Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 10
Vatnsból Hafnfirð- inga eru gjörsam- lega varnarlaus ef það verður slys á þessum vegi. Þetta verður að stöðva. Páll Stefánsson, deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftir- liti Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis Páll svarar þessari spurningu: „Ég held að ég sé að tala fyrir landið allt, að vatnið okkar er rosalega gott. Það er bragð- lítið þannig að sumum út- lendingum finnst það ekkert sérstaklega gott. Við erum með mjög mjúkt vatn. Sumir útlendingar eru vanir því að hafa kalkríkt vatn. Styrkur efna í vatninu er lágur.“ Hrefna hefur líka heyrt að útlendingum þyki íslenska vatnið bragðlaust. Hún segir að ástæðan sé þessi mikla úrkoma á Íslandi og að bergið okkar sé svo lekt og því sé vatnið að jafnaði mun efna- snauðara en erlent vatn. Sömuleiðis sé jarðvegs- og gróðurhula þunn og það hafi einni áhrif í þessa veru. Gerð jarðvegs- og berggrunns sem sem vatnið rennur um mótar efnasamsetninguna. Fersk- vatn á Íslandi er mjúkt en víða í nágrannalöndum okkar er vatnið hart vegna kalksteins í berggrunninum. Kalksteinn finnst ekki á Íslandi en öl- kelduvatn finnst sums staðar á Snæfellsnesi og á jöðrum gosbeltanna þar sem er upp- streymi kolsýru frá djúpum kvikuinnskotun. Er vatnið okkar gott?Páll Stefánsson, deildar-stjóri hjá Heilbrigðis-eftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, þekkir neysluvatnsmál á höfuðborgarsvæðinu vel eftir áratugastarf í þessum geira. Erum við að fara nógu vel með þessa auðlind sem kalda vatnið er? „Í það heila myndi ég segja að við séum að fara vel með okkar neyslu- vatn en vatn er í grunninn afar viðkvæm neysluvara,“ segir Páll. Sveitarfélögin sex á höfuðborgar- svæðinu hafa sameinast um að verja sína vatnsverndarhagsmuni, útskýrir Páll, og segir að það hafi verið mikið heillaskref þegar fyrsta sameiginlega vatnsverndarskipu- lagið var samþykkt árið 1998. „Aukin byggð, vatnstaka og umsvif ofanjarðar kall- aði síðan á endurnýjun þannig að 2015 var gert ný tt vatns- ver nd a r sk ipu lag og ný og strangari s a mþy k k t . Ný ja kortið byggir á tölu- vert aukinni þekk- ingu,“ segir hann en allt sem fer fram innan vatnsverndarsvæðisins er leyfisskilt. Vegir á vatnsverndarsvæði Ýmiss konar óhöpp geta átt sér stað á vatnsverndarsvæðinu. „Þar erum við rosalega heppin á höfuðborgar- svæðinu að við höfum alveg frábært slökkvilið,“ segir hann en slökkvi- liðið bregst við bráðamengun. „Verði meng unar óhapp er hringt í 112 og slökkviliðið stýrir hreinsunarað- gerðum framan af en heilbrigðiseftirlitið er kallað til líka. Við höfum átt mjög gott samstarf við þjónustumiðstöðvar sveitarfélaganna. Við tökum upp símann og þá koma starfsmenn þjónustumið- stöðvanna með tæki og tól til að taka upp mengunina. Orkuveitan er líka með sitt lið. Þessi óhöpp eru tíð, því miður alltof tíð, en þau hafa yfirleitt verið lítil.“ Suðurlandsvegurinn liggur í gegnum vatnsverndarsvæðið og Páll segir að dæmi um óhöpp séu til og það er mjög algengt að bílar fari út af. Þetta er beint ofan í vatnsbólum Reyk v ík inga og hugsanlega vatns- bólum Kópavogs.“ Aðrir vegir skapa en n mei r i hæt t u . „Önnur hætta sem er ekki síður mikil er að það er hægt að aka frá Suðurlandsvegi í gegnum Bláfjöllin og koma niður í Hafnar- fjörð. Vegurinn frá Hafnar- firði og upp að skíða- svæðunum er ónýtur. Fyrir skömmu var a far slæmt slys við Rauðhóla. Þá var fólki bent á að fara í staðinn a n n a ð h v o r t N e s j a v a l l a l e i ð eða Bláfjallaleið. Það þýddi að við fengum stærðar flutningabíla brun- andi þarna en vatnsból Hafnfirðinga eru gjörsam- lega varnarlaus ef það verður slys á þessum vegi. Þetta verður að stöðva.“ Þarf að fjölga vatnstökustöðum Páll segir mikilvægt að vatnsveit- urnar hafi f leiri en einn vatnstöku- stað til að tryggja öryggi neyslu- vatnsins. „Orkuveitan býr svo vel að vera með tvo ólíka vatnstökustaði. Það árekstrar og útaf keyrslur. Fleiri dæmi eru að olíutankur fari að leka á gömlum bíl eða glus- saslanga fari í sundur í gröfu eða vörubíl. Hann segir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af stærri óhöppu m þó að við höfum sloppið við þau hingað til. „Flugvél gæti hrapað á vatnsverndarsvæðinu eða olíubíll farið út af og olía farið niður. Stærstu vörubílar geta verið með 600 lítra af af dísilolíu.“ Suðurlandsvegurinn er ekki eini vegurinn sem skapar hættu. „Það eru aðrir vegir sem eru hættulegir. Í Heiðmörk er vegakerfi og þar keyra menn stundum frjálslega á vondum vegum. Menn aka þarna að vetri Allt fram streymir Fjórðungur mannkyns býr við yfirvofandi vatnsskort samkvæmt nýrri skýrslu. Á Íslandi er nóg vatn en aðgengilegu neyslu- vatni er eitthvað misskipt á milli landshluta. Vatnsverndarsvæði eru viðkvæm og við þurfum að vera viðbúin því versta. Það er vel hægt að fara betur með vatnið, það streymir ekki eins endalaust og það virðist gera. Framhald á síðu 12 Skrúfa ðu fyri r krana nn. Það er góður siður a ð skrúfa fyrir re nnsli á meða n þú bur star te nnurna r. Ef þú lætur v atnið r enna á meða n þú bursta r tennu rnar í þ rjár mí n- útur da gs og m orgna notar þ ú tæpleg a 20.00 0 lítra á ári aukale ga af v atni. Sírennsli í klósetti sem lekur einum lítra af vatni á mínútu, verður 525.600 lítrar á ári. Lagaðu krana sem dropar úr. Ú r biluðum kr ana geta dropað 15 lítrar af vatni á dag eða 5.500 lítrar árlega. Ef þú vilt drekka vatnið þitt ískalt ætt- irðu að geyma vatns- flösku í ísskápnum. Þá er hægt að sleppa því að láta renna lengi úr krananum til að fá kalt vatn í glas. Vatnsnotkun Reykvíkinga fyrir einni öld var aðeins brot af því sem nú er. Guðmundur Björnsson sem þá var héraðs- læknir Reykvíkinga, taldi að dagleg neysluvatnsþörf fólks ætti að vera 30-40 lítrar að lágmarki og mið- aði þá við reynslu frá erlendum borgum. Vegna hörguls á vatni í Reykjavík um aldamótin 1900 var notkunin einungis rúmir 17 lítrar. Eitt af sérkennum íslenskra vatnsveitna er að 97% vatns sem þær veita til neytenda er ómeðhöndlað vatn. Það þýðir að efnum er ekki blandað í vatnið eða það hreinsað sérstaklega. 97% Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@frettabladid.is TILVERAN Fyrsta vatnsveita sveitarfélags á Íslandi var lögð á Ísafirði alda-mótaárið 1900. Árið 1903 var vatnsveita tekin í notkun á Seyðisfirði, 1904 í Hafnar-firði, 1909 í Reykjavík og 1912 á Sauðárkróki. 1 5 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 6 -8 F 6 C 2 3 9 6 -8 E 3 0 2 3 9 6 -8 C F 4 2 3 9 6 -8 B B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.