Fréttablaðið - 29.08.2019, Side 36
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Stefanía hefur haft mikinn áhuga á blómum og skreytingum frá því hún
var lítil stúlka. Þá rak móðir
hennar blómabúð í Mosfellsbæ
og Stefanía var daglegur gestur
þar og hjálpaði til. „Ætli áhuginn
hafi ekki vaknað á þessum tíma,“
segir hún. „Móðir mín var talsvert
í skreytingum og faðir minn hefur
mikinn áhuga á blómum. Hann
hefur reyndar hjálpað mér mikið
með skreytingar, bæði hrært
steypu, smíðað og lagfært. Ætli
þetta sé ekki í genunum,“ segir
hún. „Á tímabili velti ég því fyrir
mér að fara í Garðyrkjuskólann
og læra blómaskreytingar en svo
ákvað ég að hafa þetta frekar sem
áhugamál en starf. Ég hef gaman
af því að gúgla allt mögulegt sem
tengist skreytingum og fæ oft
góðar hugmyndir með því. Það
hafa margir spurt mig af hverju
ég sé ekki að vinna í blómabúð og
við skreytingar,“ segir hún. „Mér
finnst þetta rosalega skemmtileg
vinna og vil alls ekki fá leiða á
henni. Betra að hafa þetta á kant
inum,“ bætir hún við.
„Ég hef bara fyrst og fremst
verið að skreyta fyrir vini og ætt
ingja og haft mjög gaman af þessu.
Fyrir nokkrum árum starfaði ég
hjá Skeljungi og þá var ég fengin
til að skreyta sal fyrir árshátíð
starfsmanna sem var haldin í
Broadway. Ég skreytti aftur ári
síðar fyrir Skeljung. Upp frá því
fékk ég nokkrar beiðnir frá félög
um sem höfðu séð skreytingar
eftir mig. Meðal annars breytti ég
einu sinni bílageymslu í partísal.
Ég fékk sömuleiðis mjög skemmti
legt verkefni, að skreyta hlöðu í
Ísafjarðardjúpi fyrir sveitabrúð
kaup.“
Stefanía segir að hún noti mikið
ljósaseríur til að skreyta með.
Oft setur hún þær þétt í loftið á
salnum ef sá möguleiki er fyrir
hendi. „Þetta getur verið tals
vert föndur og vinna svo maður
þarf að hafa tímann fyrir sér og
gott að byrjað tímanlega fyrir
veisluna. Ég tíni jurtir, mála steina
og breyti jafnvel gömlum hlutum
í kertastjaka. Maður þarf að nota
hugmyndaf lugið og það er gott
ef hægt er að endurnýta hluti og
halda kostnaði í lágmarki. Það er
líka vel hægt að leika sér í borð
skreytingum,“ segir hún.
Glæsileikinn allsráðandi í veislunni
Stefanía Helga Kjartansdóttir hefur mikla ástríðu fyrir því að skreyta veislusali. Hún hefur skreytt
alls kyns sali fyrir brúðkaup, afmæli og árshátíðir. Stefanía sækir innblástur í íslenska náttúru.
Ástríða Stefaníu er að skreyta sali enda hefur hún gaman af föndri og skreytingavinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Fallegur salur sem Stefanía skreytti fyrir brúðkaup náins ættingja.Sveitabrúðkaup. Stefanía skreytti hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir vini sína.
„Mér finnst gaman að vinna út
frá þema. Ég spyr fólk yfirleitt um
uppáhaldslit en það er ekki alltaf
sem hann er til staðar. Þá reyni
ég að finna hann út eða hef þetta
svolítið rústik eða gróft og róman
tískt. Ég nota mikið jurt sem
nefnist fjalldrapi og er af birki
ætt. Einnig nota ég lyng og aðrar
fallegar jurtir. Með þessu nota ég
striga og blúndu sem gefur róman
tískt yfirbragð. Ég hef búið til
servíettuhringi úr fjalldrapa enda
eru greinarnar mjúkar og auðvelt
að sveigja þær. Ég hef sömuleiðis
sagað niður tré sem átti hvort
eð var að farga og útbúið ljós úr
þeim. Það er hægt að nota svo
ótrúlega margt í skreytingar,
alltaf hægt að mála, spreyja og
lita,“ segir Stefanía Helga.
Á tímabili velti ég
því fyrir mér að
fara í Garðyrkjuskólann
og læra blómaskreyt
ingar en svo ákvað ég að
hafa þetta frekar sem
áhugamál en starf.
Stefanía notar
gjarnan jurtir
úr náttúrunni
til að skreyta
veislusali en
brúðkaups-
vendirnir eru
gerðir úr lifandi
blómum.
10 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RRÁÐSTEFNUR OG VEISLUÞJÓNUSTA
2
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
A
9
-A
0
2
4
2
3
A
9
-9
E
E
8
2
3
A
9
-9
D
A
C
2
3
A
9
-9
C
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K