Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 8 8 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 5 . Á G Ú S T 2 0 1 9 Fjórðungur mannkyns býr við yfirvofandi vatnsskort. Ísland á nóg af vatni en aðgengilegu neysluvatni er misskipt milli landshluta. Nauðsynlegt er að standa vörð um öryggi vatns- bóla og vera viðbúin meng- unarslysum. Íslenskt vatn er öðruvísi en útlenskt vatn. ➛ 10 Framvísa ber afslát tarmiða t il að fá af slátt í þei m verslun um sem t ilgreindar eru á bak hlið miða ns. Einungis má nota e inn miða fyrir hver kaup og gildir ekk i með öðr um tilboð um. Afslátt armiðin n gildir til 1. s eptemb er 2019 AFSLÁTTARM IÐITVÖ ÞÚSUN D KRÓN A AFSL ÁTTAR MIÐI Ef keypt e r fyrir 10 .000 kr . eða meir a í völdum verslunum Kringlunn ar 14. ágúst 2019 KR. 2.000 ,- KRÓNUR REYKJAVÍ K Kaupmen n Kringlun nar Mundu eftir 2000 kr. afsláttarmiðanum! Opið til 21 í kvöld SKÓLA DAGAR Bjallan hringir! Allt frá regnkápum til reiknivéla K O N T O R R E Y K J A V ÍK SKOÐUN „Það kemur hins vegar á óvart að kröfuhafar, sem eru til dæmis fulltrúar íslenskra skatt- greiðenda, skuli láta svona rán um hábjartan dag viðgangast. Eins og ég hef áður bent á hefur Sveinn Andri Sveinsson blóðmjólkað þrotabú EK 1923 ehf.,“ segir í aðsendri grein Skúla Gunnars Sigfússonar fjárfestis, sem oft er kenndur við Subway. Skúli ber þar saman vinnubrögð Sveins Andra Sveinssonar sem skiptastjóra, annars vegar yfir búi EK 1923 og hins vegar búi WOW air. Þannig hafi Sveinn Andri rukkað 12.400 krónur fyrir móttöku hverrar kröfu í bú EK 1923 en þær voru 60 talsins. Hins vegar hafi hann ekkert rukkað fyrir móttöku um sex þús- und krafna í WOW. Miðað við sömu forsendur hefði hann átt að rukka 74 milljónir fyrir þá vinnu. Sjá síðu 18 Þrotabúið blóðmjólkað Skúli Gunnar Sigfússon. VIÐSKIPTI Ef Icelandair hefði ekki gripið til mótvægisaðgerða vegna kyrrsetningar MAX-vélanna hefði félagið getað tapað 1,1 milljón flug- sæta. Þetta er mat greiningarfyrir- tækisins OAG sem er leiðandi í f lug- bransanum. Heildarkostnaður f lugfélaga í heiminum vegna kyrrsetningarinn- ar er talinn nema um fjórum millj- örðum Bandaríkjadala, eða sem nemur 496 milljörðum króna. Þeir útreikningar miða við að vélarnar fari aftur í loftið í nóvember sem nú er talið mjög ólíklegt. Samkvæmt greiningu OAG er Icelandair í 17. sæti yfir þau f lug- félög í heiminum sem hefðu tapað flestum flugsætum. Á toppi listans er kínverska f lugfélagið China South ern sem hefði getað tapað tæplega 3,7 milljónum flugsæta. Air Canada og Southwest Airlines koma svo í næstu sætum. Til þess að bregðast við stöðunni sem kom upp vegna kyrrsetningar MAX-vélanna leigði Icelandair fimm vélar yfir hásumarið. Þannig tókst að koma í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á f lugferðum þótt einhver röskun hafi orðið á f lug- áætlun. Í kjölfar uppgjörs Icelandair fyrir annan ársfjórðung sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, það raunhæft að sækja bætur til Boeing fyrir allan þann kostnað sem kyrr- setningin hefði haft í för með sér. – þfh / sjá síðu 8 Hefðu getað tapað rúmlega milljón sætum Icelandair á þrjár Boeing 737 MAX 8 vélar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMGÖNGUR Með vígslu nýs vegar- kafla í Berufirði í gær náðist loks það markmið að koma bundnu slitlagi á allan hringveginn. „Nú er Hringvegur 1 bundinn slit- lagi allan hringinn, 1.322 kílómetra,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við vígsluna og óskaði landsmönnum til hamingju. „Það tók 45 ár frá því að hringveg- urinn opnaðist 1974. Já, samgöngu- bætur taka oft langan tíma – en takast að lokum,“ sagði ráðherrann einnig. – vá Slitlag alla leið 1 5 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 6 -7 B A C 2 3 9 6 -7 A 7 0 2 3 9 6 -7 9 3 4 2 3 9 6 -7 7 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.