Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 32
Sigurjón Jóhannesson fyrrverandi skólastjóri á Húsavík, andaðist þann 6. ágúst síðastliðinn á 94. aldursári. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 17. ágúst nk. kl. 14.00. Jóhanna Antonsdóttir Jóhannes Sigurjónsson Sigríður Sigurjónsdóttir Guðmundur Örn Ingólfsson Guðrún Sigurjónsdóttir Einar Hrafnkell Haraldsson Guðmundur Sigurjónsson Haraldur Sigurjónsson Sif Gylfadóttir og aðrir aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Álfheiðar Unnarsdóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirhamra og hjúkrunarheimilisins Hamra. Ingólfur Jóhannsson Unnur V. Ingólfsdóttir Guðjón Magnússon Jóhann Ingólfsson Jónína Daníelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar kæra Júlíana Sigurðardóttir lést sunnudaginn 21. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Ragna Pálsdóttir Páll Þorsteinsson Sigurður Pálsson Erla Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Bergþórsdóttir Laugarnesvegi 89, sem lést sunnudaginn 28. júlí verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 16. ágúst klukkan 13. Bergþór Guðjónsson Ingibjörg Guðmundsdóttir Hafsteinn Guðjónsson Anna M. Helgadóttir Birgir Guðjónsson Sigrún B. Kristjánsdóttir Guðjón Þór Guðjónsson Kari Brekke barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður, sem lést 31. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Líknarsjóð Þórsteins st. nr. 5 Oddfellow á Íslandi, reiknnr. 516-4-761347, kt. 660893-2969. Benta Briem Ólafur Jón Briem Sóley Jóhannsdóttir Garðar Briem Elín Magnúsdóttir Gunnlaugur Briem Hanna Björg Marteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Guðmundsdóttir Hæðargarði 35, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 28. júlí síðastliðinn, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 19. ágúst klukkan 15.00. Jónas Bjarnason Lilja Jónasdóttir Stefán Halldórsson Gunnar Örn Jónasson Sigrún Jónasdóttir Óskar Jónasson barnabörn og barnabarnabörn. 1057 Makbeð Skotakonungur, kallaður „rauði konungur- inn“, er drepinn í bardaganum við Lumphanan af Mel- kólfi þriðja sem var elsti sonur Dungaðs Skotakonungs. 1936 Framkvæmdir hefjast við byggingu Háskóla Íslands með því að tíu atvinnulausir stúdentar byrja að grafa fyrir grunninum. Háskólabyggingin var formlega tekin í notkun 17. júní 1940. 1965 Bítlarnir leika fyrir nærri 60 þúsund manns á Shea- leikvanginum í New York. Talað hefur verið um atburð- inn sem fæðingu rokktónleika á leikvöngum. 1969 Woodstock tónlistar- og listahátíðin er sett í upp- sveitum New York-ríkis. Merkisatburðir Gunnar Tryggvason verk-fræðingur sem er fimm-tugur í dag er fæddur 15. ágúst 1969 á Ísafirði.Hann lauk stúdents-prófi frá Menntaskólan- um á Ísafirði árið 1989. Hann tók síðan B.Sc.-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1993; M.Sc.-gráðu í raforkuverkfræði frá Háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi árið 1995 og dipl- ómagráðu í viðskipta- og rekstrarfræði frá Endurmenntun HÍ árið 2001. Gunnar hefur víðtæka þekkingu og reynslu á rekstri, stjórnun, fjármálum og verkfræði. Tilkynnt var nýlega um að hann hefði verið ráðinn aðstoðar- hafnarstjóri Faxaf lóahafna. Þar segir hann spennandi verkefni fram undan. „Ég hef lengi fengist við greiningu á arðsemi innviða. Fyrir um ári vann ég í samstarfi við KPMG að úttekt á þróun starfsumhverfis Faxaflóahafna og þeirri umbreytingu sem fram undan er, meðal annars við orkuskipti. Ég fékk þá enn meiri áhuga á starfseminni,“ segir hann. Frá 2008 starfaði Gunnar sem ráðgjafi hjá KPMG á sviði orku- og iðnaðarmála. Þá var hann aðstoðarmaður Oddnýjar Harðardóttur og Katrínar Júlíusdóttur þegar þær gegndu stöðu fjármálaráð- herra. Þar áður starfaði hann meðal annars hjá fyrirtækjaráðgjöf Lands- bankans og vann í sjö ár sem verkfræð- ingur í áliðnaði. Nú er Gunnar að ljúka störfum fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda Gray Line. Átta í fjölskyldu Gunnar er giftur Úlf hildi Leifsdóttur tannlækni. „Við kynntumst árið 2001. Ef ég ætti að gefa ungu fólki einhver ráð þá er það að vera óhrædd að stökkva á tækifærin þegar þau þjóta fram hjá. Hún heillaði mig á kajakmóti í Stykkis- hólmi. Það hefur hún gert síðan,“ segir hann hlæjandi. Hann er upptekinn fjölskyldumaður enda sex börn í fjölskyldunni á aldr- inum 9-30 ára. „Allur minn tími eftir vinnu fer í fjölskylduna,“ segir Gunnar þakklátur en hann á tvö börn af fyrra hjónabandi, þau Tryggva Örn verk- fræðing, fæddan 1989, og Magneu, verk- fræðinema, fædda 1994. Þau Úlfhildur eiga saman fjögur börn, Leif Stein, fæddan 2004, Dýrleifu Láru, fædda 2006, Véstein, fæddan 2009, og Daníel Erni, fæddan 2010. Þá er bara eftir að nefna hundinn Loka og köttinn Uglu! Áhugamálin skíði og útivist Aðspurður um áhugamálin segir Gunnar skíði og aðra útivist koma fyrst upp í hugann. „Mér tókst að neyða krakkana til að taka þátt í því sem mér þykir skemmtilegt, á borð við útivist og skíði enda Ísfirðingur að uppruna. Öll fjölskyldan hoppaði á þann vagn með mér. Annars erum við mikið útivistar- fólk og veiðum gjarnan á sumrin,“ segir hann. Þeir sem þekkja Gunnar vita af stjórnmálaáhuga hans. „Ég var virkur í pólitíkinni vinstra megin við miðju fram eftir aldri,“ segir hann og bætir því við að hann hafi verið virkur í Æskulýðsfylkingunni og setið í Stúd- entaráði í Háskólanum fyrir Röskvu. „Þegar ég var kominn út í nám erlendis trosnuðu þessi tengsl uns Oddný Harð- ardóttir hringdi árið 2012 og óskaði eftir því að ég gerðist aðstoðarmaður hennar í fjármálaráðuneytinu. Eftir það hefur ekki mikið farið fyrir póli- tíkinni þótt áhuginn sé fyrir hendi. Í dag er ég yfirlýstur jafnaðarmaður og sit meðal annars fyrir hönd Samfylk- ingarinnar í stjórn Landsvirkjunar,“ segir Gunnar. Napóleon 250 ára En hvað ætlar Gunnar að gera í tilefni af afmælinu? „Við Napóleon Bónaparte eigum sama afmælisdag. Það eru 200 ár upp á dag á milli okkar. Ég ætla að halda upp á afmæli Napóleons í vinnunni á morgun en mitt um helgina,“ segir hann hlæjandi en segist ætla að halda upp á fimmtugsafmælið með bræðrum sínum og foreldrum um helgina. „Við ætlum bara að hafa það notalegt saman“. En hvernig er að verða fimmtugur? „Ég er fyrst og fremst fullur tilhlökk- unar. Ég er búinn að vera að eiga börn og ala þau upp í þrjátíu ár. Fram undan er frelsi frá amstri barnauppeldisins. Nú eru börnin orðin félagar manns. Ef ég ætti að gefa ungu fólki einhver ráð þá er það að vera óhrædd að stökkva á tækifærin þegar þau þjóta fram hjá. Óttinn við að gera mistök getur orðið stærstu mistökin,“ segir afmælisbarnið. david@frettabladid.is Allur tíminn í fjölskylduna Ísfirðingurinn Gunnar Tryggvason, verðandi aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna og sex barna faðir, er fimmtugur í dag. Heldur upp á afmælið um helgina með fjölskyldunni. Dýrleif Lára, hundurinn Loki, Gunnar Tryggvason, Vésteinn, Leifur Steinn og Daníel Ernir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1 5 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 5 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 6 -A D 0 C 2 3 9 6 -A B D 0 2 3 9 6 -A A 9 4 2 3 9 6 -A 9 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.