Fréttablaðið - 29.08.2019, Side 40

Fréttablaðið - 29.08.2019, Side 40
Nú í sumar ríkti einstaklega mikil litagleði í tískunni þar sem tískudrósirnar hikuðu ekki við að blanda saman skærum og skemmtilegum litum. Það fer senn að hausta og er það oftast lenskan að færa sig í yfir í dekkri og meiri jarðliti þegar myrkva tekur, sem getur líka verið einstaklega fallegt. Margar eru eflaust farnar að hlakka til að klæðast notalegum úlpum og þykkum og hlýjum kápum. Hér eru nokkur dæmi um fallegar og öðruvísi yfirhafnir sem vonandi geta orðið lesendum inn- blástur fyrir komandi mánuði. steingerdur@frettabladid.is Yfirhafnirnar sem þú þarft fyrir haustið Hermannajakkinn er alltaf klassískur yfir hversdagsfötin en það er einnig mjög flott að blanda honum við spariföt. NORDICPHOTOS/GETTY Regnkápur eru fullkomnar í haust þegar það er ekki nógu kalt fyrir úlpuna. Nú gengur sept- ember senn í garð og það þýðir að tími er kominn til að draga fram haustyfirhafn- irnar lengst innan úr skápnum eftir sólríkt sumar. Það er þó óþarfi að festa sig í þessum svokölluðu haust- litum og um að gera að leyfa lita- gleðinni sem ríkti í sumartískunni að lifa örlítið lengur, þrátt fyrir rigningu og rok. Klassísk „trench coat“ virkar alla daga ársins og við nánast allt, haust sem vor, vetur eða sumar. Algjör skyldu- eign, sérstaklega núna í haust. Gervi- pelsar eru fullkomnir og hlýir fyrir haustið, ekki skemmir fyrir ef þeir eru í einhverjum skemmti- legum lit. Mjög flottir við hversdagsfötin til að krydda aðeins upp á útlitið. Hlýjar og notalegar dúnúlpur eru alltaf flottar. Nú er sérstaklega í tísku að hafa þær í stærri kantinum. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 9 -C 7 A 4 2 3 A 9 -C 6 6 8 2 3 A 9 -C 5 2 C 2 3 A 9 -C 3 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.