Fréttablaðið - 15.08.2019, Blaðsíða 14
Uppgönguhryggur er sérkennilegt en lýsandi örnefni á Friðlandi að Fjalla-baki. Áður fyrr ráku bændur fé eftir honum í Landmannalaugar upp úr snarbröttum Jökulgiljum, en Upp-gönguhryggur er greiðfærasta leiðin
upp úr þeim. Þannig var sloppið við fjárrekstur yfir
Jökulgilskvísl sem rennur eftir Jökulgili og getur verið
viðsjárverð í vatnavöxtum. Reyndar höfðu bændur
löngum illan bifur á Jökulgiljum og vildu helst ekki
smala þau, enda talin aðsetur útilegumanna og
drauga. En hvað sem draugagangi líður þá eru Jökulgil
einhver fallegasti og litríkasti staður sem fyrirfinnst
á Íslandi – og má þakka hlykkjóttum og sundur-
skornum líparítfjöllum.
Þarna eru náttúruperlur eins og fjallið Hattur
og gróðurvin umhverfis hann sem kallast Hattver.
Skammt frá eru Grænihryggur og Kanilhryggur en
einnig Þrengsl sem er mjósti hluti Jökulgilja en jafn-
framt litríkasti hluti þeirra. Litadýrðinni er erfitt að
lýsa með orðum en í sólskini er eins og brekkurnar
við Uppgönguhrygg séu snævi þaktar. Það er auðvelt
að heimsækja Jökulgil og velja f lestir Landmanna-
laugar sem upphafspunkt. Fyrst er gengið í austur
eftir stikaðri leið að Skalla (1.027 m) sem er frábært
útsýnisfjall með ávalan koll. Þaðan sést yfir Frið-
landið og skeifulaga Jökulgilin en einnig Torfajökul,
Kaldaklofsjökul, Hofsjökul, Vatnajökul, Mýrdals-
jökul, Eyjafjallajökul og Heklu. Frá Skalla er haldið
suður að Uppgönguhrygg og hann þræddur endilangt
ofan í Jökulgil.
Gangan niður hlykkjóttar eggjarnar er einstök
upplifun en getur þó reynst áskorun fyrir lofthrædda.
Þegar komið er niður í Jökulgilið er auðvelt að halda
áfram í Hattver eða halda upp bratt fjall sem heitir því
frumlega nafni Hryggur á milli gilja og liggur handan
Jökulgilskvíslanna sem verður að vaða. Af honum
er síðan stutt ganga að Grænahrygg. Þaðan bjóðast
nokkrar gönguleiðir heim í Landmannalaugar en
oft verður Uppgönguhryggur aftur fyrir valinu og er
gangan upp ekki síðri upplifun en niðurgangan og
hæfir nafninu betur.
Þegar komið er aftur að Skalla er tilvalið að halda
í vestur eftir svokölluðum Skallahring en hann
liggur inn á Laugaveginn nokkrum kílómetrum ofan
Brennisteinsöldu og þaðan í Landmanna-
laugar. Skallahringur tekur 6-7 tíma en ef
Uppgönguhrygg er bætt við má gera ráð
fyrir 2 tímum til viðbótar. Í góðu veðri
mælum við eindregið með heimsókn
að Grænahrygg eða Hattveri sem
vissulega er langur göngudagur – en
stórkostleg upplifun.
Fjárgata
að Fjallabaki
Hundraðfætla
liðast niður
Uppgönguhrygg
um síðustu
helgi. MYND/TG
Útsýni sunnan Skalla yfir Uppgönguhrygg og Torfajökulssvæðið. MYND/ÓMB
Útsýni af Uppgönguhrygg er engu líkt og líparítfjöllin bjóða upp á litaveislu. MYND/TG
Tómas
Guðbjartsson
hjartaskurð-
læknir og
náttúruunnandi
og Ólafur Már
Björnsson
augnlæknir og
ljósmyndari
TILVERAN
1 5 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
5
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
6
-8
A
7
C
2
3
9
6
-8
9
4
0
2
3
9
6
-8
8
0
4
2
3
9
6
-8
6
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K