Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 8
Icelandair hefði getað tapað hátt í 1,1 milljón f lugsæta vegna kyrr- setningar Boeing MAX-vélanna ef f lugfélagið hefði ekki gripið til umfangsmikilla mótvægisaðgerða. Þetta kemur fram í nýrri greiningu OAG sem er leiðandi greiningarfyr- irtæki í f lugbransanum. Heildar- kostnaður f lugfélaga er metinn á 4 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 496 milljarða króna, en þá er gert ráð fyrir að farþegaþoturnar taki á loft í nóvember sem þykir mjög ólíklegt. OAG lagði mat á umfang áhrifa sem kyrrsetningin hefði getað haft á þau flugfélög sem hafa MAX-vélar í sínum flota. Miðað er við tímabilið frá 28. febrúar til 5. ágúst en MAX- vélar Icelandair voru kyrrsettar 12. mars. Kyrrsetningin hefur haft mest áhrif á á kínverska flugfélagið China Southern sem hefði getað tapaði tæplega 3,7 milljónum sæta á tímabilinu og síðan Air Canada og Southwest Airlines. Icelandair er í 17. sæti listans og hefði getað tapað 1.095.764 sætum. Áhrifin á Icelandair eru þó hlutfallslega meiri en á f lest önnur f lugfélög. Þannig er fjórðungur af f lota Icelandair kyrrsettur en til samanburðar eru MAX-vélarnar aðeins 4,5 prósent af f lota South- west. Icelandair er með sex MAX- vélar í f lota sínum og átti að fá þrjár af hentar til viðbótar í sumar. Icelandair réðst í mótvægisað- gerðir sem komu í veg fyrir stór- felldar niðurfellingar á f lugi en þrátt fyrir það hafa orðið töluverð- ar raskanir á f lugáætlun félagsins. Fimm vélar hafa verið leigðar yfir hásumarið en í október verður ein vél leigð. Leigusamningar tveggja þessara véla renna út í lok ágúst en þrjár verða í rekstri hjá félaginu út september. OAG segir að kostnaður vegna kyrrsetningarinnar sé breyti- legur eftir f lugfélögum. Sum hafi reitt sig meira á MAX-vélarnar en önnur og sum hafi greiðari aðgang að staðgönguvélum. Greiningar- fyrirtækið leggur hins vegar mat á heildarkostnaðinn, bæði beinan og óbeinan, sem hefur fallið til vegna kyrrsetningarinnar. Sam- kvæmt mati fyrirtækisins nemur hann 4 milljörðum Bandaríkja- dala en eins og áður segir er miðað við að vélarnar taki á loft í nóvember. Það er töluvert í ljósi fyrri væntinga um að hagnaður atvinnugreinarinnar verði 28 milljarðar dala á árinu. EBIT Icelandair var neikvætt um 24,1 milljón Bandaríkjadala á öðrum fjórðungi ársins. EBIT-spá ársins 2019 er neikvæð um 70-90 milljónir Bandar ík jadala. Án áhrifa kyrrsetningarinnar er hún hins vegar jákvæð um 50-70 millj- ónir dala. Bogi Nils Bogason, for- stjóri Icelandair Group, sagði á fjár- festafundi í kjölfar uppgjörsins að raunhæft væri að sækja bætur frá f lugvélaframleiðandanum Boeing fyrir allan þann kostnað sem kyrr- setningin hefur haft í för með sér, bæði beina og óbeina kostnaðinn. Samkvæmt verðmati Capacent, sem greint var frá í Markaðinum í gær, er verðmatsgengi Icelandair, sem gerir ekki ráð fyrir bóta- greiðslum frá Boeing vegna kyrr- setningar MAX-vélanna, nú 10,6 krónur á hlut og lækkar um ellefu prósent frá fyrra verðmati. Stóð gengið í 7,98 við lokun markaða í gær. Í forsendunum er gert ég ráð fyrir að annaðhvort verði Boeing MAX komnar í loftið rétt fyrir páska eða að Icelandair verði búið að leysa vandamál tengd þeim þá. Ef það heppnast að ná Boeing MAX í loftið fyrir lok október mun það hafa um 5 til 10 prósenta jákvæð áhrif á núverandi verðmatsgengi. thorsteinn@frettabladid.is Hefðu tapað 1,1 milljón flugsæta Icelandair hefði getað tapað hátt í 1,1 milljón flugsæta vegna kyrrsetningar MAX-vélanna ef félagið hefði ekki gripið til mót- vægisaðgerða samkvæmt greiningu leiðandi greiningarfyrirtækis. Heildarkostnaður í greininni nemur hundruðum milljarða. Icelandair hefur þurft að grípa til ýmissa aðgerða til að lágmarka röskun flugáætlunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Eðlileg þróun að Norwegian hafi lagt niður flugleiðirnar Markaðurinn greindi frá því í gær að Norwegian Air hefði ákveðið að leggja niður allar þær flugleiðir frá Evrópu til Norður-Ameríku sem Boeing 737 MAX-vélar félagsins flugu áður en þær voru kyrrsettar. Flugfélagið hefði komist að þeirri niðurstöðu að flugleið- irnar stæðu ekki undir sér með leiguvélum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir í samtali við Fréttablaðið að viðskiptalíkön og leiðakerfi Icelandair og Norwegian séu engan veginn samanburðarhæf hvað þetta varðar. „Leiðakerfi Icelandair snýst um að nýta Ísland sem tengi- miðstöð á milli Norður-Ameríku og Evrópu og þær tengingar skapa möguleika til að bjóða upp á fjölda áfangastaða og tíðni á mörkuðunum til og frá Ís- landi. Þetta spilar því allt saman. Boeing 737 MAX-vélarnar áttu að vera 27 prósent af sætafram- boði Icelandair í sumar og því nauðsynlegt að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 MAX með innleigu véla,“ segir hann. „Flug Norwegian á MAX-vélum milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur verið í uppbyggingar- fasa og er lítill hluti af þeirra starfsemi og hefur jafnframt tiltölulega lítil áhrif á aðrar leiðir í þeirra leiðakerfi, þ.e. tengingar á milli fluga eru óverulegar.“ Spurður hvort það komi til greina að leggja niður flug yfir Atlantshafið svarar Bogi Nils neitandi. „Nei, það kemur ekki til greina, en að sjálfsögðu kallar kyrrsetning MAX-vélanna á ein- hverjar tilfærslur í leiðakerfinu. Það eru alltaf hreyfingar á okkar samkeppnismarkaði. Vöxtur á framboði á Norður-Atlants- hafsmarkaðinum síðastliðin ár hefur verið mjög mikill og að einhverju leyti ósjálfbær. Það er því eðlileg þróun að okkar mati að samdráttur verði hjá ein- hverjum flugfélögum á þessum markaði. Tilkynningin frá Nor- wegian í gær varðandi Írland og Norður-Ameríku er reyndar mjög óverulegur hluti af heildar- markaðinum.“ Greinendur sænska fjárfestingar- bankans Carnegie meta gengi hluta- bréfa í Arion banka á 6,4 sænskar krónur á hlut sem er um 7,5 pró- sentum yfir markaðsgengi. Þetta kemur fram í verðmati Carnegie sem Markaðurinn hefur undir höndum. Greinendur bankans segja að kostnaðartölur á öðrum ársfjórð- ungi hafi verið jákvæðar. Laun hafi vissulega hækkað en í upplýs- ingatækni og öðrum deildum hafi starfsfólki fækkað. Telja þeir að með nýlegum forstjóraskiptum í bankanum verði lögð meiri áhersla á að skera niður kostnað. Þá segir að vert sé að bíða eftir að salan á dótturfélaginu Valitor klárist en söluferlið hafi engu að síðu tekið of langan tíma. „Salan á Valitor er enn í skoðun en við höfum hana ekki með í verðmatinu. Við teljum að það sé of mikil óvissa í kringum mögu- lega sölu á fyrirtækinu en óhætt er að gera ráð fyrir að 14,2 milljarða króna bókfært virði Valitors séu neðri mörk söluverðsins,“ segir í verðmatinu. „Auk þess er Valitor rekið með tapi þannig að með því að selja fyrir tæki á bókfærðu verði eða hærra og greiða arð til hluthafa eykst arðsemi bankans. Sala á Val- itor hefði því jákvæð áhrif á verð- mat okkar á bankanum.“ Í uppgjöri Arion banka fyrir annan ársfjórðung kom fram að Valitor hefði tapað hátt í 2,8 millj- örðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður samstæðu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2019 nam 2,1 milljarði króna samanborið við 3,1 milljarðs hagnað í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 4,3 prósent á fjórð- ungnum samanborið við 5,9 prósent á sama tímabili árið 2018. – þfh Carnegie metur Arion 7,5 prósentum yfir markaðsgengi Carnegie telur að nýjum forstjóra fylgi nýjar áherslur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Samkvæmt mati OAG nemur heildarkostnaður greinarinnar vegna kyrr- setningar MAX-vélanna 4 milljörðum dala, jafnvirði 496 milljarða króna. China Southern 3.653.816 Air Canada 3.268.291 Southwest 2.962.400 Turkish Airwaves 2.706.367 Oman Air 2.191.374 American 2.186.292 Norwegian Air Shuttle 2.178.036 Fly Dubai 2.136.420 SpiceJet 2.002.266 LOT-Polish 1.968.600 Jet Airwaves 1.578.180 Lion Air 1.490.940 Westjet 1.462.470 United Airlines 1.186.036 Norwegian 1.185.030 Icelandair 1.095.764 Air Italy 971.984 TUI Airwaves 902.097 SilkAir 891.540 SmartWings 881.142 ✿ Áhrif á sætafjölda vegna kyrrsetningar MAX Heimild: OAG Verkfræðistofan Efla hagnaðist um 328 milljónir á síðasta ári saman- borið við 418 milljónir á árinu 2017. Þetta kemur fram í nýbirtum árs- reikningi fyrirtækisins. Tekjur Ef lu námu tæplega 6,9 milljörðum króna og jukust um 3 prósent á milli ára. Rekstrargjöld námu hins vegar 6,5 milljörðum króna og jukust um 6 prósent. EBITDA félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – var um 402 milljónir króna árið 2018 borið saman við 553 milljónir árið 2016. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 2,7 milljörðum króna og bókfært eigið fé var í árslok 1,5 milljarðar. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður að upp- hæð 250 milljónir króna á þessu ári til hluthafa sem voru 137 talsins í lok síðasta árs. – þfh Efla hagnast um 328 milljónir MARKAÐURINN 1 5 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 6 -A 3 2 C 2 3 9 6 -A 1 F 0 2 3 9 6 -A 0 B 4 2 3 9 6 -9 F 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.