Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 48
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Sigurgeirs Jónssonar framhaldsskólakennara. Guðrún S. Óskarsdóttir Óskar Sigurgeirsson Ragnheiður Þorkelsdóttir Arnar Jón Sigurgeirsson Helena Árnadóttir Harpa, Emma og Orri Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Skálum á Langanesi, lést fimmtudaginn 15. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts á Þórshöfn, fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Elísabet M. Jóhannsdóttir Páll Brynjarsson Sumarrós Kristín Jóhannsdóttir Guðmundur Jóhannsson Sigurrós Jónasdóttir Gunnar Hólm Jóhannsson Sigurborg Hulda Sigurðardóttir Söring barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, Erna Finnsdóttir lést í hjúkrunarheimilinu Sóltúni 23. ágúst. Útförin fer fram frá Áskirkju, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningar- og styrktarsjóð Sóltúns. Fyrir hönd aðstandenda, Hallgrímur Geirsson Aðalbjörg Jakobsdóttir Kristín Geirsdóttir Freyr Þórarinsson Finnur Geirsson Steinunn Kristín Þorvaldsdóttir Áslaug Geirsdóttir Ástkær stjúpsonur okkar, bróðir og stjúpbróðir, Eymundur Snatak Matthíasson Kjeld er látinn. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni kl. 15 þriðjudaginn 3. september. Þórir Matthíasson Kjeld Halldór Blöndal Marcella Iñiguez Pétur Blöndal Matthías Kjeld Ragnhildur Blöndal Alfred Jens Kjeld Stella Blöndal Alexandra Kjeld Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gylfi Þór Ólafsson Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 3. september kl. 13. Kristín Gestsdóttir Dóra Magda Gylfadóttir Steindór Einarsson Ólafur Þór Gylfason Guðmunda Sigurðardóttir Gestur Arnar Gylfason Siv Mari Sunde Svandís Gylfadóttir Friðrik P. Ragnarsson Guðjón Helgi Gylfason Anna Hulda Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Lilja Guðmundsdóttir Furugrund 38, lést í faðmi fjölskyldunnar 23. ágúst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þann 3. september klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknar- og vinafélagið Bergmál. Eggert Guðmundsson Kolbrún Dögg Eggertsdóttir Carmine Impagliazzo Sólrún Tinna Eggertsdóttir Mathias Warnecke Guðmundur Eggertsson Elín Mjöll Lárusdóttir Þuríður Elva Eggertsdóttir Michael Popovic og barnabörn. Stjúpmóðir okkar og frænka, Maj-Lis Tómasson María Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur, Víðimel 42, Reykjavík, lést föstudaginn 16. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 6. september klukkan 15. Ragnhildur Benediktsdóttir Þorgerður Benediktsdóttir Leena Täubler Elskulegur eiginmaður minn og vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ómar Kristvinsson, kjötiðnaðarmaður, Frostafold 141, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands föstudaginn 23. ágúst. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju, mánudaginn 2. september klukkan 13. Emma Þórunn Blomsterberg Þórdís María Blomsterberg Þorgeir Eyberg Heiðar Örn Ómarsson Sólveig S. Ólafsdóttir Anna Ósk Ómarsdóttir Gunnar Þór Birgisson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Gestsdóttir ljósmóðir, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans 25. ágúst. Útför hennar fer fram frá Neskirkju 2. september kl. 15.00. Marín Magnúsdóttir Knud Degn Karstensen Þorbjörg Magnúsdóttir Kristján Jónatansson Elín Magnúsdóttir Pálmi Guðmundsson Trausti Magnússon Guðný Anna Vilhelmsdóttir og allir yngri afkomendur, stórir og smáir. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ásgeir Guðnason rafeindavirkjameistari, Sléttuvegi 23, lést að heimili sínu miðvikudaginn 21. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sveinfríður Ragnarsdóttir Líba Ásgeirsdóttir Guðmundur Ásgeirsson Embla Dís Ásgeirsdóttir Kristín Guðjónsdóttir Hildur Guðjónsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Haukur á einum af gæðingunum, þessi heitir Dökkvi. Það er  svo ungleg rödd sem svarar í símann á Röðli að ég efast  í fyrstu  um að um réttan Hauk sé að ræða en þetta reynist vera bóndinn Haukur Pálsson  sem er níræður í dag. „Ég á nokkra afkomendur sem heita Haukur líka en ég er orginal- inn,“ segir hann hlæjandi. Hann kveðst yfirleitt hafa verið hraustur um dagana og því vel settur.  Haukur er ekkjumaður og býr einn en kveðst heimsækja dæturnar í bænum. „Þær eru tvær, ég á ekki f leiri börn, hvorki framtalin né óframtalin,“ tekur hann fram. Spurður hvort hann sjái um sig sjálfur svarar hann: „Já, svona gróft séð. Ég er kannski ekki nógu nákvæm- ur  með gluggatjöldin en þá hlaupa afkomendur undir bagga!“ Spurður út í búskapinn kemur í ljós að Haukur á nokkrar kindur og rúm- lega hundrað hross. „Ég  er í blóðtök- unni, tek blóð úr fylfullum hryssum sem fyrirtækið Ísteka framleiðir frjósemislyf úr fyrir svína- og nautgriparækt. Svolítil folaldasala er til útlanda líka, mest til Þýskalands.“  Bærinn Röðull er skammt frá Blöndu- ósi og Haukur kveðst eiga tvær aðrar jarðir í nágrenninu, svo hann hafi hross- in í heimahögum. „Ég nota ekkert afrétt- inn en ég rak þangað meðan ég var með mörg hross. Þegar mest var voru þau um þrjú hundruð.“ Hann kveðst dunda við að temja tryppi. „Ég á nú enga reiðhöll en það er gott pláss í fjárhúsunum til að bandvenja.“ Þegar hann var yngri kveðst hann hafa verið girðingaverktaki og líka ökukennari. Nú er hann nýkominn heim úr kaupstaðarferð til Sauðárkróks á bílnum sínum, Ford 350, með langan vagn aftan í. Inntur eftir þátttöku í  félagslífinu upplýsir Haukur að hann sé í tveimur veiðifélögum, Laxár á Ásum og Blöndu. „Svo fer ég í hestaferðir með dóttursyni mínum, Hauki Garðarssyni í Hvammi í Vatnsdal, hann rekur ferðaskrifstofuna Íslandshesta. Ég fór í sumar með honum suður Kjöl og til Þingvalla með trúss á rútubíl.“ Sjónin er fín, að sögn Hauks. „Ég á engin gleraugu ennþá, fæ mér þau þegar ég verð gamall. Les símaskrána gleraugnalaus en hún fer nú að fara úr gildi og það kemur engin ný!“ Haukur syngur ef hann fær tækifæri til þess að eigin sögn og það tækifæri ætti að skapast í dag, því eflaust verður fjör í afmælinu. „Það eru allir velkomnir hingað að Röðli frá hádegi og fram á næsta morgun. Dætur mínar og aðrir afkomendur sjá um þetta,“ segir Hauk- ur. „Ég geri ekki neitt, þó ég sé drjúgur með mig.“ gun@frettabladid.is Á engin gleraugu ennþá Aldurinn fer vel með Hún- vetninginn Hauk Pálsson, bónda á Röðli, sem heldur upp á níræðisafmælið í dag. 1910 Matthías Einarsson læknir framkvæmir fyrsta keisaraskurð á Íslandi, þar sem bæði móðir og barn lifa. 1943 Sundhöll Hafnarfjarðar er opnuð. 1944 Í Ísafjarðardjúpi veiðist 300 kílógramma túnfiskur. 1948 Baldur Möller verður skákmeistari Norðurlanda, fyrstur Íslendinga. 1971 Kirkjan á Breiðabólstað á Skógarströnd brennur til grunna vegna gastækja og á sama tíma kviknar í bíl sóknarprestsins. 1992 Kvikmyndin Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur er frumsýnd. Hún fjallar um strand franska rannsóknarskipsins Pourquoi pas? Merkisatburðir 2 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 9 -8 7 7 4 2 3 A 9 -8 6 3 8 2 3 A 9 -8 4 F C 2 3 A 9 -8 3 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.