Fréttablaðið - 29.08.2019, Síða 56
2 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍÓ
Einhvers
staðar handan
regnbogans …
Edda Karítas Baldursdóttir
eddakaritas@frettabladid.is
UNDANKEPPNI EM 2021
Í KVÖLD KL. 18:00
Fyrir átta áratugum feykti hvirfil-
bylur sveitastelpunni Dórótheu
og litla hundinum Tótó frá Kansas
yfir í litskrúðuga töfraveröld þar
sem dularfullur galdrakarl ríkti
og nornir, góðar og slæmar, fóru
mikinn innan um alls konar furðu-
verur.
Kvikmyndin um Galdrakarlinn í
Oz var frumsýnd í Bandaríkjunum
í ágúst 1939 og fagnar því stóraf-
mæli um þessar mundir. Hún hlaut
á sínum tíma mikið lof og fjöldann
allan af verðlaunum og er löngu
orðin sígild.
Judy Garland fór með hlutverk
Dórótheu í rauðu rúbínskónum
sem þráði ekkert heitar en að
komast aftur til síns heima.
Afmælið gefur okkur kjörið
tækifæri til að svipta hulunni af
Galdrakarlinum í Oz með nokkrum
áhugaverðum staðreyndum.
Fáeinir fróðleiksmolar um
Galdrakarlinn í OZ
n Myndin var gerð eftir bókinni
The Wonderful Wizard of Oz,
eftir L. Frank Baum, sem kom út
árið 1900.
n Myndin fékk alls sex tilnefningar
til Óskarsverðlaunanna, meðal
annars sem besta myndin og
fyrir bestu kvikmyndatökuna.
n Skórnir hennar Dórótheu voru
silfurlitir í bókinni en framleið-
endur myndarinnar ákváðu að
hafa þá rauða þar sem sá litur
vakti meiri athygli og kom betur
út í Technicolor-litum sem þá
voru að ryðja sér til rúms í kvik-
myndum.
n Judy Garland var ekki efst á
óskalistanum í hlutverk Dóró-
theu þar sem upphaflega stóð
til að barnastjarnan Shirley
Temple myndi smeygja sér
í rúb ínskóna. Hún þótti hins
vegar ekki hafa nógu sterka
söngrödd.
n Shirley Temple hafði það hins
vegar fram yfir Judy Garland
að hún var ellefu ára og þannig
jafnaldra Dórótheu. Garland var
sextán ára þegar hún hreppti
hlutverkið og hermt er að til
þess að láta hana virðast yngri
hafi hún verið reyrð í lífsstykki
undir kjólnum fræga með hvítu
og bláu svuntunni.
n Aldur hinna kvennanna í mynd-
inni var einnig nokkuð á reiki
og þannig lék hin 34 ára gamla
Margaret Hamilton gömlu,
grænu og grimmu nornina að
vestan. Billie Burke sem var
aftur á móti 54 ára þegar hún
brá sér í gervi ungu og ljómandi
fögru góðu nornarinnar.
n Búningur huglausa ljónsins var
níðþungur enda gerður úr raun-
verulegum ljónsfeldi en gríman
var úr brúnum bréfpoka.
n Olían sem Dóróthea smurði tin-
karlinn með var ekki olía heldur
súkkulaðisósa sem þótti líta
betur út á filmu en hefðbundin
smurning.
Biðin eftir síðasta hluta þriðja þríleiksins í meginsögu Star Wars hefur verið áköfum aðdáendum erfið en verður þeim sem þorðu að horfa á
nýju stikluna nánast óbærileg þar
sem það sem fyrir augu ber vekur ekki
aðeins eftirvæntingu heldur einnig
ugg og jafnvel ofsakvíða.
Þar sem ekki er á það hættandi að
æra þá óstöðugu sem engjast í stöð-
ugum spilliefnaótta er best að hafa
sem fæst orð um þær í raun mjög
svo takmörkuðu og örugglega mis-
vísandi upplýsingar sem út úr mynd-
skeiðinu er að hafa.
Eftir undurfagra og hraðsoðna
upprifjun á nokkrum fallegustu
atriðum fyrri mynda dró aðeins til
tíðinda þegar lykilpersóna sveiflaði
nýju og ferlega töff tvöföldu geisla-
sverði sem lætur framlengdan
geislabrand Darth Maul líta út eins
og sjúskað moppuskaft. Þótt
geislasverðin eigi að draga
dám af eigendum sínum
og því með hvaða hugar-
fari þeir raða kristöllun-
um í þau er allur gangur á
því hversu traust heimild
þau eru um örlög þeirra og
innri mann.
Þannig hafa meðal annarra
Luke og Rey barist með hinu bláa
sverði Anakins Skywalker en fyrir
afköst fyrsta eiganda er það ban-
vænasta sverðið sem sögur fara af í
vetrarbrautinni í
f j a r s k a n u m .
Sverðið hef u r ger t
nokkurn usla í síðustu
tveimur myndum en þar
sem það er í raun ósköp
hversdagslegt í bláma sínum
eru þau nokkur sem komast nær
því glæsilega vopni sem blindar
nú nörda allra landa með rauðum
áhyggjubjarma. toti@frettabladid.is
Villuljós geislasverða
Vinnuvikan hófst með undrunarstunum og jafnvel angistar-
ópum þegar ný stikla úr The Rise of Skywalker opinberaðist.
Rey hefur haft góð not fyrir geislasverð Anakins en kannski er kominn tími á að hún búi sér til sitt eigið?
Darth Maul er kúl og
undirstrikar það með
tvöföldu sverði.
Kylo Ren er
alltaf á skjön.
Sverðið hans
líka en flott
er það.
Samuel L.
Jackson er án
hliðstæðu
og heimtaði
fjólublátt
sverð handa
Mace Windu.
2
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
A
9
-B
D
C
4
2
3
A
9
-B
C
8
8
2
3
A
9
-B
B
4
C
2
3
A
9
-B
A
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K