Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 18
Þegar lögreglan í New York stormaði inn á Stonewall-bar-inn fyrir fimmtíu árum áttu
f lestir von á að atburðarásin yrði
hefðbundin. Lögreglan gerði reglu-
lega rassíu á þessum vinsæla bar þar
sem hinsegin fólk gat dansað saman
óáreitt. Í þetta sinn var lögreglan
hins vegar borin ofurliði – fólk fékk
nóg og fjöldinn reis upp gegn van-
virðingu, yfirgangi og óréttlæti.
Átök stóðu heila helgi og nokkur
þúsund manns tóku þátt. Máttur
samstöðunnar var virkjaður og þá
varð ekki aftur snúið.
Árið 2019 minnumst við þess að
hálf öld er liðin frá þessari merki-
legu uppreisn sem af mörgum er
talin vera viðburðurinn þar sem
réttindabarátta hinsegin fólks
hófst af krafti. Um leið eru tuttugu
ár liðin frá því að á Íslandi fóru fyrst
fram hátíðahöldin sem í dag nefnast
Hinsegin dagar og ná hámarki með
Gleðigöngunni. Sá mikli fjöldi fólks
sem nú fagnar fjölbreytileikanum á
þessari litríku hátíð sýnir þá ótrú-
legu viðhorfsbreytingu sem orðið
hefur hér á landi á fáeinum árum
og áratugum.
En hvað með kynlífið þitt?
Ég er þakklátur fyrir að hafa nær
aldrei mætt mótlæti sökum kyn-
hneigðar minnar. Fordóma í garð
hinsegin fólks er hins vegar enn
að finna á Íslandi og sögur fólksins
jafnmargar og fólkið er margt. Sam-
kvæmt nýrri óformlegri könnun
sem unnin var á vegum Hinsegin
daga, um málefni hinsegin fólks á
íslenskum vinnumarkaði, telja 15%
þeirra sem svöruðu að þau hafi færri
tæki færi á vinnu markaði sam an-
borið við þau sem ekki eru hinseg-
in. Nærri þriðjung ur hinseg in fólks
upp lif ir óþægi leg ar og nær göng ul-
ar spurn ing ar frá sam starfs fólki og
stjórn end um á vinnustað sín um,
svo sem tengd ar kyn lífi, kyn fær um
og hjú skap ar stöðu.
Í fyrra voru samþykkt lög um
jafna meðferð á vinnumarkaði en
í þeim er sérstaklega tilgreind jöfn
meðferð einstaklinga óháð kyn-
hneigð, kynvitund, kyneinkennum
og kyntjáningu. Í þessu felst mikil-
væg réttarbót. En við þurfum líka
að rýna í menninguna og breyta
henni. Vindar geta breyst hratt og
við megum aldrei sofna á verðinum.
Þau sem vörðuðu veginn
Löggjafinn þarf á hverjum tíma að
tryggja að hann fari á undan með
góðu fordæmi. Til þess þarf bæði
vilja og þor. Nýsamþykkt laga-
frumvarp Katrínar Jakobsdóttur
forsætisráðherra um kynrænt
sjálfræði felur í sér afar mikilvægar
breytingar á réttarstöðu hinsegin
fólks hér á landi og með samþykkt
þeirra skipar Ísland sér í fremstu
röð á heimsvísu í málefnum hins-
egin fólks. Kjarninn í nýju lögunum
er að virða og styrkja sjálfsákvörð-
unarrétt fólks.
Í Gleðigöngunni á laugardag ætla
ég að hugsa til fólks um allan heim
sem berst fyrir því að lifa lífinu á
sínum eigin forsendum. Ég er með-
vitaður um að líf mitt væri afar frá-
brugðið því sem er ef ég hefði fæðst
í landi þar sem réttindi hinsegin
fólks eru þverbrotin og ómögulegt
væri t.d. að vera opinberlega sam-
kynhneigður ráðherra. Í göngunni
ætla ég líka að hugsa með þakklæti
til þeirra sem hafa í gegnum árin
tryggt réttarstöðu hinsegin fólks og
allra hetjanna sem vörðuðu veginn.
Ég er eins og ég er. Við þurfum
ekki öll að vera eins.
Ég er eins og ég er
Eftir að Sveinn Andri Sveins-son var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var
sextíu kröfum lýst í búið innan
tilskilins frests. Sveinn Andri tók
á móti þeim kröfum og skrifaði á
sig 15 mínútur fyrir að taka á móti
hverri kröfu og setja í möppu. Hér
var ekki um að ræða vinnu við að
taka afstöðu til krafnanna eða meta
þær að neinu leyti, heldur einungis
að móttaka þær og skrá þær. Þar
sem tímagjald Sveins Andra er
49.600 krónur, rukkaði hann 12.400
krónur fyrir að móttaka einfalda
kröfulýsingu.
Nú liggur fyrir að um 6.000 kröf-
um var lýst í þrotabú WOW air. Eftir
að Sveinn Andri og Þorsteinn Ein-
arsson voru skipaðir skiptastjórar
WOW air, var tilkynnt að kröfur í
þrotabúið ætti að senda í Grjóta-
götu 7, á skrifstofu Sveins Andra.
Sveinn Andri hefur því í sumar
móttekið og sett í möppur hátt í
6.000 kröfur. Kröfuhafar í þrotabú
WOW air eru um 100 sinnum fleiri
en í þrotabú EK 1923 ehf. Því hefði
verið eðlilegt að Sveinn Andri rukk-
aði u.þ.b. 74 milljónir fyrir sömu
vinnu í þrotabúi WOW air. Ef rétt-
lætanlegt er að skrifa 15 mínútna
vinnu vegna móttöku einstakrar
kröfu í einu þrotabúi, hlýtur það að
vera eðlilegt að gera slíkt hið sama í
næsta þrotabúi sem maður fær upp
í hendurnar frá Héraðsdómi Reykja-
víkur.
Í frétt Morgunblaðsins 23. maí
sl. spurði blaðamaður Svein Andra
að því hvað hann ætlaði að rukka
þrotabú WOW air fyrir sams konar
vinnu og hann innti af höndum hjá
EK 1923 ehf. Svar Sveins Andra var
að hann myndi ekkert rukka fyrir
það. Ástæðan væri sú að þrotabú
WOW air sé óvenju legt út frá stærð
þess og „þar sé um mun stærra verk-
efni að ræða en hjá EK1923 og því
ann ars eðlis“. Sveini Andra þykir
því rökrétt að hann rukki fyrir
vinnu sem er einn hundraðshluti
af vinnu í einu þrotabúi en gefi að
fullu sömu vinnu í öðru þrotabúi,
þar sem vinnan er 100 sinnum
meiri.
Þetta er sambærilegt því að þú
færir til tannlæknis og hann tæki
100 þúsund krónur fyrir að smíða í
þig tönn. Þú værir svo ánægður með
nýju tönnina að þú tilkynntir tann-
lækninum þínum að þú myndir
senda til hans 100 manns úr stór-
fjölskyldunni þinni og vinahópi
og allir ættu að fá nýja tönn. Þegar
tannlækninum væri ljóst hvert
umfangið væri við tannsmíðina
fyrir alla ættingja þína og vini,
myndi hann tilkynna þér hátíð-
lega að hann myndi ekki rukka
krónu fyrir þetta, þar sem verkið
væri óvenjulegt út frá stærð þess
og vinnan annars eðlis en hún hafi
verið við þessa einu tönn hjá þér.
Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent
í þessu?
Af ofangreindu má draga þá
ályktun að Sveinn Andri hefur farið
ránshendi um þrotabú EK 1923
ehf. með fullu samþykki stærstu
kröfuhafa þess bús. Sá kröfuhafi
sem farið hefur fremstur í f lokki,
og staðið á bak við þessa vegferð
Sveins Andra, krafðist þess áður
en félagið fór í þrot að félag í minni
eigu greiddi kröfuna beint til hans
framhjá EK ella skyldi ég hljóta
verra af. Sá kröfuhafi má eiga það
að hann hefur staðið við stóru orðin
og hefur lögmaður þessa fyrirtækis
unnið náið með Sveini Andra að því
að reyna að koma sem mestu höggi
á mig og mín félög. Meira um það
síðar.
Það kemur hins vegar á óvart að
kröfuhafar, sem eru til dæmis full-
trúar íslenskra skattgreiðenda,
skuli láta svona rán um hábjartan
dag viðgangast. Eins og ég hef áður
bent á hefur Sveinn Andri Sveinsson
blóðmjólkað þrotabú EK 1923 ehf.
og skrifað á sig 2.400 vinnustundir
fram til desember á síðasta ári. Það
samsvarar hátt í einu og hálfu ári í
fullri vinnu fimm daga vikunnar.
Skiptastjórinn hefur þannig sogið
í sinn rann um 120 milljónir króna
út úr búinu í formi þóknunar fyrir
vinnu við þrotabúið. Þessi vinna
á að hafa farið fram samhliða fjöl-
mörgum öðrum lögmannsstörfum
og „tómstundum“ sem Sveinn Andri
stundar.
Gott væri fyrir skiptastjórann að
hafa í huga spekina úr Hugsvinns-
málum: Illt er verkþjófur að vera.
Illt er verkþjófur að vera
Skúli Gunnar
Sigfússon
fjárfestir
Það kemur hins vegar á
óvart að kröfuhafar, sem eru
til dæmis fulltrúar íslenskra
skattgreiðenda, skuli láta
svona rán um hábjartan dag
viðgangast.
Guðmundur
Ingi
Guðbrandsson
umhverfis-
og auðlinda-
ráðherra
Líf mitt væri afar frábrugðið
því sem er ef ég hefði fæðst í
landi þar sem réttindi hins
egin fólks eru þverbrotin
og ómögulegt væri t.d. að
vera opinberlega samkyn
hneigður ráðherra.
Núverandi heilbrigðisráð-herra lagði upp með það markmið að bjarga heil-
brigðiskerfinu. Á skömmum tíma í
embætti hefur ráðherranum tekist
að skaða kerfið svo um munar. Á
skammri stund hefur ráðherranum
einnig tekist að búa til tvöfalt heil-
brigðiskerfi á landinu, eitt fyrir
þá sem betur mega og annað fyrir
hina. Með þessu hefur ráðherrann
skotið fyrrverandi heilbrigðisráð-
herrum Sjálfstæðisf lokksins ref
fyrir rass. Hið sorglega er að þetta
tvöfalda kerfi er orðið til vegna
þeirra tilburða ráðherrans að
steypa alla heilbrigðisþjónustu í
sama ríkismótið. Það hefur mis-
tekist hrapallega. Fórnarlömbin eru
viðskiptavinir heilbrigðiskerfisins,
sjúklingar og aðstandendur þeirra.
Áður en lengra er haldið er rétt
og skylt að taka fram að greinar-
höfundur hefur mikla trú og traust
á öllum þeim fjölda frábærra starfs-
manna sem vinna í opinbera heil-
brigðiskerfinu og vinna störf sín
af alúð og ábyrgð þó núverandi
ráðherra geri þeim erfitt um vik.
Heilbrigðisráðherra hefur kosið að
efna til átaka við sjálfstætt starf-
andi lækna, draga lappirnar í samn-
ingagerð við þá og jafnframt sigað
aðstoðarmanni sínum á þá. Hafa
sjálfstætt starfandi læknar þannig
þurft að sitja undir köpuryrðum
og aðdróttunum um að þeir hugsi
fyrst og fremst um sína hagsmuni
en ekki sjúklinga sinna. Þessi fram-
koma ráðherrans og aðstoðar-
manns hennar í garð sérfræðilækna
er óboðleg.
Fjölmargar stofnanir og sjálfstæð
félög sem sinna heilbrigðismálum
eru nú rekin án samninga og „fram-
lengd“ frá mánuði til mánaðar. Þar
má nefna sem dæmi Reykjalund
sem hefur ekki haft langtímasamn-
ing um nokkra hríð. Loks nú fyrir
skömmu skrifaði ráðherra undir
nýjan samning við RKÍ um rekstur
sjúkrabíla eftir að hafa dregið nauð-
synlega endurnýjun bílanna allt frá
því að hún settist í hástól sinn og
haldið Rauða krossinum í óvissu
með örstuttum framlengingum til
að halda uppá 90 ára rekstur RKÍ á
sjúkrabílum. Plássleysið og úrræða-
leysið tekur á sig nýja og nýja mynd.
Nú síðast að konur sem hafa orðið
fyrir fósturmissi og/eða hafa látið
eyða fóstri sitja nú í sömu biðstofu
og verðandi mæður. Þvílík grimmd.
Nú í sumar eru fáheyrðar lokanir á
Landspítalanum sem koma harðast
niður á geðsjúkum og þeim sem
skipa biðlista eftir aðgerðum. Við
þessar kringumstæður hefur ráð-
herra kosið að hrúga verkefnum
inn á spítalann vitandi að Land-
spítalinn ræður ekki við þau. Ráð-
herra hefur hingað til þvertekið
fyrir að nauðsynlegar aðgerðir
s.s. liðskiptaaðgerðir séu gerðar á
sjúkrastofnunum í einkarekstri.
Jafnframt hefur ráðherra nýlega
endað samstarf við sjálfstætt starf-
andi sérfræðinga sem sinnt hafa
augasteinaaðgerðum með góðum
árangri og mikilli heilsubót fyrir
stóran hóp sjúklinga.
Af leiðingar þessa eru biðlistar
sem eru óþolandi langir og valda
sjúklingum þjáningum yfir langan
tíma sem auðveldlega væri hægt
að stytta svo um munar. Til að bíta
höfuðið af skömminni hefur ráð-
herra ákveðið að fært sé að senda
sjúklinga til aðgerða á sjálfstætt
starfandi sjúkrastofnun í útlöndum
með margföldum kostnaði fyrir
ríkissjóð ásamt óþægindum fyrir
sjúklinga. Þversumman af öllu
þessu er sú að þeir sem geta borgað
sjálfir fyrir aðgerðir borga sig þann-
ig fram fyrir í röðinni. Þeir sem þola
álagið sem fylgir utanlandsferð
vegna aðgerðar leggja það á sig en
eftir sitja þeir sem eru veikburða og
aldraðir ásamt þeim sem minnst
hafa milli handanna.
Þetta er óþolandi ástand og til
álita hlýtur að koma að kanna
hvort ákvarðanir ráðherra standist
sjúklingalög og lög um fjárreiður
ríkisins. Það er mjög brýnt að bjarga
heilbrigðiskerfinu. Einmitt núna er
mikilvægast að bjarga því frá heil-
brigðisráðherra.
Óheilbrigðiskerfið
Þorsteinn
Sæmundsson
þingmaður
Miðflokksins í
Reykjavíkurkjör-
dæmi suður
Það er mjög brýnt að bjarga
heilbrigðiskerfinu. Einmitt
núna er mikilvægast að
bjarga því frá heilbrigðis
ráðherra.
1 5 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
5
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
6
-B
1
F
C
2
3
9
6
-B
0
C
0
2
3
9
6
-A
F
8
4
2
3
9
6
-A
E
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K