Fréttablaðið - 29.08.2019, Page 22

Fréttablaðið - 29.08.2019, Page 22
Við skvísurnar í ZikZak tökum svo sannarlega vel á móti haustinu,“ segir Sigrún Waage, verslunarstjóri ZikZak í Kringlunni. Hún segir úrvalið í haust einstaklega veg- legt. „Við fengum alveg ótrúlega mikið af fallegum haustfatnaði nú á dögunum,“ segir Sigrún, full eftirvæntingar. „Verslunina prýða nú einstaklega fallegar haust- vörur í fallegum haustlitum og mynstrum,“ segir hún. Hún segir vörurnar henta konum af öllum gerðum, á öllum aldri og fyrir ólík tilefni. „Verslunin býður upp á fjölbreyttan hversdags- og spari- fatnað fyrir konur á öllum aldri í öllum stærðum eða stærðunum 36-56,“ segir Sigrún. Vandaðar og fallegar vörur á viðráðanlegu verði Eitt af því sem ZikZak hefur alla tíð lagt áherslu á er að bjóða upp á vandaðan fatnað á viðráðanlegu verði. „Við höfum alltaf haft það að leiðarljósi að bjóða fallegan fatnað á góðu verði,“ segir Sigrún. Þá sé líka mikið lagt upp úr af burða- þjónustu og hefur verslunin hlotið viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Hún segir að vöruframboðið verði stöðugt fram að jólum og að viðskiptavinir geti þannig treyst því að hafa úr nógu að velja, óháð því hvenær þeir komist. „Það er engin þörf á því að örvænta fyrir konur sem hafa ekki tök á að koma til okkar strax, við verðum með nýjar vörur viku- lega fram að jólum, þannig að það ætti alltaf að vera eitthvað nýtt og ferskt hjá okkur hverju sinni,“ segir Sigrún. Þá geti viðskiptavinir alltaf nýtt sér vefverslunina. „Einnig bendum við á heimasíðuna okkar þar sem viðskiptavinurinn getur keypt hvar og hvenær sem er allar okkar vörur,“ segir hún. Huggulegheit og haust­ fagnaður fram undan Með haustinu breytist gjarnan eftirspurnin en á þessum tíma árs leita viðskiptavinir gjarnan í huggulegheit og þægindi. „Það vinsælasta hjá okkur um þessar mundir eru spari-kósíbuxurnar sem við erum með og heita Silla pants, en þær eru nú fáan- legar í tveimur litum, dökkbláu og svörtu,“ segir Sigrún. Gaman er að geta þess að buxurnar eru nefndar í höfuðið á Sigrúnu, sem er kölluð Silla, þar sem þetta eru uppáhalds- buxurnar hennar. Þá er mikið úrval af fjöl- breyttum vörum sem endurspegla þennan árstíma. „Haustvörurnar hjá okkur einkennast mikið af skokkum, kjólum og túnikum í fallegum mynstrum, einnig er frá- bært úrval af buxum, kósíbuxum og pleðurbuxum, Elsu buxur eru með teygju í strenginn og síðast en ekki síst eru vinsælu shape-bux- urnar okkar sem móta mitti, rass, læri og eru með góðum stuðningi,“ segir Sigrún. Næst á dagskrá er því bara að taka fagnandi á móti skammdeg- inu og bjóða viðskiptavinum upp á spennandi tilboð. „Næstu daga ætlum við að fagna haustinu og vera með fullt af frá- bærum hausttilboðum í versl- unum okkar,“ segir Sigrún. „Haust- dagarnir byrja í dag og standa fram á sunnudag, það verður brjáluð stemming hjá okkur og við hvetjum konur til að kíkja til okkar og skoða flottan fatnað og fagna haustinu með okkur,“ segir hún. Vefverslun og póstlisti Vefverslun ZikZak er bæði notendavæn og skilvirk. „Við afgreiðum pantanir samdægurs eða strax næsta dag,“ segir Sig- rún. Hún segir að það sé lygilegt hversu mikið viðskipti á netinu Næstu daga ætlum við að fagna haust- inu og vera með fullt af frábærum hausttil- boðum í verslunum okkar. Framhald af forsíðu ➛ Berglind Ásgeirsdóttir, annar eigandi ZikZak, og Sigrún Waage verslunarstjóri eru spenntar fyrir haustinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sillubuxurnar eru sívinsælar og eru fáanlegar í svörtu og bláu. Mikið úrval er af fallegum kjólum. Þessi kjóll var áður á 5.990 kr. og er nú á 2.990 á tilboði. ZikZak tískuhús er í Kringlunni og er verslunin full af nýjum vörum fyrir haustið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI hafi aukist á skömmum tíma. Það er ótrúlegt hvað verslun á netinu hefur verið ört vaxandi, og nú á síðustu mánuðum hefur orðið algjör sprenging,“ segir hún. Sigrún telur að viðskiptavinir séu orðnir öruggari að versla á þennan máta. „Svo virðist sem viðskiptavinurinn sé farinn að þekkja og treysta pöntunarferl- inu,“ segir hún. Þá býður verslunin viðskipta- vinum núna upp á að skrá sig á póstlista. „Póstlistinn er einn- ig nýr af nálinni hjá okkur og getur fólk skráð sig á póstlistann hjá okkur á heimasíðunni og á Facebook-síðunni okkar undir „Tískuhús ZikZak“, en þar munum við tilkynna tilboð, afslætti, viðburði sem verða hjá okkur og þegar það kemur ný sending,“ segir Sigrún. Sjá nánar á zikzakverslun.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 9 -B 3 E 4 2 3 A 9 -B 2 A 8 2 3 A 9 -B 1 6 C 2 3 A 9 -B 0 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.