Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 54
VIÐ FÆÐUMST OG
HVERFUM, ALLT
FJARAR ÚT, EYÐIST OG VERÐUR
AÐ ENGU, ALVEG EINS OG
MUNSTRIÐ. EN HVER HLEKKUR
ER MIKILVÆGUR.Það má segja að starf listamannsins sé eins og mantra því hann þarf alltaf að koma til-finningum og skynj-unum í eitthvert efni,“
segir Margrét þar sem hún er stödd
í Grafíksalnum. Á sýningunni For-
kostulegt og fagurt er hún með
blöndu af nýjum og eldri verkum.
„Ég byrjaði að vinna út frá frönsku
veggfóðri í upphafi þessarar aldar
þegar ég var á árs starfslaunum og
dvaldi aðallega á vinnustofum Cité
des Arts í París. Það þema fór að
ásækja mig þegar mér var sagt frá
formóður minni í hreinan kven-
legg og undirstrikar hvað DNA er
sterkt í kvenleggnum þrátt fyrir
marga ættliði. Svo var líka annað.
Ég sá lítið af málverkum á þessum
tíma en fannst hönnun og tækni
orðin áberandi í listinni á kostnað
frumaflsins. Listiðnaðarmaðurinn
var alltaf að fá hugmyndir frá lista-
manninum svo ég ákvað að snúa
því við og taka hugmyndir mínar
frá listiðnaðinum.“
Margir kringlóttir f letir mynda
eitt verkið á sýningunni í Grafík-
salnum. Það er úr endurunnum
pappír. „Tilveran virðist gerð í ein-
hvers konar kerfi. Þegar ég var að
setja þetta verk upp þá reyndi ég að
gera það án hugsunar en var í veru-
legum erfiðleikum því það mynd-
aðist alltaf munstur,“ lýsir Margrét.
Hún kveðst farin að nota vatnsliti á
pappír í meira mæli en áður. „Slík
verk eru auðveldari viðfangs en olía
á striga. Ég þarf ekki vinnustofu til
að gera þau, heldur get ég verið með
þau á borði eða gólfi og stundum á
vegg.“
Það listaverk sem myndar þunga-
miðju sýningarinnar er frá árunum
2008 og 9, málað með eggtemperu
sem Margrét bjó til. „Þá dvaldi ég
í Kjarvalsstofu í París, ég var þar
þegar hrunið varð, það var hræði-
legur tími, krónan einskis metin og
ekkert hægt að nota Visa eða milli-
færa,“ lýsir hún. Á öðrum vegg er
mynd, unnin með sömu aðferð, að
verða hrörnuninni að bráð, máln-
ingin er tekin að f lagna og agnir
að sáldrast niður á gólf. „Þetta á að
hrynja,“ segir Margrét og útskýrir
nánar. „Það er forgengileikinn sem
ég vinn með. Við fæðumst og hverf-
um, allt fjarar út, eyðist og verður
að engu, alveg eins og munstrið. En
hver hlekkur er mikilvægur, líka
saga og líf hvers einstaklings og slíkt
á ekki að lítilsvirða í krafti valds og
peninga.“
Forkostulegt og fagurt er önnur
einkasýning Margrétar á þessu ári
Vinnur með
forgengileikann
Forkostulegt og fagurt nefnist myndlistar-
sýning Margrétar Jónsdóttur listmálara
í Grafíksalnum við Tryggvagötu 17.
„Þegar ég var að setja þetta verk upp þá reyndi ég að gera það án hugsunar en lenti í verulegum erfiðleikum,“ segir Margrét. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Hér notar Margrét eggtemperu að fornum sið sem hún gerði sjálf.
Vatnslitir á
pappír. Eitthvað
sem létt er að
vinna með, að
sögn listakon-
unnar.
og hún stendur bara út þessa viku.
Auk þess tekur hún þátt í hinni
stóru samsýningu Umhverfing á
Snæfellsnesi.
Á fimmta tug einkasýninga á
Margrét að baki, enda hefur hún
starfað sem myndlistarmaður í
tæp 50 ár og stundað kennslu í 27
ár, bæði við framhaldsskóla, grunn-
skóla og myndlistarskóla. Einnig
unnið við grafíska hönnun, rekið
auglýsingastofu og gallerí. Verk
eftir hana eru í eigu helstu lista-
safna landsins.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Fimmtudagur
hvar@frettabladid.is
29. ÁGÚST 2019
Tónlist
Hvað? Þekktar aríur og íslensk ljóð
Hvenær? 12.00-12.30
Hvar? Fríkirkjan við Tjörnina
Flytjendur eru Marta Kristín
Friðriksdóttir sópran og Antonía
Hevesi píanóleikari. Aðgangseyrir
er 1.500 og ekki tekið við kortum.
Hvað? Sumarjazz
Hvenær? 17.00
Hvar? Salurinn, Kópavogi
Hot Eskimos flytur útsetningar á
íslenskri popp-, rokk- og paunk-
tónlist, auk erlendra laga og frum-
samins efnis. Karl Olgeirsson
píanóleikari, Jón Rafnsson kontra-
bassaleikari og Kristinn Snær
Agnarsson trommuleikari skipa
sveitina. Aðgangur er ókeypis og
opið á barnum.
Hvað? Systkinatónleikar
Hvenær? 20.30
Hvar? Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar, Laugarnestanga
Guðfinnur og Kristín Sveinsbörn
syngja saman sönglög Árna Thor-
steinssonar, þýsk söngljóð eftir
Loewe og Schubert og brot úr
óperum eftir Mozart og Bizet. Með
þeim leikur Elena Postumi á píanó.
Gestasöngvari er Marta Kristín
Friðriksdóttir, sópran.
Útgáfa
Hvað? Útgáfuhóf, upplestur og spjall
Hvenær? 18.00
Hvar? Tjarnarbarinn, Tjarnarbíói
Leikritið Bardagarassar eftir
spænsku leikskáldin Patrícia
Pardo og Guadalupe Sáez kemur
út á íslensku í dag, þýtt af Elíasi
Knerri og Guðrúnu H. Tulinius.
Fræðsla og göngur
Hvað? Dýfum okkur til Denver
Hvenær? 18.00-20.00
Hvar? Hönnunarsafn Íslands, Garða-
torgi, Garðabæ
Tristan Elizabeth Gribbin býður
gestum í dýfu til Denver. Einnig fá
þeir að prófa hugleiðslu í sýndar-
veruleika frumkvöðlafyrirtækisins
Flow og fá leiðsögn um sýninguna
Borgarlandslag með Paolo Gian-
francesco.
Hvað? Listaverkin kringum Tjörnina
Hvenær? 20.00
Hvar? Grófin, milli Tryggvagötu 15
og 17
Markús Þór Andrésson listfræð-
ingur leiðir göngu um listaverkin
við Tjörnina og í Hljómskálagarð-
inum. Ókeypis aðgangur og allir
velkomnir.
Hvað? Söguganga um miðbæ
Hafnarfjarðar
Hvenær? 20.00
Hvar? Pakkhús Byggðasafns Hafnar-
fjarðar, Vesturgötu 8
Björn Pétursson bæjarminjavörður
leiðir sögugöngu frá Pakkhúsinu
um gamla bæinn. Hún tekur um
klukkustund, þátttaka er ókeypis
og allir velkomnir.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
2 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
2
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
A
9
-A
A
0
4
2
3
A
9
-A
8
C
8
2
3
A
9
-A
7
8
C
2
3
A
9
-A
6
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K