Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 34
Við erum með nokkrar gerðir af tilbúnum bökkum. Vinsælastir eru snittu- bakkarnir, samlokubakkarnir og spjótbakkarnir en sætu bakkarnir og grænmetisbakkarnir hafa ekki síður slegið í gegn. Við getum einn- ig komið með hugmyndir að ann- ars konar bökkum ef óskað er eftir því. Það er bara um að gera að leita til okkar og við getum aðstoðað með ýmsum hætti,“ segir Jói Fel. Jói Fel býður upp á meira en veislubakka en veisluterturnar hans eru oftar en ekki mið- punkturinn á glæsilegu veislu- borði. „Veisluterturnar hjá okkur er hægt að fá í nokkrum útfærslum sem hægt er að skoða inni á vefnum hjá okkur. Vinsælasta tertan okkar er Englatertan. Hún er ekta súkkulaðiterta sem er sígilt hnossgæti. Einnig er vinsælt að velja girnilegar kökur á staðnum úr kökuborðinu okkar. Síðan má ekki gleyma steinbökuðu veislu- brauðunum okkar, þau eru frábær með alls konar ostum, pylsum og skinkum.“ Margir vilja bjóða upp á góða súpu eða salat sem þeir útbúa sjálfir. Jói segir að þá séu steinbök- uðu ítölsku brauðin hans punktur- inn yfir i-ið. „Þau eru matarmikil með stökkri skorpu og gleðja unga sem aldna.“ Einfaldar lífið Af nýjungum sem veisluþjónusta Jóa Fel býður upp á má nefna vegan snittur. „Það er alltaf að verða meiri og meiri eftirspurn eftir bökkum sem höfða til græn- keranna og í því samhengi má heldur ekki gleyma grænmetis- bakkanum okkar, hann er einstak- lega litríkur, ferskur og hollur,“ segir Jói. „Síðan erum við nýkomin með tvær stærðir af makkarónubökk- um, en makkarónur eru mjög fallegar og skrautlegar á veislu- borðinu.“ Jói segir að hægt sé að einfalda líf sitt mikið með því að bjóða upp á tilbúna veislubakka. „Það er minna stress, minni tími í innkaup og snúninga og þá verður einnig meiri tími til að njóta og slaka á,“ segir hann. Það þarf ekki að panta veislu- bakka með miklum fyrirvara. „Fyrir minni veislur eða fyrir fundarkaffið þá er gott að panta með dagsfyrirvara, en fyrir stærri veislur þá er best að hafa samband sem fyrst við okkur svo við getum aðstoðað við undirbúninginn. Það er ágætt að miða við 3 daga áður en veislan er haldin,“ segir Jói. Veisluþjónusta Jóa Fel leggur fyrst og fremst áherslu á að veita góða þjónustu og bjóða upp á góðar veitingar sem höfða til breiðs hóps viðskiptavina. „Veisluþjónustan hefur verið stór og mikilvægur hluti af rekstri fyrirtækisins frá upphafi. Það eru alltaf nýir straumar og stefnur í gangi sem gerir vinnuna í kringum veisluþjónustuna svo skemmti- lega og áhugaverða. Síðan má segja að viðskipavinirnir eru alltaf að verða meira meðvitaðir um gæði á matvælum og því skiptir miklu máli að vera með fjölbreytileika í vöruframboði. Við leggjum mikla áherslu á faglega þjónustu og mikil gæði sem skilar sér vonandi í ógleymanlegri veislu,“ segir Jói. Gómsætir veislubakkar og girnilegar kökur Veisluþjónusta Jóa Fel býður upp á mikið úrval af veislubökkum sem henta fyrir ýmis tækifæri, allt frá litlu og huggulegu saumaklúbbskvöldi yfir í fjölmennar stórveislur eða bara til að brjóta upp hversdaginn með óvæntri og skemmtilegri veislu fyrir sig og sína. Jói Fel býður upp á fjölbreytta veislubakka. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Girnilegur vegan Bakki frá Jóa Fel. Jói Fel er með nokkrar tegundir af pinnamat. Glæsilegur snittu- bakki sem hentar ýmsum tilefnum. Veisluþjónustan hefur verið stór og mikilvægur hluti af rekstri fyrirtækisins frá upphafi. Það eru alltaf nýir straumar og stefnur í gangi sem gerir vinnuna skemmtilega. 8 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RRÁÐSTEFNUR OG VEISLUÞJÓNUSTA 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 9 -8 C 6 4 2 3 A 9 -8 B 2 8 2 3 A 9 -8 9 E C 2 3 A 9 -8 8 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.