Fréttir - Eyjafréttir - 10.07.2013, Blaðsíða 15
Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júlí 2013 15
°
°
Þéttskipuð dagskrá um sögu mormóna :: Upphafið í Eyjum:
Um 200 fluttu frá Vest-
mannaeyjum til Utah
:: Mormónasafnið í Sagnheimum endurbætt
Laugardaginn 29. júní var þess
minnst með veglegri dagskrá að
160 ár voru liðin frá því Kirkja
Jesú Krists hinna síðari daga
heilögu eða Kirkja mormóna,
eins jafnan er sagt, var stofnuð á
Íslandi. Nánar tiltekið var kirkjan
stofnuð í Herjólfsdal í Vest -
mannaeyjum. Því var einkar vel
til fundið að hefja dagskrána í
Golfskálanum aðeins steinsnar
frá mormónaminnisvarðanum
og ljúka henni í Safnahúsinu
með því að opna nýja og endur-
bætta sýningu um sögu þeirra
mormóna er fluttust til Utah á
árunum 1855-1914. Samtals var
um að ræða 400 manns og af
þeim um helmingur héðan úr
Eyjum.
Fróðleg og skemmtileg
erindi
Dagskráin hófst með því að Kári
Bjarnason, forstöðumaður Bóka -
safns Vestmannaeyja, bauð við -
stadda velkomna. Hann kynnti
dagskrána framundan á meðan
viðstaddir fengu sér súpu, en rúm-
lega 100 manns frá meginlandinu
og Utah var komið hingað sérstak-
lega vegna dagsins. Að því loknu
bað hann Elliða Vignisson, bæj -
arstjóra, um að ávarpa samkomuna.
Elliði hélt skemmtilega tölu, það
var greinilegt að hann hafði kynnt
sér vel sögu mormónanna, enda
gríðarlega stór hluti af sögu Vest-
mannaeyinga.
Þá var röðin komin að dr. Fred
Woods, prófessor við BYU
háskólann í Utah. Fred kynnti
verkefnið sem hann og Kári eru
með, sem er rannsókn á afdrifum
allra þeirra 400 er fóru utan. Í erindi
Freds kom fram að hann og Kári
hafa heimsótt hundruð afkomenda,
en Kári fer að jafnaði tvisvar á ári
til Utah, og safnað saman ógrynn -
um heimilda sem vistuð verða á
Skjalasafninu hér og við háskólann
ytra. Sannarlega verðugt verkefni.
Kári kynnti síðan afkomanda eins
þeirra er ytra fóru, Richard L.
Marin, en Ingimundur Jónsson var
afi hans. Ingimundur þessi var frá
Krossi í Landsveit en kvæntist Hildi
Árnadóttur, föðursystur Árna sím -
ritara og eignuðust þau fjölda barna
í Utah. Það var áhugavert að hlýða
á erindi hans og greinilegt hversu
mikill áhugi er í Utah á rótunum.
Jarl hljóp í skarðið
Kári sagði að því miður hefði tón-
listarfólkið, sem ætlaði að spila á
dagskránni, ekki komist vegna
vélarbilunar á leiðinni og því hefði
hann ákveðið að gefa gestunum á
dagskránni sýnishorn af því hvernig
tónlistararfurinn hér hljómaði.
Hann bað síðan Jarl Sigurgeirsson
um að spila nokkur Eyjalög sem
Jarl gerði með þeim glæsibrag sem
allir þekkja. Guðrún Bjarkadóttir,
dóttir Katrínar Gunnarsdóttur,
barnabarns Árna Árnasonar símrit -
ara, flutti lokatöluna. Foreldrar hans
höfðu flutt utan, Árni Árnason eldri
og Jóhanna Lárusdóttir. Þau sneru
hins vegar við og komu alkomin
hingað laust fyrir aldamótin 1900.
Flutti Guðrún skörulegt erindi um
verkefni sem hún og Kári eru að
vinna að, en það snýst um að koma
kirkjubókum í gagnagrunn. Kom
vel fram í erindi hennar hversu
miklar upplýsingar þar er að finna
um einstaklingana sem hér lifðu,
þar á meðal mormónana er síðan
fluttust utan. Að loknum söng
Kirkjukórs mormóna, sem var með
í för, var haldið upp í rútu og farið í
Safnahúsið, eða nánar tiltekið
Byggðasafn, Sagnheima.
Endurbætt sýning
Þar flutti Kári stutta tölu og þakkaði
viðstöddum fyrir daginn, en bað
síðan Kim R. Wilson, stjórnarfor-
mann samtakanna Mormon Historic
Sites Foundation, um að klippa á
borða og opna hina nýju og endur-
bættu sýningu um sögu mormón -
anna í Utah. Fram kom í máli Kára
að Kim var lykilmaður í því að fjár-
magna verkefni þeirra Freds og það
var greinilegt í stuttri tölu sem Kim
hélt að hann var stoltur yfir því að
vera þátttakandi í verkefninu. Að
lokum flutti Rónald Guðnason,
forseti kirkjunnar, stutt blessunar -
orð.
Sannarlega skemmtilegur dagur
um merkilegan þátt í sögu Vest -
mannaeyja var að baki. Blaðamaður
skoðaði að því búnu hina endur-
bættu sýningu og varð stórhrifinn.
Ástæða er til að hvetja alla sem
unna sögu Vestmannaeyja að koma
á Byggðasafnið, Sagnheima og
njóta þessarar sýningar og annarra
sem hér hafa verið settar upp. Þær
sýna mikinn metnað.
Klippt á borðann í Sagnheimum, Helga Hallbergsdóttir forstöðumaður Sagnheima, Kári, Kim Wilson, Elliði
og Fred Woods.
Bekkurinn var þétt setinn í Golfskálanum þegar þess var minnst að 160 ár voru liðin frá því Kirkja Jesú
Krists hinna síðari daga heilögu eða Kirkja mormóna, eins jafnan er sagt, var stofnuð á Íslandi.
Miðvikudaginn 26. júní síðastliðinn
fórum við Líknarkonur og færðum
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
gjafabréf fyrir gjöfum sem við
höfum gefið Heilbrigðisstofnuninni
sl. ár.
Þar má nefna augn- og eyrna- og
augnskoðunarveggsett, Súrefnis-
mettunarmæli,hjartalínuritstæki,
ýmis skurðstofuáhöld, fjögur stál-
borð og eitt armborð á skiptistofu,
ljós á skiptistofu. Alls eru þetta
gjafir uppá 1.880.574.-kr.
Frá vinstri: Eydís Ósk Sig-
urðardóttir, hjúkrunarforstjóri,
Edda Ólafsdóttir, Margrét Grím-
laug Kristjánsdóttir, Ágústa
Hulda Árnadóttir, allar frá Líkn
og Gunnar Gunnarsson, forstjóri
Heilbrigðistofnunar.
Enn sami rausnar -
skapurinn hjá
Líknarkonum
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrettir. is