Fréttablaðið - 29.08.2019, Síða 31
Íris Tara Sturludóttir, ráðstefnustjóri hjá Grand Hótel Reykjavík, segir að það skipti í raun
ekki máli hvernig viðburð verið er
að halda. Hótelið bjóði upp á fjöl
breytta aðstöðu. „Við erum með 14
fundarsali og opin rými í húsinu
og hér er hægt að halda allt frá
tveggja manna fundum upp í 500
manna ráðstefnu,“ segir hún.
Það er vinsælt að halda árshátíð
ir og brúðkaup á hótelinu og Íris
segir að þau bjóði upp á sali fyrir
litlar veislur jafnt sem stórar. „Við
erum með sali á 13. hæð hótelsins
sem henta vel fyrir minni veislur
eins og litlar brúðkaupsveislur eða
kvöldverði. Þar er f lott útsýni og
gott aðgengi út á svalir,“ segir Íris.
Persónuleg þjónusta
Hjá Grand Hótel Reykjavík er
boðið upp á fagmannlega ráðgjöf
varðandi veisluhöld. „Við bjóðum
fólki að koma og skoða aðstöðuna
og finnum rétt rými fyrir hvern
viðburð fyrir sig,“ segir Íris.
Alltaf er lögð áhersla á að koma
til móts við óskir viðskipta
vinarins. „Brúðhjón hafa oftast
fyrir fram ákveðnar hugmyndir
um hvernig dagurinn á að vera og
við lögum okkur að því. Þegar fólk
hefur ákveðið að halda veisluna á
Grand Hótel þá bjóðum við upp
á bæði matarsmakk og tertu
smökkun. Við veitum persónulega
þjónustu og fylgjum brúðhjón
unum alveg að sjálfum deginum
í öllum undirbúningi. Það sama
gildir fyrir árshátíðir.“
Íris segir vinsælt hjá brúðkaups
gestum og árshátíðargestum, sem
vilja gera vel við sig, að gista líka
á hótelinu. „Mörg fyrirtæki bóka
herbergi fyrir árshátíðargesti, en
fólk sem fer á jólahlaðborð eða
villibráðarhlaðborð tekur líka oft
gistingu með.“
Svansvottað hótel
Grand Hótel Reykjavík leggur
mikla áherslu á að vera umhverfis
vænt hótel. Hótelið er með svans
vottun, sem er vottun norræna
umhverfismerkisins samkvæmt
viðmiðunarreglum fyrir hótel.
„Allur úrgangur frá okkur
er f lokkaður í 26 mismunandi
flokka. Við erum með mjög skýra
umhverfisstefnu og hugsum mikið
út í matarsóun. Við notum ekkert
einnota hér á hótelinu eins og
plastflöskur eða annað slíkt,“ segir
Íris.
Aðgengi að húsinu er einnig
mjög gott. Það eru næg ókeypis
bílastæði við hótelið og gott
aðgengi fyrir hjólastóla í nánast
öllum sölum hússins.
Villibráðarhlaðborð
Úlfar Finnbjörnsson, yfirmat
reiðslumeistari á Grand Hótel
Reykjavík, hefur séð um villi
bráðarhlaðborð á hótelinu undan
farin 10 ár en hlaðborðið nýtur
mikilla vinsælda og allt er lagt í að
hafa það sem glæsilegast. Úlfar er
margverðlaunaður og hefur gefið
út fjölda bóka. Hann gengur undir
ýmsum nöfnum svo sem „stjörnu
kokkurinn“ og „villti kokkurinn“.
„Villibráðarhlaðborðið á Grand
Hótel Reykjavík fer fram 26. októ
ber og 1. og 2. nóvember að þessu
sinni. Einnig verðum við með villi
bráðarhlaðborð í svipuðum dúr
á Fosshótel Húsavík og Fosshótel
Vatnajökli sem er staðsett rétt fyrir
utan Höfn í Hornafirði. Þannig að
Norðlendingar og Austfirðingar
geta líka fengið að njóta þess í ár,“
segir hann.
Úlfar segir að hann sé yfirleitt
með um 60 rétti í heildina á villi
bráðarhlaðborðinu, en hann hefur
meðal annars hlotið Gourmand
verðlaunin fyrir bestu villibráðar
bók í heimi.
„Við erum alltaf með klassíska
rétti eins og paté, terrine og mús,“
segir Úlfar. „Ég kem svo alltaf með
slatta af nýjum réttum á hverju ári
til að hafa þetta fjölbreytt.“
Á villibráðarhlaðborðinu er
boðið upp á alla villibráð sem má
veiða á Íslandi en Úlfar segir að í ár
ætli hann líka að bjóða upp á nor
ræna villibráð, elg til dæmis.
Öllu tjaldað til
„Annars notum við sem mest
úr nærumhverfinu, við notum
íslensk ber og jurtir og reynum að
vera eins íslensk og við getum fyrir
utan þessa örfáu útlendinga sem fá
að vera með í leiknum,“ segir Úlfar.
„Við gerum alltaf mikið úr
þessu. Maturinn er borinn fram
á íslensku birki og grjóti og við
skreytum með náttúrusteinum og
trjám og ýmsu öðru úr náttúrunni.
Hlaðborðið án matar vegur fleiri
hundruð kíló. Skreytingin á sjálfu
hlaðborðinu er þriggja til fjögurra
metra há og þar er öllu tjaldað til.
Við erum með alls konar upp
stoppuð dýr héðan og þaðan. Þetta
verður eins og veiðiskáli. Svo er
lifandi tónlist og veislustjórar svo
það verður mikið fjör.“
Jólahlaðborðið verður á sínum
stað fyrir jólin og Úlfar segir að þar
verði boðið upp á allt þetta klass
íska ásamt einhverjum tegundum
af villibráð. „Við verðum með fullt
af léttum réttum líka innan um
hefðbundna þunga jólarétti. Við
erum til dæmis að leika okkur
að gera svolítið öðruvísi rétti úr
hangikjöti.“
Bílastæði og börger
Grand Brasserie á Grand Hótel
Reykjavík var nýlega endurgert.
Þar er boðið upp á léttan og fljót
legan mat úr úrvals hráefnum. „Við
höfum talað um að við bjóðum
upp á bílastæði og börger,“ segir
Úlfar. „Hér er alltaf nóg af stæðum
og þú getur lagt hér fyrir utan í
hádeginu og verið kominn með
hamborgara, létta steik eða aðra
létta máltíð eftir 1015 mínútur.“
Bakaríið í húsinu bakar nánast
allt á staðnum og allt er unnið frá
grunni. „Ég held það sé óhætt að
segja að 98% af því sem bakaríið
ber fram sé búið til á staðnum. Við
kaupum ekkert tilbúið og setjum
þar af leiðandi ekki nein aukaefni í
eitt eða neitt,“ segir Úlfar.
Mikill metnaður er lagður í allt
sem bakað er í bakaríinu allt frá
rúnstykkjum upp í súrdeigs og
steinbökuð brauð.
Glæsileg aðstaða
og úrvals þjónusta
Grand Hótel Reykjavík er með frábæra aðstöðu fyrir alla
viðburði, bæði ráðstefnur, fundi, brúðkaup, árshátíðir og
stórafmæli. Þar er fyrsta flokks veitingastaður, veislu-
þjónusta og handverksbakarí. Villibráðar- og jólahlað-
borð hótelsins eru orðin árleg hefð hjá fjölda fólks.
Forrýmið í
salnum Háteig
er smekklega
innréttað.
Úlfar Finnbjörnsson, kokkur á Grand Hótel, er snillingur í að galdra fram
glæsilegar veislur þar sem öllu er tjaldað til. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Íris segir hótelið bjóða upp á sali fyrir alls kyns viðburði. Allt frá tveggja
manna fundum upp í 500 manna ráðstefnur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Úr salnum Háteig er gott útsýni yfir Reykjavík.
Grand Brasserie er nýuppgert og býður upp á úrval ljúffengra rétta.
Við bjóðum upp á
sali fyrir litlar
veislur jafnt sem stórar.
Við erum með sali á 13.
hæð hússins sem henta
vel fyrir minni veislur.
Þar er flott útsýni og gott
aðgengi út á svalir.
KYNNINGARBLAÐ 5 F I M MT U DAG U R 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 RÁÐSTEFNUR OG VEISLUÞJÓNUSTA
2
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
A
9
-8
C
6
4
2
3
A
9
-8
B
2
8
2
3
A
9
-8
9
E
C
2
3
A
9
-8
8
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K