sigraði, þakkaði fyrir sig og fór. Vissulega meiddist hann á ökkla en 18 mörk á hans fyrsta tímabili 2012-2013 er vel gert. Benni McCarthy Annar Black- burn-maður á listanum. Skoraði 18 mörk tímabilið 2006-2007 sem var einu marki meira en ein- hver Ronaldo hjá Manchester United. Eftir það var lítið að frétta. Stýrir nú Cape Town City FC. Michael Ricketts Stór og sterkur og var kominn með 13 mörk í deildinni í janúar 2001- 2002 tímabilið. Það var ekkert að fara stoppa hann. Valinn í landslið- ið og var seldur til Middlesbrough þar sem mörkin og hæfileikarnir voru ryksugaðir burt. Wes Morgan Þarf ekki einn úr þessu Leicester-liði að vera hér? Lék alla leikina, allar mínúturnar og var eins og klettur á titiltíma- bilinu. Síðan hefur Morgan verið skugginn af sjálfum sér, ekkert líkur manninum sem vann titilinn 2016. Danny Cadamarteri Kom eins og stormsveipur inn í deildina aðeins 17 ára fyrir Everton 1997-1998. Ensku blöðin hófu gutt- ann upp til skýjanna og Cadamart- eri réð illa við frægðina sem fylgdi því að skora og leggja upp mörk. Lék heilt ár í kjölfarið án þess að hitta rammann og spilaði fyrir 12 félög á 18 ára ferli sem var aðeins skugginn af fyrsta tímabilinu hans. Tony Yeboah 1995 kom hann til Leeds frá Frankfurt. Spilaði 47 leiki og skoraði 24 mörk, þar af tvö sem voru mörk ársins. George Graham tók svo við og vildi meiri aga á liðið og Yeboah gekk illa. Fór frá liðinu tímabilið eftir. Stöð 2 Sport býður upp á gríðarlega mikið af beinum útsendingum frá alls kyns íþróttaviðburðum og tryggir að áskrifendur fái eitthvað fyrir aurinn á hverjum degi. Þó að enska úrvalsdeildin sé ekki lengur á dag- skrá býður stöðin enn upp á fjölda beinna útsendinga frá leikjum toppliðanna í enska boltanum, ásamt því að sýna íslenska boltann og leiki spænsku og ítölsku úrvals- deildanna. En það er ekki bara fótbolti í boði, heldur geta allir íþróttaáhugamenn fundið eitt- hvað fyrir sig á Stöð 2 Sport. Bestu ensku liðin á dagskrá „Að jafnaði erum við með um 2.000 beinar útsendingar á dagskrá hjá okkur á ári og þar af er mjög mikið af fótbolta,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður hjá Stöð 2 Sport. „Við erum enn að sýna fjöldann allan af leikjum bestu liðanna á Englandi því við sýnum Championship deildina, báðar ensku bikarkeppnirnar og verðum áfram með stóru Evrópu- keppnir félagsliðanna, Meistara- deildina og Evrópudeildina. Í þessum deildum keppa bestu lið heims og í vor voru til dæmis ensk úrvalsdeildarlið í úrslita- leikjum Meistara- og Evrópudeild- arinnar, þannig að mjög margir af leikjum þessara liða voru á dag- skrá hjá okkur,“ segir Eiríkur. „Við sýndum til dæmis um tuttugu leiki með Manchester City. Svo tekur bikarkeppnin náttúrulega við þegar deildin fer í frí. Við viljum sinna bestu liðum heims eins vel og við getum en til marks um það sýndum við ýmsa æfingaleiki með ensku toppliðunum í sumar og stórt æfingamót, International Champions Cup.“ Úrvalsdeildir, landsleikir og íslenski boltinn „Við sýnum líka bæði spænsku og ítölsku úrvalsdeildirnar, þar sem mjög margir af bestu fót- boltamönnum heims leika listir sínar,“ segir Eiríkur. „Þegar þetta allt saman fer svo í frí taka lands- leikirnir við. Í haust sýnum við til dæmis lokasprett undankeppn- innar fyrir Evrópumótið 2020 og þá kemur í ljós hvort Ísland kemst aftur á mótið. Svo sýnum við líka frá íslensku deildununum. Þetta er búið að vera frábært íslenskt knattspyrnu- sumar og það hefur verið mikill áhugi á Pepsi Max-deildunum,“ segir Eiríkur. „Svo tekur karfan og handboltinn við í vetur. Við ætlum að sinna þessu öllu mjög vel áfram.“ Margt fleira í boði „Fyrir utan knattspyrnuna erum við líka að fara að sýna frá NFL, Formúlu 1 og UFC,“ segir Eiríkur. „Gunnar Nelson berst í UFC í september en bardaginn fer fram í Kaupmannahöfn og er á besta útsendingartíma. Við erum líka með allt besta golfið. Við sýnum Evróputúrinn, allar PGA- og LPGA-mótaraðirnar og við verðum með forsetabikar- inn í haust,“ segir Eiríkur. „Við kynntum nýlega nýjan áskriftar- pakka, sem kostar núna 7.990 kr. á mánuði. Það er umtalsverð lækkun og nú fylgir Stöð 2 Golf sportpakkanum, en það er líka hægt að fá hana sér. Svo höfum við líka sýnt frá heimsleikunum í CrossFit og bæði HM og úrvalsdeildinni í pílu, því við erum alltaf að leita að efni til að bæta við,“ segir Eiríkur. „Þann- ig pössum við að áskrifendur fái eitthvað fyrir aurinn á hverjum degi. Við sýnum svo mikið af efni að oft þurfa áskrifendur að velja milli viðburða sem eru á dagskrá samtímis.“ Ensku liðin áberandi á Stöð 2 Sport í vetur Það verður nóg af íþróttaútsendingum í vetur, enda um 2.000 beinar útsendingar frá ýmiss konar viðburðum á hverju ári. Ensku liðin verða áfram í stóru hlutverki. Eiríkur segir að Stöð 2 Sport sýni enn fjöldann allan af leikjum bestu lið- anna á Englandi. Þar er líka hægt að fylgjast með landsleikjum og íslensku, spænsku og ítölsku úrvalsdeildunum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 4 KYNNINGARBLAÐ 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RENSKI BOLTINN 0 9 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 F -5 2 A 0 2 3 8 F -5 1 6 4 2 3 8 F -5 0 2 8 2 3 8 F -4 E E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.