Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. september 2016 Golf | Undirritaður samstarfssamningur um golfakademíu :: Golfakademía í FÍV Þann 8. september síðastliðinn var undirritaður samstarfssamningur um golfakademíu Framhaldsskólans í Vest- mannaeyjum og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Golfakademían er vettvangur náms og þjálfunar einstaklinga sem eru nemendur í FÍV og æfa golf og stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna. Þjálfun og nám sem fer fram í akademíunni er metið sem hluti af náminu í FÍV. En akademían hefur þegar tekið til starfa. Einar Gunnarsson, golfkennari ásamt Helgu Kristín Kolbeins skólameistara FÍV skrifa undir samninginn. Perla Kristinsdóttir: Nú ert þú menntuð í óperusöng. Hvernig leiddistu út í myndlistina? „Ég hef alltaf lifað og hrærst í tónlist og myndlist. Allt er þetta af sama meiði, listin kemur frá hjartanu og hefur alltaf frá því ég man eftir mér verið mér nauðsynleg einfaldlega til að lifa. Foreldrar mínir voru duglegir að fara með mig á tónleika og listasýningar þegar ég var barn. Pabbi hefur mikinn áhuga á myndlist og ég man vel eftir öllum laugardögunum sem við eyddum á hinum ýmsu myndlistaropnunum. Sem barn var ég algjörlega heilluð af þeim ævintýralega heimi sem myndlistin opnaði og sýndi mér, og sá undraheimur er mér ennþá sama ævintýrið. Mér hefur líka alltaf þótt magnað hvernig listin nærir sálina og hjálpar manni að skilja heiminn og lifa eða lifa af í honum.“ Þú hefur haldið einkasýningar ásamt samsýningum víða um land og erlendis þar sem sjálfsmyndir hafa spilað stórt hlutverk, getur þú sagt okkur aðeins frá þeim? „Fyrir mér hefur myndlistin alltaf verið spegill sálarinnar og leið fyrir mig til að vinna úr tilfinningum og upplifunum. Sjálfsmyndirnar hjálpa mér að horfast í augu við sjálfa mig og lífið. Það er ekkert sem er hulið þegar myndlistin er annars vegar.“ Nú er þessi sýning gjörólík sjálfsmyndunum og með sterkum og áberandi austurlenskum áhrifum. Hvaðan kemur þessi sýning sem þú kallar Sólris? „Það er margt sem hefur haft áhrif á þessa sýningu. Ég eignaðist barn fyrir tæpum tveimur árum og það er stórkostleg vorstemning í því að fylgjast með pínulitlu barni verða til úr draumi foreldranna. Breytast smám saman í lítinn hláturbolta sem umturnar lífi manns. Litirnir sem ég valdi endurspegla þetta vor og blóma hins nýs lífs og nýrrar fjölskyldu sem er að stíga saman sín fyrstu skref. Málefni flóttamanna frá Mið- austurlöndum hafa verið mér mjög hugleikin, eins og sennilega flestum, hið síðasta árið. Ég er búin að hugsa mikið um hvaða áhrif allir þessir einstaklingar sem hingað koma með sína gömlu menningu munu hafa á okkur Evrópubúana. Ég er viss um að hinir nýju landar okkar munu koma með sólina með sér, sólrisa þeirra í Evrópu er bara rétt að hefjast. Síðan má sjá mikið af Colibri- fuglum í myndunum en ég heillaðist algjörlega af þeim í vor þegar ég ferðaðist til Guadaloupe í Karabíska hafinu. Fyrir litla Íslendinginn var stórkostlegt að sjá hvernig ávext- irnir vaxa á trjánum og hversu allt er lifandi og gróðursælt. Á hverjum degi blómstraði bananatréð og á hverju kvöldi dó það blóm og breyttist smám saman í ávöxt. Ég sá fugla og dýr sem voru eins og í ævintýri eða stigin útúr málaðri mynd. Ég er nokkuð viss um að þetta sé paradís, en samt var þetta bara heimili venjulegs fólks með sín venjulegu vandamál. Andstæðurnar verða enn skýrari í sólinni og skuggarnir dekkri.“ Sumir telja listina hafa ákveðið notagildi í menningarstefnumótun þjóða. Telur þú það vera á ábyrgð listamanna samtímans að túlka tíðaranda síns tíma eða ríkir ákveðið afstöðuleysi í samtímalist- inni í dag? „Já og nei. Sjálf tel ég listina köllun sem ég get ekki svikið. Ég er þjónn samfélagsins að því leyti, þjónn listagyðjunnar og samtímans. Ég held að með því að skapa list sem er sönn þá speglast tíðarandinn og samtíminn án þess að listamaðurinn sé nokkuð að reyna. Það er einfaldlega sönn list.“ Sýning Ísabellu er bæði mannleg og persónuleg án þess að vera of alvarleg. Þessi sýning er óður til móðurinnar, til lífsins og hvernig við getum alltaf séð ljósið í myrkrinu. Þetta er falleg sýning sem hreyfir við áhorfandanum. Nú er það undir ykkur, kæru lesendur Eyjafrétta að flykkjast í Einarsstofu til að sjá glæsilega sýningu ungrar og framsækinnar lsitakonu. Við bjóðum upp í dansinn, ykkar er að koma og njóta. Sólris Ísabellu í Einarsstofu :: Hef alltaf lifað og hrærst í tónlist og myndlist :: Óður til móðurinnar, lífsins og hvernig við getum alltaf séð ljósið í myrkrinu Á föstudaginn 9. september sl. var opnuð sýningin Sólris eftir Ísabellu Leifsdóttur í Einarsstofu í Safnahúsi Vestmannaeyja. Mætingin hefði mátt vera betri, en þau sem komu nutu léttra veitinga undir ljúfum frönskum tónum, en listakonan býr með frönskum veitingahúsamanni. Að þessu sinni opnaði Perla Kristinsdóttir listfræðingur og listrænn ráðgjafi Einars- stofu sýninguna og kom fram í máli hennar að með þessari sýningu væri verið að feta nýjar slóðir með aðkomu yngri listamanna. Að því loknu tók listakonan við með stuttri umfjöllun um listsköpun sína almennt sem og nokkrum orðum um einstök verk á sýningunni. Ísabella er óperusöngkona að mennt en hefur einnig verið iðin í mynd- listinni í gegnum árin. Sýningin í Einars- stofu er ný sýning hjá Ísabellu og talsvert ólík fyrri sýningum hennar en Ísabella er einkum þekkt fyrir stórskemmtilegar og mis-dramatískar sjálfsmyndir. Einnig eru á sýningunni styttur sem hafa fengið nýtt líf en Ísabella trúir á endur- nýtingu listarinnar í öllum sínum formum. Sýningin stendur til 28. september og er vissulega ástæða til að hvetja sem flesta til að líta við. Sýningin er öðruvísi en fyrri sýningar í Einarsstofu og greinilegt að starfsmenn Safnahúss eru að reyna að bjóða upp á sem mesta breidd. Af þessu tilefni bað blaðamaður Perlu Kristins- dóttur að taka stutt viðtal við listakonuna sem hér fer á eftir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.