Fréttablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 52
BÍLAR
Svo hröð er þróun rafmagns- og
tengiltvinnbíla sem að hluta eru
drifnir áfram af rafmagni að búist
er við því að bílkaupendur geti
valið á milli 214 gerða slíkra bíla
árið 2021. Það er 60% meira úrval
en við lok síðasta árs. Þessar tölur
koma frá European Federation for
Transport and Environment og
eru byggðar á rannsóknum frá IHS
Markit. Ef þessi könnun er nærri
lagi getur fólk í bílahugleiðingum
valið á milli 92 hreinræktaðra raf-
magnsbíla og 118 tengiltvinnbíla
árið 2021.
Enn fremur sýnir þessi könnun
að árið 2025 verða 22% nýrra bíl-
gerða með rafmagnstengi. Mesta
framleiðsla þessara bíla í Evrópu
verður í Þýskalandi, Frakklandi,
á Spáni og Ítalíu, en það kemur ef
til vill ekki á óvart þar sem þau eru
stærstu lönd álfunnar, reyndar
ásamt Bretlandi. Árið 2023 er líka
búist við að 16 stórar rafhlöðuverk-
smiðjur verði starfræktar í Evrópu.
Lúxusbílamerkin taka ekki síður
þátt í þessari raf bílavæðingu og
sífellt fjölgar þeim bílamerkjum
sem bætast í hóp þeirra.
214 gerðir rafmagns- og tengiltvinnbíla verða í boði árið 2021
Fyrrverandi formaður stjórnar
Volkswagen Group og einn af með-
limum Porsche-fjölskyldunnar,
Ferdinand Piech, er fallinn frá 82
ára að aldri. Ferdinand Piech var
afabarn Ferdinands Porsche, hann
var menntaður verkfræðingur og
vann hjá Porsche frá árinu 1963 og
var aðalmaðurinn í mótorsport-
hluta Porsche-fyrirtækisins til
langs tíma. Piech hóf síðan störf
hjá Audi árið 1972 og þar átti hann
meðal annars mestan heiður af
Audi Quattro bílnum sem vann
allt sem hægt var að vinna í rallinu
á sínum tíma. Síðan varð Piech for-
stjóri Volkswagen Group árið 1993
og átti stærstan þátt í að byggja
upp þetta stærsta bílafyrirtæki
heims í dag. Hann var talinn ein
áhrifamesta persóna heims í bíla-
heiminum.
Lamborghini, Bugatti og Bentley
Á meðan Piech var forstjóri keypti
Volkswagen Group Lamborghini,
Bugatti og Bentley merkin og inn-
limaði þau í Volkswagen Group.
Sýnir það ef til vill best áhuga Piech
á sport- og lúxusbílum. Ferd inand
Piech tók síðan við formennsku
stjórnar Volkswagen Group árið
2012 en lét af því starfi árið 2015
í kjölfar dísilvélasvindls Volks-
wagen. Hann seldi 14,7% hlut sinn
í Porsche SE árið 2017 fyrir 148
milljarða króna svo ljóst má vera
að hann lætur eftir sig mikla fjár-
muni. Ferdinand Piech var ávallt
mjög tengdur mótorsporti og ók
ennþá Ducati-mótorhjóli sínu á
áttræðisaldri.
Ferdinand Piech fyrrverandi formaður Volkswagen Group látinn
Ferdinand Piech var talinn áhrifamesti einstaklingur bílaheimsins.
Nú standa yfir tökur á nýrri James
Bond mynd, No Time to Die, en svo
virðist sem hinn nýi Land Rover
Defender hafi hlutverki að gegna í
myndinni. Til bílsins sást á settinu
fyrir skömmu og það algerlega án
feluklæða. Því má hér sjá endan-
legt útlit þessa goðsagnakennda
bíls sem hefur ekki verið í fram-
leiðslu nú í nokkurn tíma, en stutt
er í að hann komi aftur á markað.
Eins og á myndinni sést er bíllinn
áfram ansi kassalaga, en þó með
örlítið nýtískulegri og mýkri línum
en forverinn og ekki fer hjá því að
sjá megi ættarsvip með bílnum og
nýjasta Range Rover. Þar er ekki
leiðum að líkjast.
Á myndinni að dæma má einnig
sjá að bíllinn stendur hátt frá vegi og
mikið bil er á milli dekkja hans og
brettanna og má leiða að því líkur
að bíllinn atarna sé með hækkan-
lega loftpúðaf jöðr un.
Ekki verður langt að
bíða þess að Land
Rover sýni almenningi
alla dýrðina, en bíllinn
mun að öllum líkind-
um standa á pöllunum
á bílasýningunni
í Frank furt sem
hefst 10. septem-
ber. Hann fer þó
ekki í almenna
sölu fyrr en á
næsta ári.
Hinn nýi
Defender
á tökustað
James Bond
Ba nd a r í sk i r a f bí l a-framleiðandinn Tesla veltir nú fyrir sér hvar fyrirtækið eigi að bera niður með nýrri sam-setningarverksmiðju
fyrir bíla sína í Evrópu. Helst
horfir Tesla til Þýskalands og koma
helst til greina svæðin Nordrhein-
Westfalen og Neðra-Saxland. Tesla
hefur hug á því að reisa á öðrum
hvorum staðnum „Gigafactory“-
verksmiðju, en fyrir eru slíkar í
Bandaríkjunum og einnig er verið
að reisa eina í Kína. Forstjóri Tesla,
Elon Musk, hefur látið hafa eftir
sér að æskileg staðsetning væri
Þýskalandsmegin við Frakkland og
Benelux-löndin og í því ljósi er hér-
aðið Nord rhein-Westfalen líklegasti
kosturinn, en það liggur einmitt að
þessum löndum.
Evrópa er næststærsta markaðs-
svæði heims fyrir rafmagnsbíla á
eftir Kína og því er eðlilegt að Tesla
íhugi uppsetningu samsetningar-
verksmiðju í álfunni. Elon Musk
segir að Tesla sé í raun í keppni við
tímann þar sem margir aðrir bíla-
framleiðendur séu langt komnir
með þróun rafmagnsbíla og hann
óttast að Tesla geti misst verulega
hlutdeild sína til fyrirtækja eins
og Mercedes-Benz, Audi, BMW og
Jaguar sem eru nú þegar komin með
á markað athygliverða rafmagns-
bíla sem seljast vel.
Tesla íhugar að opna
verksmiðju í Þýskalandi
Evrópa er næststærsti markaður heims fyrir rafmagnsbíla, á eftir Kína.
SPÁÐ ER AÐ 22% NÝRRA
BÍLGERÐA VERÐI MEÐ
RAFMAGNSTENGI ÁRIÐ 2025,
ÞAÐ ER, RAFMAGNSBÍLAR EÐA
TENGILTVINNBÍLAR.
EVRÓPA ER NÆST-
STÆRSTA MARKAÐS-
SVÆÐI HEIMS FYRIR RAF-
MAGNSBÍLA Á EFTIR KÍNA OG
ÞVÍ ER EÐLILEGT AÐ TESLA
ÍHUGI UPPSETNINGU SAMSETN-
INGARVERKSMIÐJU Í ÁLFUNNI.
Forstjóri Tesla segist
í keppni við tímann
þar sem aðrir rót-
grónir bílafram-
leiðendur séu langt
komnir í þróun
rafmagnsbíla sem
seljast nú vel.
Nýi Defenderinn var ekki í neinum
feluklæðum á tökustað nýjustu
Bond-myndarinnar fyrir skömmu.
Finnur
Thorlacius
finnurth@frettabladid.is
2 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
A
9
-9
6
4
4
2
3
A
9
-9
5
0
8
2
3
A
9
-9
3
C
C
2
3
A
9
-9
2
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K