Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Page 16
16 SPORT 28. júní 2019 Maxið aldrei verið betra Pepsi Max-deild karla er að ná fyrri styrk eftir mögur ár í efstu deild karla, er varðar gæði innan vallar og mætingu, er deildin aftur í sókn. Hvassari umræða í gegnum hlaðvarpsþætti hefur aukið áhuga fólks á leiknum fagra, aukning er í mætingu á völlinn. Margt hefur vakið athygli nú þegar Pepsi Max-deild karla er að verða hálfnuð. Margar ástæður eru fyrir því að deildin hefur sjaldan verið meira spennandi fyrir áhugafólk um knattspyrnu. Hér eru helstu atriðin. Hlaðvarpsþættir hafa verið að gera það gott, sérstaklega í knattspyrnuheiminum á Íslandi. Þættir sem við erum með, Dr. Foot- ball, Steve dagskrá og Fótbolti.net standa fyrir sínu og vekja mikla athygli. Með þessum þáttum hefur umræðan breyst, hún er hvassari en áður. Stundum er það ekki gott fyrir félögin og leikmenn sem hef- ur verið farið silkihönskum í mörg ár, þetta hefur hins vegar aukið áhugann á deildinni. Umfjöllun um Pepsi Max-deild karla var mikil fyrir en hefur aukist mikið með þessum hlaðvarpsþáttum, áhuginn á deildinni hefur ekki verið svona mikill í mörg ár. Það hefur gustað um Hlíðarenda, mótið byrj- aði illa og Gary Martin var sparkað í burtu. Lætin sem fylgdu enska framherjanum var eitthvað sem Valsarar þoldu illa. Gary Martin fékk væna summu í sinn vasa, bara svo hann væri nú ekki að mæta á æfingar. Mótið hélt áfram að ganga illa og Ólafur Jóhannesson bannaði spurningar um enska fram- herjann, Stöð2 Sport tók allt saman upp og birti. Það hélt svo áfram að gusta á Hlíðarenda þegar Hannes Þór Halldórsson meiddist og fór í brúð- kaup til Ítalíu. Vandræði Valsmanna og lætin utan vallar hafa aukið umtal um deildina. Gott fyrir alla nema Valsmenn. Veðurfarið hefur leikið við landann síðustu vikur, þetta er ástæða þess að fleiri mæta á völlinn en í fyrra. Í fyrra rigndi nánast alla daga og Heimsmeistaramótið í Rússlandi truflaði einnig. Þá hafa leik- dagarnir í Pepsi Max-deildinni verið skemmtilegri en áður, leikir í miðri viku, leikir á laugardögum. Þetta hefur sett skemmtilegan svip á deildina og eitthvað smá þróast áfram. Það hefur ekki verið jafn gaman að fara á völlinn í mörg ár, óvænt úrslit úti um allt. Stórlið í veseni, nýliðar að berjast við toppinn. Lið eins og Víkingur sér til þess að fólk vill mæta á völlinn, Arnar Gunn- laugsson og félagar vilja spila sóknarbolta, úr verða alltaf skemmti- legir leikir. Mörk og læti í hverjum einasta leik. Ótrúlegar endurkom- ur hafa sést og þegar fólk mætir á völlinn er erfitt að lesa í úrslitin áður en flautað er til leiks. Þetta gefur mótinu mikið. Þá hefur um- gjörð liða batnað mikið, þeir sem vilja fá sér öl á vellinum geta það á flestum stöðum og meira er í gangi fyrir börnin. Það er að hjálpa Pepsi Max-deild karla mikið hversu stór nöfn spila nú í deildinni, þrír algjörir lykilmenn í íslenska landsliðinu síðustu ár eru með. Hannnes Þór Halldórsson gekk í raðir Vals fyrir tímabilið, fyr- ir var Birkir Már Sævarsson á Hlíðarenda. Þá er Kári Árnason mættur heim í Víking. Fleiri leikmennn hafa snúið heim úr atvinnumennsku og sjá til þess að deildin fær meiri athygli. Þá eru þjálfarar eins og Rún- ar Kristinsson og fleiri góð auglýsing fyrir deildina. 1. Hlaðvörp 2. Læti á Hlíðarenda 3. Stór nöfn í deildinni 4. Gott veður 5. Frábærir leikir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.