Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 12
Teitur Guðmundsson
læknir
Líkami okkar er samsettur að meirihluta úr vatni eða að meðal-tali í kringum 55-65% af heildar-
þyngd, ákveðinn munur er milli kynja
þar sem karlar eru með almennt
lítillega hærra hlutfall en konur. Eftir
því sem við eldumst dregur úr magni
vatns, börn hafa svo hærra hlutfall
eða allt að 75-80% af líkams-
þunga þeirra. Samsetning
líkamans breytist svo enn
frekar með auknu hlutfalli
fitumagns og annarra
þátta. Við þurfum
að drekka vökva
reglulega til að
viðhalda eðli-
legri starfsemi
og jafnvægi í
söltum og öðrum
snefilefnum. Þetta
jafnvægi er tiltölulega
viðkvæmt og því er stjórnað
fyrst og fremst af nýrunum
sem stýra útskilnaði og við-
halda vökvajafnvægi hjá
okkur.
Vökvaskortur getur verið alvarlegt
vandamál og skapað ýmis einkenni
svo sem eins og munnþurrk, þreytu,
slen og orkuleysi og allt að því að fá
krampa og svo ef hann verður nægjan-
lega alvarlegur getur hann jafnvel
leitt til dauða. Við getum tapað vökva
á mismunandi vegu, til dæmis með
því að taka til okkar minna en kerfið
þarfnast, með auknu tapi í gegnum
hitaálag og svita sem og við sjúkdóma
til dæmis þar sem uppköst og niður-
gangur eru hluti af vandanum. Ýmsir
sjúkdómar geta svo ruglað kerfið og
haft áhrif og þá hafa lyf ýmsa virkni til
þvagræsingar sem og auka- og milli-
verkanir. Áfengi eykur útskilnað og
leiðir í raun til vökvataps.
Sjúkdómar sem hafa einnig veruleg
áhrif á vökvabúskap okkar eru hjarta-
og nýrnabilun þar sem útskilnaður
er minnkaður og vökvi safnast fyrir í
líkama okkar með þeim afleiðingum
að kerfið ef svo má kalla þynnist út að
vissu marki og getur of mikil vökva-
söfnun skapað bjúg og vandamál í
lungum svo það getur þurft að ræsa
þann vökva út sérstaklega með þvag-
ræsilyfjum eða í tilfelli bilunar nýrna
í blóð- eða kviðskilun til að losna við
eiturefni sem safnast fyrir og skapa
margvíslegan vanda til viðbótar.
Þannig er auðvelt að átta sig á því
að líkaminn er fullkomlega stilltur
til þess að viðhalda þessu jafnvægi
öllu saman ef ekkert bjátar á, hann
lætur okkur vita ef það vantar vökva í
kerfið með því að framkalla þorsta og
þá drekkum við. Hann sendir okkur
reglulega á klósettið til að losa okkur
við úrgangsefni og vökva sem nýrun
hafa unnið úr blóðinu og vilja skila
út. Öllu jöfnu tökum við ekki meiri
vökva til okkar en við þurfum né of
lítið heldur.
En hvað er þá eðlileg inntaka vatns
á dag fyrir hraustan einstakling? Það
má segja að við tökum töluvert magn
inn með fæðu enda uppistaðan í til
dæmis ávöxtum og grænmeti vatn, í
kjöti og fiski einnig og þeim vökva sem
við drekkum hvort heldur sem hann er
í formi kaffineyslu, kolsýrðra drykkja,
djúsa eða annars. Almenn regla er að
karlmenn eiga að taka til sín á bilinu
3,5-4 lítra af vatni á dag og konur 2,5-3
lítra en það er heildarinntakan með
fæðu og drykkjum yfir daginn. Þetta
er auðvitað einstaklingsbundið og
breytist með til dæmis aukinni hreyf-
ingu og öðrum umhverfisþáttum. Góð
regla er fyrir einstaklinga sem borða
sínar reglulegu máltíðir og millibita að
drekka að meðaltali 6-8 glös af vökva
yfir daginn. Besti svaladrykkurinn
er vatn og líkaminn lætur þig vita,
ágætt er að venja sig á að hlusta á hann
og ekki spillir fyrir á Íslandi að hafa
jafn gott aðgengi að hreinu vatni úr
krananum og raun ber vitni. Mundu
að vatn er besti svaladrykkurinn og
við erum með ríkari þjóðum hvað það
snertir.
Vökvabúskapur okkar
Yfirvofandi vatnsskortur hjá fjórðungi mannkyns
Vatnsskortur er yfirvofandi í 17
löndum í heiminum, þar sem
fjórðungur mannkyns býr, að
því er fram kemur í nýrri skýrslu
Alþjóðaauðlindastofnunarinnar
(World Resources Institute) sem
birt var í síðustu viku. Hætta
er á að vatn verði uppurið í
þessum löndum og gengið er
hratt á vatnsbirgðirnar í þeim en
viðmiðið hjá stofnuninni er að
löndin nýta 80% af vatnsbirgðum
sínum árlega í landbúnað, iðnað
og borgarsamfélag. Hættuástand
er í 44 löndum til viðbótar en í
þeim býr þriðjungur mannkyns
en þar ganga löndin á 40% vatns-
birgða sinna árlega.
Slæmt ástand í stórborgum
Í þessum löndum þar sem hætta
er á neysluvatnsskorti eru nokkr-
ar stórborgir sem hafa þurft að
kljást við vatnsskort nýlega en
þeirra á meðal eru Sao Paulo í
Brasilíu, Chennai á Indlandi og
Höfðaborg í Suður-Afríku.
Þegar vatnsforðinn er svona
lítill getur slæmur þurrkur haft
hræðilegar afleiðingar. Ástandið í
heild er verst í Miðausturlöndum
og Norður-Afríku. Þar eru heit
og þurr lönd svo vatnsbirgðirnar
eru ekki miklar til að byrja með
og eftirspurnin eykst stöðugt.
Loftslagsbreytingar ýta
undir þessa þróun.
Farið illa
með vatn
Samkvæmt
skýrslunni
eru ýmsir
möguleikar í
stöðunni í Mið-
austurlöndum
og Norður-Afríku.
Í kringum 82% af
frárennslisvatni
eru ekki endurnýtt.
Ástandið er mjög mis-
jafnt eftir löndum en
Óman er þar leiðandi og
endurnýtir 78% frárennslis.
Í Bangalore á Ind-
landi hefur verið farið illa
með vatn. Eitt sinn voru
mörg vötn í borginni og í
kringum hana en nú hefur
verið byggt á öllum þessum
svæðum eða þeim breytt
í ruslahauga. Vötnin geta
því ekki lengur verið þeir
„vatnstankar“ sem þau
voru. Borgin verður því
alltaf að leita lengra og
lengra til að sækja vatn
fyrir 8,4 milljónir íbúa
sína og er sóunin mikil á
leiðinni.
Þrjár leiðir til að minnka sóun
Alþjóðaauðlindastofnunin segir
þrjár leiðir bestar til að takast á
við vandamálið og er þar hvað
mikilvægast að minnka vatns-
notkun í landbúnaði og gera
hann skilvirkari. Einnig þarf
að fjárfesta í bæði „gráum“ og
„grænum“ innviðum, sumsé
annars vegar leiðslum og hreins-
unarstöðvum, og hins vegar
votlendi og vatnasvæðum, sem
geti saman styrkt vatnsbirgðir og
bætt gæði vatnsins. Í þriðja lagi
þarf að hætta að hugsa um frá-
rennslisvatn sem úrgang heldur
líta á það sem „nýja“ vatnsupp-
sprettu.
Skýrslan er svört en ef brugð-
ist er við nú með því að fara
betur með vatnið ætti að vera
hægt að leysa vandamálið.
Ísland í 164. sæti
Ísland er í hópi rúmlega sextíu
landa þar sem hætta á vatns-
skorti þykir vera lítil. Ísland er í
164. sæti listans en aðeins Jama-
íka, Líbería og Súrinam eru neðar
á listanum.
má segja að þeir hafi borð fyrir
báru, ef það verður eitthvert slys
á öðrum hvorum staðnum þá geta
þeir f lutt vatnstökuna að stærstum
hluta yfir í hitt vatnsbólið og það er
það öryggi sem við myndum vilja
sjá. Hvorki Vatnsveita Kópavogs né
Vatnsveita Hafnarfjarðar búa yfir
varavatnsbólum,“ segir Páll sem
myndi vilja sjá fleiri vatnsból byggð
upp og betri tengingar milli vatns-
veitnanna.
„Segjum að það verði eldgos í Blá-
fjöllum. Það er talið að það myndi
að öllum líkindum ekki hafa veru-
leg áhrif á vatnsbólin og gæði vatns-
ins, nema tímabundið. Þá væri afar
gott að hafa fleiri vatnsæðar til höf-
uðborgarsvæðisins og geta miðlað á
milli,“ segir Páll.
Hann nefnir geislavirkt úrfelli
sem dæmi um aðra mögulega vá en
það eru kjarnorkuver bæði á Bret-
landseyjum og í Svíþjóð. „Vatns-
bólin okkar eru misvel varin fyrir
geislavirkni og þá væri hægt að
miðla á milli. Flugvél gæti farið
niður,“ segir Páll og bætir við að
ýmislegt geti gerst. Hann segir
að stærsta tegund af jarð-
skjálfta yrði ekki stórt
vandamál en lagnir
gætu farið í sundur,
þó að þær haf i
ekki gert það í
s íð a s t a s t ór a
skjálfta.
Hvað þá?
Þegar farið er í
f r a m k v æ m d i r
i n n i á vat n s-
verndarsvæðum
eru gerðar áhættu-
greiningar. Páll vill vita
hvernig bregðast skuli við
hlutum sem eru litlar líkur
á að eigi sér stað eins og
þeim umhverfisvám og
slysum sem minnst hefur
verið á. „Ætlum við að
ná í alla mjólkurbíla
landsins og keyra
vatn til að dreifa
því? Eða ætlum við
að segja fólkinu
að fara út í búð og
kaupa kók? Ég vil
vita, hvað þá?“
Hann bendir á
að öryggi neyslu-
vatnsins sé eitt og
annað sé ímyndin.
„Ef við eyðileggjum
ímyndina, þá er líka vá. Ef
vatnsímyndin fer, þá fer líka
ímyndin af hollustu mat-
vælanna sem við erum að
f lytja út og neyta. Hrein-
leikaímyndin er okkar verð-
mætasta afurð.“
Vatnsnotkun eykst stöðugt,
eigum við að stemma stigu
við þessari aukningu?
„Ég held í þessu eins
og öllu; við verðum
að fara að draga úr
neyslunni, án þess
að skerða lífsgæði
í sjálfu sér, það
er annar hlutur,“
segir Páll og setur
magnið í samhengi.
„Í grófum dráttum
myndi ég halda að
meðalvat nsnotk u n á
höfuðborgarsvæðinu væri um
eitt tonn á sekúndu. Vatnið sem
við notum er álíka mikið
og þriðjungur af meðal-
rennsli Elliðaánna.
Þetta er gríðarleg
vatnsnotkun.“
Erum ekki
nógu varkár
H r e f n a K r i s t -
mannsdóttir, jarð-
efnafræðingur og
prófessor emeritus,
veit sérstaklega mikið
um vatn. Finnst henni
að við séum að fara nógu
vel með þessa auðlind?
„Nei, ég held við séum alls
ekki nógu varkár. Við
eigum svo mikið af
vat ni að ok k u r
finnst þetta vera
óendanleg auð-
lind. Við erum
að menga allt of
mikið á mörg-
u m s t ö ð u m .
Það má segja að
þetta sé kannski
a l lt a f t u rk r æf t ,
af því að það rignir
svo mikið hérna en við
verðum að passa okkur hvar
við setjum öskuhauga og rotþrær. Í
kringum Mývatn er til dæmis mjög
viðkvæmt svæði. Það er líka mjög
viðkvæmt á Suðurlandi þar sem
allar þessar sumarhúsabyggðir eru.
Við verðum að virða vatnsverndar-
mörkin og hafa ekki of mörg sumar-
hús á viðkvæmum svæðum. Síðan,
á þessum svæðum þar sem er lítið
vatn, verðum við bara að passa
okkur, eins og fyrir austan, að vera
á tánum með það,“ segir hún en
aðgengilegu neysluvatni er eitthvað
misskipt milli landshluta.
„Eini staðurinn þar sem væri
hætta á að við hefðum of lítið vatn
er á Austur- og Norðausturlandi.
Reyndar á svæðum eins og Keldu-
hverfinu, þar kemur svo mikið frá
hálendinu sem grunnvatn, en til
dæmis á Austfjörðum, þar eru oft
vandræði með að finna vatn,“ segir
Hrefna en bergið þar er eldra og
þéttara en víðast hvar hérlendis.
Evrópumet í úrkomu
„Það sem skiptir máli
fyrir vatnið á Íslandi
er að það rignir
rosalega mik ið
hérna; við eigum
E v r ó p u m e t í
ú r k o mu . S vo
skiptir það líka
máli hvað Ísland
er ungt jarðfræði-
lega og hvað bergið
er lekt, hvað það
kemst mikið vatn niður
í berggrunninn. Við erum
með nóg grunnvatn og grunn-
vatnið er mikið hreinna en ef við
þyrftum að nota yfirborðsvatn.
Þetta er undirstaðan,“ segir hún og
nefnir til samanburðar að í Noregi
séu yfir 90% af neysluvatni hreinsað
yfirborðsvatn á meðan hér sé mest
notað grunnvatn. Munurinn á
grunnvatni og yfirborðsvatni er að
grunnvatnið síast í jarðlögunum og
er þar af leiðandi miklu hreinna.
Eigum við að tileinka okkur meiri
virðingu í umgengni við vatn?
„Við höfum svo mikið vatn og
erum vön því að það sé nóg til.
Vatnið kostar heldur ekki mikið.
Það er kannski eitthvað sem þarf
að taka upp, að mæla vatnið. Það
er reynsla fyrir því með heita
vatnið. Hérna á Íslandi fer
þetta bara eftir stærð
húsnæðisins. Ég held
að þetta sé eitthvað
sem ætti að gera, að
mæla hvað þú notar
og borga eftir því,“
segir Hrefna.
„ Þ að my nd i f á
okkur til að spara vatn
en það er dýrt að koma
þessu á. Það þarf að setja
mæla upp alls staðar og lesa
af. Það myndi vera mjög skilvirk
leið til að spara vatn. En þá segja
sumir: Af hverju að spara vatnið
því þetta fer þá bara út í sjó í stað-
inn?“
Hverju svarar þú þeim?
„Á sumum stöðum væri það
mjög vel við hæfi að láta menn ekki
fá þetta bunandi. Það eru staðir á
landinu þar sem vatn er takmarkað
og þar væri þetta góð hugmynd.“
Framhald af síðu 10 Eini staðurinn þar
sem væri hætta á að
við hefðum of lítið vatn er á
Austur- og Norðausturlandi.
Hrefna
Kristmannsdóttir,
jarðefnafræðing-
ur og prófessor
emeritus
TILVERAN
Endurtekni
r faraldrar
af völdum t
augaveiki
voru á tíðum
kveikjan að
því að bæja
rfélög lögð
u
í það stórvi
rki að bygg
ja
vatnsveitu
og síðan
seinna fráv
eitu.
Það þarf 20
.000 lítra
af vatni til a
ð búa til eit
t
kílógramm
af bómull,
sem
dugar í stut
termabol o
g
gallabuxur.
Meðalheimilisnotkun í Reykjavík er 165 lítrar á dag á hvern einstakling, sem er það mesta sem gerist á Norðurlöndunum. Vatns-notkun í iðnaði er miklu meiri en heimilisnotkun.
1 5 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
5
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
6
-7
B
A
C
2
3
9
6
-7
A
7
0
2
3
9
6
-7
9
3
4
2
3
9
6
-7
7
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K