Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 25

Fréttir - Eyjafréttir - 14.09.2016, Blaðsíða 25
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 14. september 2016 / SJÁVARÚTVEGSBLAÐIÐ Þrautseigja og þor í 115 ár G U N N A R JÚ L A RT Hafnareyri, dótturfyrirtæki VSV er með mjög fjölþætta þjónustu Styrkur að hafa allt undir einum hatti Hafnareyri ehf. var stofnað í ársbyrjun 2015 og voru þar með nokkrir rekstrarþættir Vinnslu- stöðvarinnar sameinaðir undir einn hatt. Markmið skipulags- breytinganna var að auka hagkvæmni, rekstraröryggi og þekkingu innan Vinnslustöðvar- innar eins og segir á heimasíðu fyrirtækisins. Blaðamaður hitti Arnar Richards- son,framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins, til að skyggnast betur inn í starfsemi þess og sögu. „Áramótin 2014 til 2015 verður Hafnareyri til með sameiningu Eyjaíss, Skipaaf- greiðslu Vestmannaeyja, frysti- geymslunnar úti á Eiði og saltfisks- kælisins við Stakkshús. Í apríl sama ár bættist við starfsemi þjónustu- verkstæðis með iðnaðarmönnum sem sjá um daglegt viðhald hjá Vinnslustöðinni,“ segir Arnar en ljóst er að þeir hjá Hafnareyri bjóða upp á fjölþætta þjónustu fyrir skip, útgerðir og fiskvinnslu. Úr átta í 74 starfsmenn „Í upphafi voru þetta einungis átta fastráðnir karlar í lönduninni og einn í Eyjaís,“ heldur Arnar áfram. „Fljótlega fór að bætast í hópinn og þegar framkvæmdir stóðu sem hæst hjá Vinnslustöðinni í vor fjölgaði starfsmönnum á verkstæðinu umtalsvert. Í júlí fóru síðan út 74 launaseðlar en af þeim eru um 30 fastráðnir starfsmenn. Hitt eru lausamenn sem við höfum verið að grípa í, bæði í útskipunum, löndunum sem og við framkvæmdir á uppsjávarvinnslunni. Það fer kannski að komast meira jafnvægi á starfsmannamálin, þetta hefur í raun allt gerst mjög hratt,“ segir Arnar. Þekkingin verði til staðar innan fyrirtækisins Hverjir eru helstu styrkleikar þess að sameina þessa rekstrarþætti í eitt fyrirtæki? „Það sem menn sjá í því að hafa þetta allt undir einum hatti er að þekkingin verði til staðar inn í fyrirtækinu þannig að dótturfyrirtækið Hafnareyri sjái alveg um daglegt viðhald. En í þessum framkvæmdum við uppsjávarvinnsluna höfum við tekið stærri sneið af kökunni, við höfum verið að smíða töluvert mikið inn í nýju vinnsluna og gert það þá í samstarfi við Skipalyftuna og Eyjablikk,“ segir Arnar. Einnig útseld vinna Einnig hefur Hafnareyri selt út vinnu, svo sem að annast kælikerfi í verslunum, þó ekki í miklu mæli. „Við erum með fjóra rafvirkja á okkar snærum og tvo meistara í trésmíði, vélstjóra og suðumenn, þannig við höfum verið að selja þjónustu til þriðja aðila þó það hafi ekki verið markmiðið í upphafi. Það er af nógu að taka eins og er hjá Vinnslustöðinni. Í lönduninni erum við að þjónusta önnur skip en frá Vinnslustöðinni t.d. Huginn, Frá og Dala-Rafn. Einnig erum við að geyma vörur fyrir aðra en VSV í frysti- og kæligeymslunum,“ segir Arnar. Stórar framkvæmdir Auk uppsjávarvinnslunnar eru nokkrar stórar framkvæmdir á döfinni hjá Hafnareyri, stækkun frystigeymslunnar á Eiðinu og ný mjölgeymsla. „Það var verið að prufukeyra uppsjávarvinnsluna fyrir helgi, 2. september, tekið smá rennsli á föstudeginum og svo keyrt svolítið í gegn sjötta september, þannig við erum smátt og smátt að bæta í. Það er ekki alveg tilbúið en komið í virkni. Það verður mikil vinna framundan við frágang byggingarinnar, eitthvað sem við eigum eftir að föndra við fram eftir vetri,“ segir Arnar og heldur áfram: „Við erum einnig að fara í miklar framkvæmdir úti á Eiði á næstu vikum, það á að fara að stækka frystigeymsluna úr því að vera 2000 fermetrar í 5800 fermetra en það hefur þegar verið sett í gang hönnunarsamkeppni svo byggingin líti sem best út og falli inn í umhverfið eins vel og hægt er.“ Mikil framtíð í iðnnámi En mjölgeymslan, hvenær verður hún tilbúin? „Það er í raun byrjað að undirbúa púðann undir bygg- inguna og svo á næstu vikum hefst vinnan við að slá upp sökklum og plötu. Það er stefnt að því að hún verði tilbúin sem fyrst, vonandi fljótlega eftir áramót. Líklega verður öllum þessum stóru framkvæmdum lokið um mitt næsta ár og frystigeymslan fyrir næstu makrílvertíð. Eftir það veit ég ekki hvað verður, vonandi verður eitthvað meira,“ segir Arnar sem hvetur allt ungt fólk til þess að fara í iðnnám því mikil framtíð sé í greininni, ekki síst í Vestmanna- eyjum. Þekkingin er til staðar inn í fyrirtækinu í viðhaldi og öðru sem við sinnum, segir Arnar framkvæmdastjóri Landfylling þar sem mjölgeymslan á að rísa.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.