Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júlí 2013 ° ° „Harpan hvað?“ :: Stórkostlegir tónleikar Fjallabræðra og Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Íþróttamiðstöðinni :: Rúmlega 1.600 manns fylltu stóra salinn og var uppselt á tónleikana Þegar farið var á tónleika Fjalla - bræðra og Lúðrasveitar Vest- mannaeyja síðastliðið föstu - dags kvöld, var nokkurn veginn vitað að hverju var gengið. Tón- leikar sveitanna tveggja hafa undantekningarlaust vakið verð - skuldaða hrifningu, hvort sem er í sal Háskólabíó eða í Herjólfs- dal á þjóðhátíð. Alltaf er upplif - unin sterk og tónlistin afburða - vel flutt. Á því var engin undan- tekning á föstudaginn, nema síður sé og ótrúlegt hvað þeim Halldóri Gunnari Pálssyni stjórn - anda Fjallabræðra og Jarli Sig- urgeirssyni, stjórnanda Lúðra - sveitar Vestmannaeyja tekst að gera nýjustu tónleikana aðeins betri en þá síðustu. Og flutning - ur inn verður bara þéttari og flott ari með hverjum tónleikum. Það sem kannski kom mest á óvart á tónleikunum var húsnæðið. Tón- leikarnir voru haldnir í nýja sal Íþróttamiðstöðvarinnar, eins lítið heillandi og það hljómar en tónlist - armönnunum og hjálparkokkum þeirra tókst hið ómögulega, að gera salinn að tónleikasal, og það meira að segja nokkuð góðum tónleikasal. „Harpan hvað?“ heyrði maður áhorf endur spyrja í lok tónleikanna og þótt íþróttasalurinn verði varla borinn saman við sérhannaðan tón- leikasal Hörpunnar, þá sýndu liðs- menn Fjallabræðra og Lúðrasveit - ar innar að það er hægt að halda stórtónleika innandyra í Vestmanna - eyjum með yfir eitt þúsund áhorf - endum. Búið var að koma fyrir drapperingum hringinn í kringum salinn, ljósashow tónleikanna var eins og best verður á kosið og hljóðið skilaði sér vel til áhorfenda, hvar sem setið var í salnum. Áhorf - endatölur eru eitthvað á reiki en lík- lega voru eitthvað í kringum 1.600 manns á tónleikunum. Nokkrir einsöngvarar komu fram með sveitunum tveimur, bæði söngvarar úr röðum Fjallabræðra en auk þess komu þau fram Sunna Guðlaugsdóttir, sem leysti Ragn- hildi Gísladóttur af hólmi en Ragn- hildur komst ekki vegna veikinda. Guðmundur Davíðsson, Eyjapeyi, söng lagið Ég veit þú kemur, með Sunnu, Sverrir Bergmann flutti tvö lög, m.a. þjóðhátíðarlagið 2012, Þar sem hjartað slær, og ætlaði þakið að rifna af húsinu við og eftir flutning - inn en áhorfendur risu úr sætum þegar lagið var flutt. En að öðrum ólöstuðum var það Páll Óskar Hjálmtýsson sem stóð upp úr af einsöngvurunum. Páll Óskar flutti tvö lög, Þú komst við hjartað í mér og Það geta ekki allir verið gordjöss og stemmningin í salnum fór upp í hæstu hæðir. Það þarf margt að ganga upp til að svona tónleikar standi undir sér. Fjölmörg fyrirtæki styrktu tón- leikana, tónlistarmennirnir og að - stoðarmenn þeirra sáu sjálfir um að koma upp aðstöðunni og gerðu það óaðfinnanlega og svo þarf fullt af áhorfendum. Ekki veit ég hvort færri hafi komist að en vildu en uppselt var á tónleikana þannig að fleiri stólum var bætt við eftir því sem fleiri komu. En þegar upp er staðið voru tónleikarnir afskaplega vel heppnaðir, stóðu vel undir væntingum sem voru þó talsverðar fyrir tónleikana. Og það besta er, við Eyjamenn eigum nú hinn ágætasta tónleikasal. Snillingar. Tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja, Fjallabræðra og gesta þeirra var hreint út sagt algjör snilld. Hér er Páll Óskar á sviðinu en þarna má líka sjá í bakið á Jarli Sigurgeirssyni, stjórnanda LV og Halldór Gunnar Pálsson, stjórnanda Fjallabræðra. Um eitt hundrað tónlistarmenn komu fram á tónleikum LúðrasveitarVestmannaeyja og Fjallabræðra og voru þeir allir á sviðinu í einu. Umgjörð tón- leikanna var stórglæsileg, tjöld römmuði inn salinn, hljóðið var gott og lýsingin eins og best gerist. Alveg eins gott að prufa þetta sjálf :: Símonía Helgadóttir búin að vinna í Toppnum í fjórtán ár og tekur nú við rekstrinum Símonía Helgadóttir og Friðberg Egill Sigurðsson keyptu á dögun - um rekstur veitingastaðarins Toppsins af Karli Helgasyni og Jónu Guðmundsdóttur. Kalli og Jóna höfðu rekið staðinn í 14 ár en Símonía hefur starfað hjá Kalla, bróður sínum allan þann tíma. Eyjafréttir höfðu samband við Sím - oníu, Níu eins og hún er kölluð, og var hún mjög bjartsýn á framhaldið. Hvers vegna ákvaðstu að fara út í rekstur? „Ég hugsaði með mér, af hverju ekki. Ég hafði ekkert annað að gera, hef unnið hér síðastliðin fjórtán ár, ég vildi frekar prufa að taka við enda kannski atvinnulaus ef einhver annar hefði tekið við. Það er alveg eins gott að prufa þetta sjálf, ég veit alveg hvað ég er að gera,“ sagði Nía. Mikil binding „Þetta er hellings binding en á móti kemur að ég ræð vinnutímanum mínum. Ég er líka með frábært starfsfólk og þá á allt að ganga upp. Ég held alveg sama starfsfólkinu en þarf líklega að bæta við með haustinu. Kalli ætlar að taka þjóð - hátíðina fyrir mig en ég stóð vaktina á goslokum. Maður er að binda sig að vera með opið þegar flestallir eru í fríi en fær frí á öðrum dögum. Það var ekki leiðinlegt að standa í lúg - unni á goslokum og á þjóðhátíð,“ sagði Nía. Viðskiptavinirnir mega ekki búast við miklum breytingum, en Nía ætlar að flikka aðeins upp á Topp inn. „Ég ætla mér að gera staðinn aðeins betri, fríkka hann og laga aðeins en ekkert stórvægilegt. Það verða kannski smá nýjungar með haustinu en tíminn leiðir það í ljós,“. Nú er harðnandi samkeppni í veitingabransanum, hvernig líst þér á þá samkeppni? „Það er öll samkeppni af því góða. Það hafa allir gott af samkeppni, þá leggur maður harðar að sér,“ sagði Nía að lokum. JÚLÍUS G. INGASON julius@eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.