Fréttablaðið - 29.08.2019, Side 2
Veður
Norðaustan 8-13 um vestanvert
landið í dag, annars hægari. Skúrir
og hiti 4 til 12 stig, hlýjast sunnan-
lands. SJÁ SÍÐU 26
Mörg þúsund orð
Hefur þú prófað nýju
kjúklgasteikurnar?
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOLT
A
Myndir geta sagt meira en þúsund orð en þessi frá þinginu í gær er ígildi hundraðþúsundmilljónskrilljón orða og segir allt sem segja þarf
um þriðja orkupakkann. Svipurinn á Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Halldóru Mogensen og Jóni Steindóri Valdimarssyni lýsir undrun,
furðu og þau virðast ekki vita hvort þau eigi að hlæja eða gráta. Willum Þór Þórsson er svo greinilega bugaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
STJÓRNMÁL Davíð Oddsson, fyrr-
verandi forsætisráðherra, mun
halda erindi í Salnum í Kópavogi
föstudaginn 6. september næst-
komandi.
Um er að ræða ráðstefnu á vegum
Students for Liberty og American
Institute for Economic Research.
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er
Daniel J. Hannan, Evrópuþingmað-
ur Breta, en hann lék stórt hlutverk
í kosningabaráttunni um að koma
Bretum úr ESB.
Aðrir ræðumenn verða Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, prófessor
í stjórnmálafræði, og
Edward Stringham
hagfræðingur.
D av í ð h e f u r
l ít ið lát ið f a r a
fyrir sér í opinberri
stjórnmálaumræðu
í kjölfar forseta-
k o s n i n g a n n a
árið 2016, fyrir
utan regluleg
skrif í Morgun-
blaðið. – ab
Davíð í Salnum
STJÓRNSÝSLA Ráðgjafi um upplýs-
ingarétt almennings mun taka til
starfa 1. september næstkomandi.
Er þessi ráðstöfun í samræmi við
breytingar sem gerðar voru á upp-
lýsingalögum í júnímánuði síðast-
liðnum.
Oddur Þorri Viðarsson, lögfræð-
ingur á skrifstofu löggjafarmála í
forsætisráðuneytinu, mun sinna
starfinu en hann hefur jafnframt
verið ritari úrskurðarnefndar
um upplýsingamál. Við því starfi
tekur Ásthildur Valtýsdóttir lög-
fræðingur sem ráðin hefur verið til
ráðuneytisins.
Ráðg jaf i um upplýsingarétt
almennings mun hafa starfsað-
stöðu í forsætisráðuneytinu en
vera í ráðgjöf sinni óháður fyrir-
mælum frá ráðherra og öðrum.
Meðal verkefna ráðgjafans eru
leiðbeiningar til almennings,
félagasamtaka, fjölmiðla, lögaðila
og annarra sem leita eftir aðgangi
að gögnum.
Þá mun ráðgjafinn fylgjast með
upplýsingagjöf opinberra aðila
til almennings og gera tillögur til
úrbóta þar sem við á. Fram kemur í
tilkynningu frá forsætisráðuneyt-
inu að markmið aðgerðanna sé að
styrkja upplýsingarétt almenn-
ings og úrskurðarnefnd um upp-
lýsingamál. – sar
Ráðgjafi um
upplýsingarétt
tekur til starfa
Ráðgjafinn hefur aðsetur í forsætis-
ráðuneytinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
+PLÚS
VERSLUN Verslun Hagkaups hefur
til sölu drykk sem inniheldur allt að
fjögurra prósenta áfengismagn. Um
er að ræða nokkurs konar lífrænt te
sem gerjast ofan í flöskunni og getur
þannig hafa náð þessu áfengismagni
við sölu. Hagkaup hefur hins vegar
ekki vínveitingaleyfi og þar með
ekki leyfi til að selja drykki með svo
miklu áfengisinnihaldi.
Foreldrasamtökum gegn áfeng-
isauglýsingum bárust nokkrar
ábendingar vegna vörunnar þar
sem henni er stillt upp innan um
svokallaða heilsudrykki í Hagkaupi
í Garðabæ. Um er að ræða drykk
sem heitir GT’s Kombucha. Aftan
á f löskunni er þess getið að þetta
áfengismagn geti náðst í flöskunum.
Framan á f löskunum stendur að
einstaklingar þurfi að vera orðnir
21 árs til að kaupa drykkinn.
„Við í foreldrasamtökunum
fórum í Hagkaup í Garðabæ til að
sannreyna að þessi vara stæði öllum
til boða. Þarna fer að okkar mati
fram ólögleg sala áfengra drykkja
og því höfum til tilkynnt þetta til
lögreglu. Hagkaup hefur hvorki
vínveitingaleyfi né leyfi til sölu
áfengis,“ segir Árni Guðmundsson,
formaður samtakanna.
„Það skiptir miklu máli að menn
fari eftir lögum og reglum þegar
áfengir drykkir eru annars vegar.
Þarna getur hver sem er og börn þar
á meðal nálgast áfenga drykki. Því
viljum við að lögregla skoði málið
alvarlega,“ bætir Árni við.
Fréttablaðið hafði samband við
Hagkaup í Garðabæ þar sem stað-
fest var að þessi vara hefði verið
til sölu í versluninni. Hins vegar
hafði verslunin ekki vitneskju um
að þarna færi drykkur sem gæti
náð svo miklu áfengisinnihaldi.
Drykknum sé dreift í gegnum
Aðföng og því væri það fyrirtækis-
ins að svara fyrir drykkinn.
Hvorki náðist í forsvarsmenn
Aðfanga né í lögregluna á höfuð-
borgarsvæðinu sem hefur fengið
málið inn á sitt borð. Foreldrasam-
tök gegn áfengisauglýsingum hafa
ekki fengið svar frá lögreglunni um
hvort embættið ætli sér að skoða
málið og taka drykkinn úr sölu.
sveinn@frettabladid.is
Hagkaup sagt brjóta
áfengislög með tedrykk
Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum segja Hagkaup brjóta lög með sölu
á tedrykk sem getur náð fjögurra prósenta áfengisstyrk vegna gerjunar. Versl -
unin hefur ekki vínveitingaleyfi, frekar en aðrar matvöruverslanir hér á landi.
Auðveldlega gekk að kaupa drykkinn.
Hér sést að varan GT’s Synergy Energy Kombucha inniheldur alkóhól og að
einstaklingar þurfi að vera orðnir 21 árs til að kaupa vöruna.
Árni
Guðmundsson.
2 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
9
-8
2
8
4
2
3
A
9
-8
1
4
8
2
3
A
9
-8
0
0
C
2
3
A
9
-7
E
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K