Fréttablaðið - 29.08.2019, Side 18
Á undanförnum mánuðum hefur verulegt magn lamba-kjöts verið f lutt út, m.a. til
fjarlægra landa á borð við Japan og
Víetnam. Þessi útf lutningur varð
það mikill að skortur myndaðist
á innanlandsmarkaði, sérstak-
lega á lambahryggjum. Afurða-
stöðvar í landbúnaði sköpuðu
skortinn vísvitandi í þeim tilgangi
að geta hækkað verð á lambakjöti
til íslenskra neytenda. Plottið
gekk upp, verð frá afurðastöðvum
hækkaði um tugi prósenta og
íslenskir neytendur voru, eins og
fyrri daginn, þeir sem borguðu
brúsann. Forsvarsmenn afurða-
stöðvanna gerðu ekki minnstu
tilraun til að fela þessa stöðu og
greindu frá yfirvofandi skorti á
fundi með sauðfjárbændum síðast-
liðið vor, þegar fjórir mánuðir voru
þar til sláturtíð hæfist.
Þegar innlend framleiðsla getur
ekki annað eftirspurn, ber lögum
samkvæmt að heimila innf lutning
á viðkomandi vöru. Samtök versl-
unar og þjónustu sendu því erindi
til ráðgjafarnefndar um inn- og
útf lutning landbúnaðar vara í
júní sl., þar sem farið var fram á
að heimild yrði veitt til tollfrjáls
innf lutnings á lambahryggjum.
Eftir að hafa sinnt lögboðinni
rannsóknarskyldu sinni, ákvað
nefndin að leggja til við ráðherra
að innf lutningur, með lækkuðum
tollum, yrði heimilaður í einn
mánuð. Ekkert benti til annars
en að heimildin yrði veitt, enda
lögboðnar forsendur til staðar. Þá
gripu pólitískir hagsmunaaðilar í
taumana, landbúnaðarráðherra
lét undan og heimildin var ekki
veitt. Íslenskir neytendur sátu
eftir með sárt ennið, lambahryggir
voru f luttir inn á fullum tollum og
neytendur nutu þ.a.l. ekki þess
ábata sem að var stefnt. SVÞ hafa
þegar sent viðeigandi stofnunum
erindi vegna þeirra viðskiptahátta
sem afurðastöðvarnar sýndu af sér
í þessu máli.
Á Íslandi er nú framleitt um
30% meira af lambakjöti en þörf
er fyrir á innanlandsmarkaði, eða
um 3 þúsund tonn. Það magn er
allt f lutt út, á verði sem er langt
undir því sem innlendri verslun
stendur til boða. Kolefnisfótspor af
þeim útf lutningi hefur hins vegar
ekki verið kannað. SVÞ munu því
á næstunni senda erindi til um-
hverfis ráðherra þar sem óskað
verður eftir að kolefnisfótspor
útf lutnings á lambakjöti verði
kannað sérstaklega.
Það er nefnilega full ástæða til
að allur herkostnaður þess útf lutn-
ings sé uppi á borðinu. Skattgreið-
endur eiga heimtingu á því.
Lambakjötsútflutningur
og kolefnisfótspor
Lyf á Íslandi hafa lækkað að raunvirði um helming frá árinu 2003 og í dag er lyfjaverð
á Íslandi sambærilegt við það sem
gengur og gerist á hinum Norður-
löndunum þegar tekið er tillit til
þess að lyf eru í hæsta virðisauka-
skattsþrepi hér á landi. Þetta
kemur fram í nýútkominni skýrslu
Hagfræðistofnunar um lyfsölu á
Íslandi. Í sömu skýrslu kemur einn-
ig fram að kostnaður sjúklinganna
sjálfra vegna lyfjakaupa er hins
vegar hærri hér á landi og kemur
þar einkum tvennt til. Í fyrsta lagi
greiðir ríkið minna hlutfall í lyfja-
kostnaði en annars staðar og því
greiðir almenningur meira, sem
þýðir í raun að lækkunin sem orðið
hefur á lyfjaverði hefur skilað sér að
mestu til ríkisins en ekki til fólks-
ins í landinu. Í öðru lagi er notkun
samheitalyfja minni hér á landi en
á hinum Norðurlöndunum.
Hvað eru samheitalyf?
Þetta er spurning sem við starfsfólk
apótekanna fáum oft. Í stuttu máli
má segja að lyf samanstandi í grunn-
inn af tveimur þáttum; annars vegar
er um að ræða virka efnið sem á að
gera það sem leitað er eftir, og hins
vegar ýmiskonar hjálparefni. Sam-
Lækkum lyfjakostnað
og veljum samheitalyf
Ermarsundsgöngin sem tengja saman Frakkland og Bretland eru 25 ára. Hvað heyrði maður
ekki á Bretlandseyjum þegar vinna
við göngin hófst? Að óð dýr myndu
ryðjast inn í landið, sem og hryðju-
verkamenn, vínviðarmygla myndi
yfirtaka hinar dásamlegu vínekrur
Kents, og eins væri von á heilum
her franskra köngulóa. Óttinn náði
nær upp á hæstu svið konungs-
ríkisins þegar Margaret Thatcher
neitaði nokkurri hjálp hins opin-
bera. Shakespeare var kallaður til
hjálpar (Ríkharður II):
The other Eden, demi-paradise, /
This fortress built by Nature for
herself / Against infection and the
hand of war, / This happy breed of
men, this little world, / This prec-
ious stone set in the silver sea, /
Which serves it in the office of a
wall, / Or as a moat defensive to a
house, / Against the envy of less hap-
pier lands, / This blessed plot, this
earth, this realm, this (… Iceland?)
Svo ég haldi áfram tilvitnunum í
öðrum, ekki eins skáldlegum anda,
en mjög líklegum, ef ekki sönnum,
þá á breski verkamaðurinn sem
ruddi burt síðasta steininum sem
aðskildi Frakkland og Bretland
að hafa hrópað upp: „Hér er hvít-
laukslykt.“ Síðan þá hafa 430 millj-
ónir farþega farið um göngin, og 86
milljónir farartækja; að sjálfsögðu
hafa engar þessar heimsendaspár
ræst, ekki einu sinni hvítlauks-
lyktin. Boris Johnson hefur ekki
enn beðið um að göngunum verði
lokað.
Er þá Sigmundur Davíð orðinn að
Ríkharði II?
Ég læt Íslendingum eftir að
ákveða sjálfir hvort eyja þeirra er
Er Sigmundur Davíð
orðinn Shakespeare?
Þeir f lokkar sem standa að núverandi ríkisstjórn hafa lýst þeim einlæga ásetningi
sínum að selja þá tvo banka sem
nú eru í eigu ríkisins til einkaaðila.
Seint verður sagt að stjórnin gangi
í takt við þjóðina í þessu máli því
yfirgnæfandi meirihluti hennar
hefur lýst eindreginni andstöðu
við slíkan gerning í skoðanakönn-
unum. Sporin hræða á þeim bæ þótt
þau geri það ekki í stjórnarráðinu
eða á þingi. Ein aðalröksemd einka-
væðingarf lokkanna fyrir sölunni
er að það muni verða svo miklar
breytingar á bankastarfsemi á
næstu árum að eins gott sé að losna
við bankana sem fyrst meðan þeir
séu einhvers virði. Þegar hins vegar
er spurt hverjar þessar breytingar
séu vefst mönnum tunga um háls og
verður fátt um svör. Það næsta sem
ég hef komist við að fá svör við þess-
ari spurningu er að bráðum verði
hægt að framkvæma allar bankaað-
gerðir gegnum einhver snjalltæki
með öppum eða einhverju slíku.
Undirritaður man þá tíð að eitt
algengasta greiðsluform fólks í
almennum viðskiptum voru ávís-
anir. Allir gengu með ávísanahefti í
veskinu og skrifuðu ávísanir þegar
þeir keyptu í matinn. Síðustu helgi
í mánuði „gúmmuðu“ menn svo
grimmt innistæðulausum ávísun-
um á börum bæjarins í þeirri von að
þær færu ekki inn í bankann fyrr en
eftir mánaðamót. Ávísanirnar eru
nú því sem næst horfnar úr almenn-
um viðskiptum. Þar á undan þurftu
menn að fara í bankann og taka út
þá peninga hjá gjaldkera sem þeir
töldu að þeir þyrftu að nota á næst-
unni. Núna borga menn með appi í
símanum sínum.
Grunnstarfsemi bankanna gagn-
vart almenningi hefur hins vegar
ekkert breyst síðan þeir komu fram í
núverandi mynd á 14. og 15. öld, það
er að segja að taka við innlánum frá
fólki og lána þeim sem þurfa á lánum
að halda. Vandséð er að einhver öpp
muni breyta þeirri starfsemi frekar
en ávísanaheftin hér áður fyrr en
kannski geta stjórnmálamennirnir
upplýst okkur um það.
Það má vissulega færa rök fyrir
því að óþarfi sé að ríkið eigi tvo
banka en það væri full ástæða til að
ríkið ætti og ræki einn banka sem
gegndi nákvæmlega því hlutverki
sem lýst var hér að framan, tæki
við innlánum launafólks og lánaði
fé ef viðskiptavinirnir þyrftu að
endurnýja eldhúsinnréttinguna,
bílinn eða stækka við sig íbúðina.
Bankinn gæti líka sinnt litlum og
meðalstórum fyrirtækjum. Þessi
banki hefði einnig þann stóra kost
að innlán væru ríkistryggð upp að
vissu marki þannig að lítil hætta
væri á að þau Jón og Gunna sem
eiga aura í bankanum töpuðu þeim
í einhverjum hamförum á fjár-
málamörkuðum. Aðrar fjármála-
stofnanir mættu svo gjarnan vera í
einkaeign og þar gætu banksterar,
hrunkvöðlar, útrásarvíkingar og
annar óþjóðalýður látið öllum
illum látum án þess að það kæmi
við okkur hin. Ríkisbankinn yrði
hins vegar íhaldsöm og varkár fjár-
málastofnun sem hefði meiri áhuga
á Jónu Jóns en Dow Jones.
Ég þykist þess fullviss að þessar
hugmyndir muni falla í grýttan
jarðveg hjá einkavæðingarf lokk-
unum í stjórn og stjórnarandstöðu
og því er rétt að spyrja forystumenn
ASÍ, Eflingar, VR og BSRB: „Er ekki
kominn tími til að endurreisa Spari-
sjóð alþýðu?“
Hvert á að stefna í bankamálum?
Andrés
Magnússon
framkvæmda-
stjóri Samtaka
verslunar og
þjónustu
Michel Sallé
doktor frá
Sorbonne-
háskóla í
stjórnmála-
fræðum
Guðmundur J.
Guðmundsson
kennari
Jónas Þ.
Birgisson
lyfjafræðingur
Aðalsteinn
Jens Loftsson
lyfjafræðingur
heitalyf inniheldur því þetta sama
virka efni en hjálparefnin eru hins
vegar önnur. Fyrir flesta skipta þessi
hjálparefni ekki máli en í sumum
tilfellum geta þau vissulega skipt
sköpum. Við hjá Lyfju mælum með
því að prófa samheitalyf sé það í
boði og spara þannig verðmismun-
inn. Ef í ljós kemur að einstaklingur
getur af einhverjum orsökum ekki
notað ódýrari samheitalyf, getur
læknir viðkomandi sótt um aukna
greiðslu til Sjúkratrygginga þannig
að ekki falli aukinn kostnaður á við-
komandi.
„En læknirinn skrifaði upp á
þetta lyf“
Við sem störfum í apótekum heyr-
um oft að læknir hafi skrifað upp á
visst lyf og þá er spurt hvers vegna
hann hafi þá ekki skrifað upp á
ódýrara samheitalyfið sem verið
er að bjóða í staðinn. Læknar geta
átt erfitt með að fylgjast með öllum
þeim nýjum lyfjum sem koma
á markaðinn en lyfjafræðingar
apótekanna hafa hins vegar betri
yfirsýn. Það er því hlutverk okkar
lyfjafræðinganna í apótekunum að
benda fólki á samheitalyfin. Hægt
er að spara tugi þúsunda króna á
ársgrundvelli með notkun og kaup-
um á ódýrara samheitalyfi. Algengt
er að sparnaðurinn telji um 1.000
til 2.000 krónur á hverjum þriggja
mánaða skammti sé ódýrara lyfið
valið. Taki einstaklingur því fjögur
mismunandi lyf að staðaldri, er
hægt að spara um 16 til 32 þúsund
krónur í lyfjakostnað á ári hverju.
Lyfja skorar á stjórnvöld að láta
einstaklinga njóta verðlækkunar
lyfja á síðustu árum með því að
hækka greitt hlutfall ríkisins í
heildarkostnaði lyfjanna. Við hjá
Lyfju ætlum hins vegar að setja
okkur það markmið að auka hlut-
fall ódýrari samheitalyfja með betri
fræðslu til þeirra sem þurfa á lyfjum
að halda.
Höfundar eru lyfjafræðingar og
starfa sem lyfsalar í Lyfju á Granda
og Lyfju á Ísafirði.
Er ekki kominn tími til að
endurreisa Sparisjóð al-
þýðu?
„gimsteinn skorðaður í silfursjó“, og
hvort þeir líti allir á sig sem „þetta
heppna kyn“, beina af komendur
þeirra víkinga sem náttúran valdi
til að komast til eyjunnar, koma sér
þar fyrir og lifa af. En aðalspurn-
ingin er um víggirðingar og varnar-
skurði, og því miður er hún spurð
með afskræmdum hætti: „Eigum
við að gefa frá okkur þessar víggirð-
ingar og varnarskurði til að þóknast
evrópskum skrifstofublókum sem
vinna í Ljubljana, aðsetri ACER?“
Eins og andrúmsloft er í dag þarf
mikið hugrekki til að svara játandi.
Þó varð ég hissa þegar ég var nú
nýlega á Íslandi hve erfitt var fyrir
þá neikvæðu að finna sterk rök
fyrir afstöðu sinni. Þau voru oftast
svipuð þeim sem heyrðust í Bret-
landi fyrir 25 árum.
Það er alger synd að mál þetta
skuli vera svona afskræmt af
skammarræðum Sigmundar Dav-
íðs og vina hans. Það er augljóst að
hans eini tilgangur er að hefna sín á
brottrekstri úr Framsóknarflokkn-
um eftir birtingu Panamaskjalanna.
Því þessi spurning er mikilvæg og
svar við henni þarf að vera laust
við ástæðulausa tortryggni eða
falsanir. Hér má til dæmis geta þess
að franska rafmagninu er stjórnað
í París en ekki í Ljubljana, franska
ríkisstjórnin er með í ráðum hvað
varðar verð, og rafmagnsfyrirtækin,
hvort sem þau eru ríkisfyrirtæki
eða einkafyrirtæki, ákveða sjálf
það magn sem flutt er út eða inn á
hverjum tíma, af því að það er erfitt
að geyma rafmagn.
Eyjan telur nú 360 þúsund íbúa,
f lesta þeirra borgarbúa, með rétt-
mætu stolti af því sem náðst hefur,
fjárhagslega og félagslega. Hún á fátt
sameiginlegt með því sem var fyrir
einni öld. Hún er nú á straumamót-
um: Á hún að dragast saman, ein úti
á hafi, eða berast með þeim straum-
um, ekki bara efnahagslegum held-
ur líka félagslegum, sem hún hefur
þegar haft mikinn hagnað af? Allt
val felur í sér að einhverju verður
að afsala. Er nær að afsala þér Evr-
ópska efnahagssvæðinu frekar en
víggirðingum og varnarskurðum?
Hrunið mikla 2008 sýndi hve þessi
vörn var mikil sjónblekking. Tekur
því að bíða eftir næsta hruni til að
fá staðfestingu á því?
2 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
9
-8
C
6
4
2
3
A
9
-8
B
2
8
2
3
A
9
-8
9
E
C
2
3
A
9
-8
8
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K