Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 28

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 28
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. september 2016 / SJÁVARÚTVEGSBLAÐIÐ Eftir að kjarasamningurinn milli SSÍ og SFS var stráfelldur í sumar hafa samningaðilar leitað leiða til að ná nýrri niðurstöðu án átaka. Nú er ljóst að aðilar ná ekki saman um ásættanlega lausn og hefur því slitnað upp úr viðræðunum. Næsta skref er því að hefja undirbúning að verkfalli. Fulltrúar Sjómannasam- bands Íslands, Sjómannafélags Íslands, Verk-, Vest- og VM-félags vélstjóra og málmtæknimanna munu hafa samvinnu og samræma dagsetningar um atkvæðagreiðslu og hvenær verkfall skuli hefjast. Stefnt er á að aðgerðir gætu hafist í byrjun nóvember. Sjómenn, nú ríður á að standa saman og greiða atkvæði með vinnustöðvun í þínu félagi. Flest félögin munu viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu. Sum þó póstat- kvæðagreiðslu. Í rafrænu kosning- unni ferð þú inn á heimsíðu þíns félags eða hjá www.advania.is og slærð inn kennitöluna þína. Þar þarf að auðkenna sig með Íslykli og ef hann er ekki fyrir hendi færðu hann sendan um hæl í heimabankann þinn. Þegar auðkenningu er lokið kemur atkvæðaseðillinn á skjáinn og þú hakar við í já eða nei. Sendir hann síðan í lokað kosningakerfi Advania. Á þeim degi sem kosningu lýkur liggur niðurstaða allra félaganna strax fyrir. Einfalt, þægilegt og fljótlegt. Allir að kjósa! Niðurstöðu þarf í hverju félagi fyrir sig. Ekki má telja sameiginlega um vinnustöðvun. Sjómenn, nú ríður á að standa saman Valmundur Valmundsson, formað- ur Sjómannasambands Íslands: Magnús Stefánsson hóf störf sem framleiðslustjóri hjá Iðunn Seafoods í maí á þessu ári og segir hann starfið bæði skemmtilegt og krefjandi enda mikil ábyrgð sem því fylgir. Framkvæmdir hófust fyrst í október 2015 og var tækjabúnaður settur í gang í lok apríl í ár en framleiðsla hófst þó ekki að fullu fyrr en í júlí.Verk- smiðjan þykir vera sú hátækni- legasta af sinni tegund hér á landi en allur tækjabúnaður vinnslunnar er nýr. Blaðamaður settist niður með Magnúsi fyrir skömmu þar sem framleiðslustjórinn fór yfir það helsta sem fram fer innan veggja fyrirtækisins. „Við erum tíu eins og er en ég geri ráð fyrir að við bætum við tveimur starfsmönnum á allra næstu vikum,“ segir Magnús aðspurður út í starfsmenn fyrirtækisins. „Jafnvel eiga enn fleiri eftir að bætast við þegar við förum að pakka afurðinni sjálf en eins og er er þessu pakkað í Danmörku í smærri einingar og sent áfram,“ bætir Magnús við. Starfsemi Iðunnar Seafoods felst í því að vinna reykta þorsklifur og segir Magnús það vera lygilegt hversu vel hún smakkast. „Fólk sem þekkir þetta ekki verður að gefa þessu séns því þetta er lygilega gott. Ég ætlaði ekki að smakka þetta þegar ég byrjaði en nú er það ein dós á dag, lágmark. Það er hægt að smyrja þessu t.d. á rúgbrauð en sjálfur borða ég þetta með gaffli beint upp úr dósinni, mér finnst þetta bara það gott. Þeim sem finnst reykt ýsa og allt þetta reykta á jólunum gott, sem er ansi stór hópur, þeim finnst þetta undan- tekningalaust mjög gott, segir Magnús. Auk þess að vera hinn mesti herramanns matur þá er lifur mjög holl. „Það er fullt af D-vítamíni í þessu og er bara meinhollt. Það var einn sem sagði mér fyrir mörgum árum síðan að fyrir tíma fæðubóta- efna, skófluðu kraftlyftingamenn þessu í sig í þeim tilgangi að stækka sig og styrkja þannig að þetta hefur örugglega mikil og góð áhrif,“ segir Magnús sem er að vinna í því að koma lifrinni upp á liðsfélaga sína í handboltanum. Dósirnar utan um lifrina fær fyrirtækið frá kaupandanum sjálfum en hann sér um alla hönnun á útliti vörunnar einnig. „Við í rauninni fyllum bara á dósirnar og lokum fyrir með svokallaðari saumavél,“ segir Magnús. Varan er ekki komin á innlendan markað eins og er en það á vonandi eftir að breytast í framtíðinni. „Það stendur að sjálfsögðu til en ég veit svo sem ekki hvenær við náum því. Áhuginn er mikill á erlendum markaði og eigum við eftir að framleiða mikið til að annast þá eftirspurn,“ segir Magnús en lifrin er aðallega að fara til Þýskalands, Danmerkur og Frakkalands og þarf fyrirtækið að framleiða um fjórar milljónir dósa á ári eins og staðan er núna. Nýting afurðarinnar er einkar góð og er hún allt að 70% í dag. „Það þarf allaf að snyrta aðeins, eitthvað er marið, kramið eða blóðhlaupið. Vonandi verður nýtingin enn þá meiri í framtíðinni,“ segir Magnús en lifrina fá þau frá Þórunni Sveins, Bergey, Vestmannaey, Vinnslu- stöðvarflotanum, Maggý, Glófaxa og Berg svo einhverjir séu nefndir. EInar KrIstInn HELGason einarkristinn@eyjafrettir.is Fólk verður að gefa þessu séns því þetta er lygilega gott Ætlaði ekki að smakka en nú er ein dós á dag lágmark, segir Magnús Stefánsson framleiðslustjóri Iðunn Seafoods að hefja starfsemi - Vinna reykta þorsklifur Skipalyftan ehf. veitir öfluga og góða þjónustu fyrir sjávarútveginn. Einnig er úrvalið alltaf að aukast í verslun okkar.EHFÞÓR VÉLAVERKSTÆÐIÐ

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.