Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 2
Veður
NA 5-13 vestan til, annars hægari
norðlæg átt. Vætusamt norðan og
norðaustanlands. Bjartviðri um
landið sunnanvert og allvíða síð-
degisskúrir. Hiti 5 til 11 stig norðan
til en 10 til 15 stig syðra. SJÁ SÍÐU 26
Við Brúarhlöð
Brúarhlöð eru gljúfur sem Hvítá hefur grafið í þursaberg í Árnessýslu niður að Haukholtum í Hrunamannanhreppi. Erlendir ferðamenn hafa hægt
og rólega uppgötvað staðinn og má nú finna hann á lista yfir töfrandi staði sem ekki má missa af í Íslandsheimsókninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hefur þú prófað nýju
kjúklgasteikurnar?
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOLT
A
FRAMKVÆMDIR Reykjavíkurborg
hefur tilkynnt eigendum fyrir-
tækja við Hverfisgötu um seinkun
á framkvæmdum við endurnýjun á
Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og
Smiðjustígs.
Skýringar sem gefnar hafa verið
af hálfu borgarinnar eru meðal ann-
ars þær að verktökum gangi almennt
illa að manna verk í kring um versl-
unarmannahelgina og því hafi lítið
gerst dagana í kring um þá helgi.
Ekki verði unnt að ganga um svæðið
á Menningarnótt eins og til stóð og
umferð verði ekki hægt að hleypa á í
vikunni þar á eftir.
Þá áætla Veitur að vegna rangra
hæðarpunkta á frárennslisbrunni
við Safnahúsið á Hverfisgötu tefjist
verkið um þrjá til fjóra daga.
Hluti af verkinu er að endurnýja
lagnir neðanjarðar. Ólöf Snæhólm
Baldursdóttir, upplýsingastjóri hjá
Veitum, segir að hingað til hafi þurft
dælu til að koma skólpi frá Safnahús-
inu út í fráveitukerfið í götunni. Við
hönnun verksins hafi verið tekið
tillit til óskar frá Safnahúsinu um
breytingar á fráveitulögninni svo
hún yrði sjálfrennandi.
„Í framkvæmdum kemur svo í ljós
að hæðarkóði á brunni, sem hönn-
uður fær í hendur frá Safnahúsi, er
rangur og því ekki nægur halli á
lögninni til að ná upp sjálfrennsli,“
útskýrir Ólöf. Því þurfi að færa teng-
ingu Safnahússins neðar í götuna til
að ná nægum halla á lögnina.
„Þegar þetta uppgötvast eftir að
framkvæmdir hefjast og búið er að
tengja lögnina er ljóst að ráðast þarf
í breytingar á þessari tengingu og
við erum í þeim núna. En áður en við
gátum hafist handa við þær þurfti að
moka ofan í skurðinn til bráðabirgða
til að skapa aðgengi fyrir vinnu við
aðra verkþætti; það er lagnir fyrir
kalt vatn svo hægt væri að hleypa
á þær á réttum tíma,“ útskýrir Ólöf.
Að sögn Ólafar er áætlað að vinna
við að færa tenginguna tefji heildar-
verkið líklegast um þrjá til fjóra
daga. „En auðvitað er verið að vinna
í öðrum verkþáttum á meðan,“
áréttar hún.
Aðspurð um áætluð verklok segir
Ólöf að farið verði yfir þann þátt
á verkstöðufundi í dag. Hún bendir á
að framkvæmdir í eldri hverfum geti
verið erfiðar. Oft sé ekki til nægilega
góð og nákvæm gögn um hvað sé
undir. Mikið mál geti verið að koma
niður lögnum og á sama tíma halda
kerfunum gangandi.
„Sem betur fer endast lagnir í
jörðu yfirleitt í áratugi og því þarf
mjög sjaldan að fara í framkvæmdir
eins og þessar sem við erum að vinna
með Reykjavíkurborg á þessum
hluta Hverfisgötunnar,“ undirstrikar
upplýsingafulltrúi Veitna.
Heimir Heimisson, framkvæmda-
stjóri verktakafyrirtækisins Gleipnis
sem vinnur verkið fyrir Veitur
og Reykjavíkurborg, vill engum
spurningum svara en vísar á verk-
efnisstjóra hjá borginni. „Það er
langbest að hann svari þessu frekar
en einhver óbreyttur kálfur,“ segir
Heimir. Von er á svörum um málið
frá borginni í dag. gar@frettabladid.is
Rangur hæðarpunktur
tefur á Hverfisgötunni
Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk
illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða
frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni.
Gamlar lagnir og illa kortlagðar valda töfum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Sem betur fer
endast lagnir í jörðu
yfirleitt í áratugi og því þarf
mjög sjaldan að fara í
framkvæmdir
eins og þessar.
Ólöf Snæhólm,
upplýsingastjóri
hjá Veitum
SAMGÖNGUR Verkefnishópur sem
mat mismunandi kosti við gerð
Seyðisf jarðarganga mælir með
jarðgöngum undir Fjarðarheiði,
auk ganga á milli Seyðisfjarðar og
Mjóafjarðar og annarra þaðan yfir
til Norðfjarðar. Skýrsla hópsins var
opinberuð í gær.
Göngin undir Fjarðarheiði yrðu
lengstu göng landsins, eða 13,4
kílómetrar. Gert er ráð fyrir að
kostnaðurinn við þau nemi 33-34
milljörðum króna. Heildarkostn-
aður verkefnisins er áætlaður um
64 milljarðar en þessi þrenn göng
yrðu samtals 25,7 kílómetrar að
lengd.
Telur verkefnishópurinn að þessi
lausn sé best til þess fallin að rjúfa
einangrun Seyðisfjarðar og styrkja
um leið allt samfélagið á Austur-
landi. – sar
Leggja til þrenn
göng fyrir 64
milljarða króna
NEYTENDUR VR mun leggja til lög-
fræðiþjónustu og styðja við Neyt-
endasamtökin vegna mála sem til
stendur að höfða gegn Almennri
innheimtu ehf., sem innheimtir
skuldir fyrir smálánafyrirtækið
eCommerce 2020. Þetta var sam-
þykkt á stjórnarfundi VR í gær-
kvöldi.
Neytendasamtökin segja að með
þessu verði hægt að koma í veg fyrir
innheimtu lána þar sem farið er yfir
leyfilegan heildarlántökukostnað.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá
nýverið segja bæði Almenn inn-
heimta og eCommerce 2020 að
fyrirtækin séu hætt að veita og inn-
heimta slík smálán.
Neytendasamtökin segja lítið að
marka þær yfirlýsingar og segja lán-
takendum stillt upp við vegg með
hótunum um að setja þá á vanskila-
skrá Creditinfo.
Í yfirlýsingu eCommerce 2020
segir að smálánafyrirtækið hafi náð
samkomulagi við Creditinfo um að
útistandandi lán vegna smálána
skráist á vanskilaskrá.
„Samkomulagið hefur mikla
þýðingu þar sem upplýsingar um
skuldsetningu lántakenda á mark-
aðnum eru mikilvægar til að sem
best heildaryfirsýn fáist og jafnvægi
ríki á markaðnum,“ segir Ondřej
Šmakal, forstjóri eCommerce 2020.
„Einnig er mikilvægt fyrir þá sem
skulda eldri lán og eru á vanskila-
skrá að við höfum nú þegar breytt
kröfunum svo lánið samanstendur
einungis af höfuðstól og leyfilegum
heildarlántökukostnaði á Íslandi.“
Sjá nánar á Fréttablaðið.is. – ab
VR berst gegn
smálánum
Ragnar Þór
Ingólfsson,
formaður VR.
1 5 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
5
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
6
-8
0
9
C
2
3
9
6
-7
F
6
0
2
3
9
6
-7
E
2
4
2
3
9
6
-7
C
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K