Fréttablaðið - 29.08.2019, Side 1

Fréttablaðið - 29.08.2019, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 0 0 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 Nærandi náttúra Græn svæði eru eins og bólusetning fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á heilsu. Elliðaárdalurinn og Heiðmörk eru lungu fólksins sem býr á höfuðborgarsvæðinu en mikilvægt er að hafa líka græn svæði í nærumhverfinu. Vanda þarf til verka við þéttingu byggðar. ➛ 10 55% minni hætta er á því að börn sem alast upp í grænu umhverfi þrói með sér ýmsar geðraskanir síðar á lífsleiðinni. Bændamarkaður um helgina ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... REYK JAVÍK Mismunandi skiln­ ingur er á milli skólastjórnenda og fjárveitingarvaldsins hjá Reykja­ víkurborg um hversu mikið fjár­ magn þarf til að reka grunnskóla í borginni. Lítið svigrúm er til hag­ ræðingar innan skólanna og því er helst lagt til að sameina skóla, er þá nefnt sérstaklega að loka Korpu­ skóla. Þetta kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar Reykja­ víkurborgar, IE, um rekstur grunn­ skóla sem lögð verður fram á fundi borgar ráðs í dag. Í skýrslunni er vikið að sérstöku Excel­vinnuskjali sem hefur verið notað í nær tuttugu ár til að úthluta fjármunum. Er talað um þetta skjal sem „plástrað“ og „úrelt“. „Aðstæður grunnskólanna eru mismunandi að mörgu leyti og það er tæpast hægt að ákvarða fjárhags­ ramma í Excel­skjali án þess að taka tillit til sérstakra aðstæðna,“ segir í skýrslunni. Aðeins einn starfs­ maður kann að vinna með skjalið, mun það hafa valdið vandræðum þegar viðkomandi hafi forfallast við úthlutun fjármuna.  – ab / sjá síðu 4 Einn kann á Excel-skjalið MARK AÐURINN Viðskiptabank­ arnir telja mikilvægt að fyrirhuguð lagasetning um stöðutöku kerfis­ lega mikilvægra banka nái einnig yfir Kviku banka. Kvika skeri sig úr hvað varðar umfang fjárfestingar­ bankastarfsemi og bankinn sé í mikilli sókn á innlánamarkaði. Þá sýni reynslan að gríðarlegt tjón geti hlotist af fjármálafyrirtækjum sem ekki teljast kerfislega mikilvæg eins og af Sparisjóðnum í Keflavík. „Það er óhætt að fullyrða að það sé háskaleikur að skapa slíkt ójafn­ vægi á innlendum fjármálamarkaði, skekkja samkeppnisstöðu og skapa um leið nýjan freistnivanda. Slíkt fyrirkomulag á sér enga fyrirmynd erlendis frá,“ segir í umsögn Arion banka um áformin en í þeim felast takmarkanir á stöðutöku bank­ anna. Kvika fellur ekki undir lögin. Íslandsbanki tekur í sama streng:. „Áformaðar takmarkanir myndu ekki taka til þess viðskiptabanka sem í dag höfðar sérstaklega til neyt­ enda með tilboðum um háa innláns­ vexti og er jafnframt sá banki sem hefur hlutfallslega umfangsmestu f járfestingarbankastarfsemina. Gæti falist í því dulin áhætta fyrir ríkissjóð?“ – þfh / sjá síðu 8 Háskaleikur að skapa nýjan freistnivanda Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 9 -7 D 9 4 2 3 A 9 -7 C 5 8 2 3 A 9 -7 B 1 C 2 3 A 9 -7 9 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.