Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 4
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
1 „Hún er bara búin að vera með tárin í augunum“ Hjóli
Birtu Mjallar, 13 ára, var stolið fyrir
utan heimili hennar. Hún hafði
verið í rúmt ár að safna fyrir því.
2 Frá torf i til torf u: „Viss i ekki um nein a lesb í u á Ís land i“
Viðburðurinn „Íslenska lesbían –
frá torfi til torfu“ verður haldinn í
Tjarnarbíói á föstudaginn.
3 „Snart heiminn allan“ Fjöl-skylda Noru Qu oirin hefur
sent frá sér yfirlýsingu vegna and-
láts hennar.
4 Ey munds son opn ar eig in kaff i hús eft ir samn ings slit
við Te og kaff i Penninn Eymunds-
son hyggst fjölga eigin kaffi-
húsum á næstu vikum.
5 Ólafur Ragnar minnist Guðrúnar Katrínar í ein lægri
færslu Guðrún Katrín Þorbergs-
dóttir hefði orðið 85 ára gömul í
gær. Ólafur Ragnar minnist hennar
með hlýju á Twitter.
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
jeep.is
JEEP ® CHEROKEE
SUMARTILBOÐ
SUMARPAKKI 1: Málmlitur
TILBOÐSVERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 7.390.000 KR. - LISTAVERÐ 8.110.000 KR.
Helsti staðalbúnaður Jeep® Cherokee Longitude Luxury*:
• 2.2 lítra 195 hestafla díselvél, 9 gíra sjálfskipting
• Jeep Active Drive I Select Terrain
með 4 drifstillingum,
• Rafdrifin snertilaus opnun á afturhlera
• Leðurinnrétting
• 8,4” upplýsinga- og snertiskjár
• Íslenskt leiðsögukerfi
• Bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð
• Hágæða Alpine hljómflutningskerfi
með bassaboxi
• Apple & Android Car Play
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
*Aukahlutir ekki í tilboði: Hjól og hjólafestingar.
SUMARPAKKI 2: Málmlitur, borgarpakki, þægindapakki og glerþak (panorama).
TILBOÐSVERÐ MEÐ AUKAHLUTUM: 8.090.000 KR. - LISTAVERÐ 8.860.000 KR.
SKÓLAMÁL Þrátt fyrir að vesturálma
Fossvogsskóla sé ekki enn tilbúin til
notkunar eftir endurbætur vegna
mygluskemmda á að koma öllum
nemendum fyrir í húsnæði skólans
þegar kennsla hefst í næstu viku.
Foreldrar nemendanna hafa verið
boðaðir á fund í Fossvogsskóla síð-
degis í dag. Í fundarboðinu er sagt
frá því að með breytingum á bóka-
safni skólans nýtist húsnæði betur.
„Sú aðgerð ásamt endurskipu-
lagningu á nýtingu rýma í Austur-
og Meginlandi, meðan á aðgerðum
stendur í Vesturlandi, gerir okkur
kleift að koma öllum nemendum
fyrir þótt þessar breytingar þrengi
vissulega að skólastarfinu um nokk-
urn tíma,“ segir í bréfi fráfarandi
skólastjóra til foreldranna.
Þar segir að verklok innan húss og
utan í miðálmu og austurálmu séu
áætluð í dag. Það mun hins vegar
ekki nást samkvæmt upplýsingum
frá Reykjavíkurborg. Viðgerðum á
vesturálmu, sögun á veggjum í mat-
sal og lóðafrágangi verði svo ekki
lokið fyrir en í nóvember. – gar
Hefja skólastarfið þótt ein álma sé enn lokuð
Unnið hefur verið að endurbótum Fossvogskóla í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FERÐAÞJÓNUSTA Hermann Vals-
son, sem er bæði kerfisfræðingur og
ferðamálafræðingur að mennt, hefur
fylgst með bóknunarþjónustufyrir-
tækjum eins og Booking í langan
tíma, bæði hér á Íslandi og í öðrum
löndum. Árið 2015 rannsakaði hann
sýnileika íslenskra gististaða þegar
ferðamenn leita í gegnum Google.
„Þegar við leitum á netinu þá erum
við löt og förum aðeins inn á fyrstu
hlekkina sem koma upp. Við förum
almennt ekki yfir á blaðsíðu tvö eða
þrjú. Bókunarvélarnar hafa her-
tekið þessa fyrstu blaðsíðu úti um
allan heim,“ segir Hermann. Bendir
hann á að Booking sé einn af verð-
mætustu viðskiptavinum Google og
hafi því yfirburðastöðu hvað varðar
sýnileika.
Áður hefur verið fjallað um háar
söluþóknanir bókunarfyrirtækja
eins og Booking og Expedia. Þær
eru frá 15 og allt upp í 30 prósent
af hverri bókun en fyrir 20 árum
voru þær aðeins um 6 prósent.
Hóflega áætlar hann að á bilinu 7
til 9 milljarðar króna fari úr landi í
formi þóknana á hverju ári en ekki
5 milljarðar eins og áður hefur verið
reiknað með. Í fyrra rannsakaði Her-
mann hvernig málum væri háttað á
Tenerife og eiga eyjarskeggjar þar í
sama vanda.
„Lægsta prósentan sem boðið
er upp á er 15 prósent og þá sést þú
ekki, þú ert ekki til. Meðal prósentan
er því orðin 22 til 24. Ég tel að sölu-
þóknanirnar muni halda áfram að
hækka nema fótum verði spyrnt
við,“ segir Hermann.
Rætt hefur verið um að setja á
laggirnar séríslenska bókunarvél.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
ferðamálaráðherra telur réttast að
Samtök ferðaþjónustunnar myndu
leiða slíka vinnu ef til hennar kæmi.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri SAF, hefur verið var-
kár í umræðunni og bent á að hár
kostnaður gæti falist í þeirri leið.
Hermann segir að innan SAF
rekist hagsmunir á. „Icelandair,
sem f lytur langsamlega mest af
ferðamönnum til landsins, er smá-
söluaðili fyrir Booking. Einnig
Dohop. Þannig að það er gegn þeirra
hagsmunum að fá íslenska síðu sem
myndi keppa gegn bókunarvél-
unum,“ segir hann.
Þó að síður eins og booking.com
séu markaðsráðandi eru til dæmi um
svæði sem hafa komið sér upp eigin
bókunarsíðum, til dæmis Arizona-
fylki og svæði í Skotlandi.
Hermann telur mögulegt að
gera slíkt hið sama hér. „Þá skynja
bókunarrisarnir að það er komin
viðspyrna. Vonandi hemja þeir sig
í hækkunum og verða viðmótsþýð-
ari í viðræðum um lækkanir,“ segir
hann.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Söluþóknanir bókunarsíðna
hækki áfram án viðspyrnu
Icelandair, sem
flytur langsamlega
mest af ferðamönnum til
landsins, er smásöluaðili
fyrir Booking. Einnig
Dohop. Þannig að það er
gegn þeirra hagsmunum að
fá íslenska bókunarsíðu sem
myndi keppa gegn bókunar-
vélunum.
Hermann Valsson,
kerfisfræðingur
og ferðamála-
fræðingur
Nauðsynlegt er að
spyrna á móti markaðs-
ráðandi bókunar-
fyrirtækjum og stofna
séríslenska vél, segir
kerfis- og ferðamála-
fræðingur sem hefur
rannsakað sýnileika
íslenskra gististaða. Það
flæki hins vegar málið
að innan Samtaka ferða-
þjónustunnar takist
hagsmunir á.
FERÐAÞJÓNUSTA Ekki eru allir ferða-
þjónustuaðilar ofurseldir bókunar-
fyrirtækjum á borð við Booking og
Expedia. Í lok árs 2016 ákváðu for-
svarsmenn Arctic Adventures að
setja fjármagn í eigin sölukerfi og
markaðssetningu. Í dag fara 78 pró-
sent bókana í gegnum það.
„Þetta er ekkert sem gerist á einni
nóttu en árangurinn hefur verið að
aukast jafnt og þétt,“ segir Styrmir
Þór Bragason forstjóri Arctic Advent-
ures. Fyrirtækið ákvað að fjárfesta í
heimasíðum og markaðssetningu á
netinu. Þeirra eigin markaðsdeild
hefur séð um að koma kerfinu á lagg-
irnar með aðstoð erlendra ráðgjafa.
„Við viljum eiga sem stærstan
hluta af virðiskeðjunni. Við búum
til ferðina, framkvæmum og seljum
hana.“ – bdj
Flestar bókanir
koma í gegnum
eigið kerfi Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur ferðaþjónustan áhyggjur af hárri þóknun bókunarsíðna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
1 5 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
5
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
6
-9
4
5
C
2
3
9
6
-9
3
2
0
2
3
9
6
-9
1
E
4
2
3
9
6
-9
0
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K