Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 36
BÍLAR
Starfsmenn breska bílaframleið-
andans Mini fögnuðu þeim áfanga
fyrr í þessum mánuði að fram-
leiddur var 10 milljónasti Mini-
bíllinn í verksmiðju Mini í Oxford.
Mini hefur verið framleiddur í 60 ár,
frá árinu 1959. Til ársins 2000 voru
framleiddir 5,3 milljón Mini-bílar
og á þessum tíma var Mini í breskri
eigu. Síðan BMW keypti Mini árið
2000 hefur framleiðslan þar af leið-
andi alls náð 4,7 milljónum bíla.
Nú í dag eru um 1.000 Mini-bílar
framleiddir á dag og nýr Mini-bíll
kemur af færiböndunum á 67 sek-
úndna fresti. Megnið af bílunum er
framleitt í Bretlandi, eða um 80%
þeirra, en um 20% í Hollandi. Mini
var í eigu British Motor Corporation
árin 1959 til 1968, British Leyland
frá 1968 til 1986 og Rover Group frá
1986 til 2000. Þegar Mini-bíllinn var
hannaður var helsta ástæða smæðar
hans bensínskorturinn sem ríkti í
heiminum um þær mundir vegna
Súesdeilunnar.
10 milljónir
Mini-bíla
framleiddar
Alls engar nýjar fréttir eru fólgnar í því að Jaguar Land Rover ætli að setja BMW-vélar í nýja bíla sína á næstunni, en nú
hafa tilraunagerðir nýrra bíla fyrir-
tækisins sést með BMW-vélar undir
húddinu. Það á til dæmis við þessa
næstu kynslóð flaggskipsins Range
Rover sem hér er með 4,4 lítra og 8
strokka BMW-vél með forþjöppu.
Það þýðir væntanlega að 5,0 lítra
vélin með kef lablásara (super-
charged) hverfur í Range Rover.
Samstarf Jaguar Land Rover og
BMW verður þó viðameira en þetta
þar sem fyrirtækin hafa skrifað
undir víðtækan samstarfssamning
og ætlar JLR með því að spara mikið
í þróunarkostnaði sínum.
Bara nýjar vélar
JLR ætlar líka að bjóða 6 strokka
BMW-vélar í bílum sínum og sam-
starfið kveður einnig á um sam-
eiginlega þróun á rafmagns- og
tengilt vinnaf lrásum. Ný gerð
Range Rover fær líka nýjan undir-
vagn sem að miklu leyti verður úr
áli og miklu léttari en af fyrri gerð.
Þessi undirvagn mun verða í mun
fleiri jeppum JLR, eða allt frá miklu
minni bíl eins og Jaguar XE og að
þeim stærsta, það er Range Rover.
Líklega mun engin vélargerð sem
nú er í boði í Range Rover lifa af í
næstu kynslóð bílsins, hann verður
í boði með nýjum vélum smíð-
uðum af JLR eða BMW. Heyrst
hefur að ný 6 strokka dísilvél JLR
sé svo umhverfisvæn að hún mengi
minna en 80 g/km af CO2 og sé því
vel innan nýrra strangra viðmiða
um mengun.
Range Rover fær BMW-vél
Daimler, móðurfyrirtæki Merc-
edes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt
fyrir dísilvélasvindl og gæti sektar-
upphæðin numið 1 milljarði evra,
eða um 140 milljörðum króna.
Það eru saksóknarar í Stuttgart,
heimaborg Mercedes-Benz, sem
munu leggja fram sektina á hendur
Daimler. Mun sektarupphæðin
að líkindum nema 5.000 evrum á
hvern þann bíl sem Mercedes-Benz
seldi með svindlhugbúnaði og því
gæti sektarupphæðin jafnvel orðið
hærri en 1 milljarður evra.
Rannsóknin á svindli Mercedes-
Benz stendur enn yfir og verða
Daimler sektað um 140 milljarða
Á fyrri helmingi ársins féll bílasala í Evrópu um 7,9% og salan í júní féll um 9,2% og
fór 1,62 milljón bílum í 1,49 milljón
bíla, en þó er rétt að hafa í huga að
tveimur færri söludagar voru í júní
nú en í fyrra. Sem fyrr er misjafnt
gengi hjá bílaframleiðendum og féll
sala Nissan mest í júní, eða um heil
26,6%. Sala Volvo-bíla féll líka um
21,7%, hjá Honda um 15,4%, hjá Fiat
Chrysler um 13,5%, 10,1% hjá BMW
og 9,6% hjá Volkswagen Group.
Örlítið skárra gengi var hjá Merc-
edes Benz en samt sölufall um 8,2%
og það sama var upp á teningnum
hjá Peugeot-Citroën. Sala Renault
féll þó aðeins um 3,9%.
Þessi dræma sala bíla í Evr-
ópu veldur bílaframleiðendum
áhyggjum en ekki síður veldur það
þeim áhyggjum að á stærsta bíla-
markaði heims í Kína minnkaði
salan um heil 14% á fyrri helmingi
ársins, en þar seldust þó rétt tæpar
10 milljónir bíla. Í Bandaríkjunum
minnkaði salan um 1,9%, á Ind-
landi um 10,9%, en aðeins um 0,3%
í Japan. Eina stóra landið sem salan
jókst í á fyrstu 6 mánuðum ársins
var í Brasilíu, en þar jókst hún
um 10,9%.
Salan í Evrópu fallið um 7,9 prósent fyrri hluta árs
Nýr Range Rover er í þróun og kemur væntanlega á markað árið 2021 eða 2022 og þá með BMW-vél sem einn vélarkostinn.
10 milljónasta Mini-bílnum fagnað.
Frá einni af hinum frábæru þýsku hraðbrautum.
Bílaumboðið Askja frumsýnir
nýjan Kia e-Soul, 100% raf bíl, í Kia
húsinu að Krókhálsi 13 á laugar-
dag, 17. ágúst klukkan 12-16. Mikil
eftirvænting hefur ríkt eftir komu
bílsins frá því að hann var fyrst
kynntur á alþjóðlegu bílasýning-
unni í LA í vetur. Ný kynslóð e-Soul
er mjög breytt í hönnun sem og
aksturseiginleikum frá núverandi
Soul EV. Eins og forverinn er e-Soul
nettur fjölnotabíll og er hábyggðari
en fólksbílar af svipaðri stærð sem
þýðir að þægilegt er að ganga um
hann þar sem sætin eru há og útsýni
gott.
Hönnun nýja bílsins er glæsileg,
innanrýmið er vandað og nútíma-
legt og búið góðum þægindum og
öllum helsta tæknibúnaði sem völ
er á frá Kia. Hátæknivæddur 10,25
tommu skjár miðlar öllum upplýs-
ingum um akstur og afþreyingu til
ökumanns og farþega. Kia e-Soul er
mjög rúmgóður miðað við aðra raf-
bíla í þessum stærðarflokki.
Nýr e-Soul er af lmeiri og lang-
drægari en forverinn auk þess sem
aksturseiginleikar bílsins hafa verið
bættir enn frekar. Rafmótorinn skil-
ar bílnum 204 hestöflum og hann er
aðeins 7,9 sekúndur úr kyrrstöðu í
hundraðið. Drægið er mikið eða alls
452 km miðað við hinn nýja WLTP-
staðal. Forverinn Kia Soul EV hefur
notið mikilla vinsælda um allan
heim síðan hann kom fyrst fram
á sjónarsviðið fyrir fimm árum.
Suðurkóreski bílaframleiðandinn
bindur miklar vonir við að arftaki
hans, e-Soul, verði enn vinsælli
enda býður nýi bíllinn upp á meiri
kraft og aukið drægi, sem og enn
betri aksturseiginleika.
Mercedes Benz C350e.
lyktir hennar ekki ljósar fyrr en
við enda þessa árs. Samkvæmt
rannsókninni er líklega um að
ræða 280.000 Benz-bíla af gerð-
unum C-Class og E-Class og hefur
Mercedes-Benz verið gert að inn-
kalla alla þessa bíla og lagfæra þá
svo búnaður þeirra falli að lögum.
Líklega verður Daimler einnig
ákært af bandarískum yfirvöldum
af sömu ástæðu. Þýsk yfirvöld hafa
þegar lagt sektir á Volkswagen upp
á 1 milljarð evra, Audi 800 milljónir
evra, Porsche 535 milljónir evra og
Bosch, sem hannaði svindlhug-
búnaðinn, upp á 90 milljónir evra.
Nýr
Kia e-Soul
frumsýndur
Jaguar Land Rover
og BMW hafa stað-
fest víðtækt sam-
starf um kaup JLR
á BMW-vélum og
sameiginlega þróun á
rafmagnsdrifrásum.
1 5 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
5
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
9
6
-8
5
8
C
2
3
9
6
-8
4
5
0
2
3
9
6
-8
3
1
4
2
3
9
6
-8
1
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K