Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2019, Qupperneq 48
28. júní 2019
26. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Skeifan 6 / Harpa / Kringlan /Laugavegur 70 / 5687733 / www.epal.is
Svanurinn á tilboði*
HÖNNUN: ARNE JACOBSEN
* Tilboðið gildir frá 1. maí - 1. september 2019 · Áklæði: Christianshavn - 26 möguleikar á litum
Verð: 449.000.-
Tilboðsverð: 379.900.-
Tvennutilboð?
Hermann og
Alexandra
H
ermann Hreiðarsson,
fyrrverandi atvinnu-
maður í knattspyrnu,
og Alexandra Fanney
Jóhannsdóttir flugfreyja eiga
von á barni. Parið hefur ver-
ið saman í nokkurn tíma og
skráðu sig í sambandi á Face-
book í ágúst í fyrra.
Parið mætti í brúðkaup hjá
vinum sínum í maí og birti
Alexandra myndir af þeim
á Instagram með orðunum:
„Þessi þrjú skemmtu sér kon-
unglega síðustu helgi ásamt
dásamlegu fólki. Takk fyrir okk-
ur.“
Alexandra á fyrir einn son og
Hermann tvær dætur.
MYND: INSTAGRAM @ALEXANDRAFANNEY
Elsa María og
Þórir Snær
Blessað
barnalán
K
vikmyndaparið Elsa
María Jakobsdóttir og
Þórir Snær Sigurjónsson
eiga von á barni.
Elsa María er útskrifuð
sem leikstjóri frá Den Danske
Filmskole í Kaupmannahöfn,
en hún starfaði áður í Kast-
ljósinu hjá RÚV. Þórir Snær
er einn eigenda og stofn-
enda framleiðslufyrirtækisins
Zik Zak kvikmyndir og fram-
kvæmdastjóri dreifingar- og
framleiðslufyrirtækisins Scan-
box.
MYND: FACEBOOK.
Einar Kára ljóstrar upp öllum atvinnuleyndarmálunum
H
efur þig alltaf dreymt um að vera rithöf-
undur? Nú getur þú lært af einum vin-
sælasta rithöfundi þjóðarinnar, Einari
Kárasyni, en hann hefur í samstarfi við
vefsíðuna Frami.is útbúið vefnámskeið sem
skiptist í 16 fyrirlestra.
„Ég er sannfærður um að skriftir liggja mis-
jafnlega fyrir mönnum, eins og það geta ekki all-
ir orðið góðir knattspyrnumenn, en hafi menn
metnað á þessu sviði og einbeiti sér þá er mjög
margt hægt,“ segir Einar. „Fyrir þá sem hafa metn-
að og löngun þá er hugmyndin að létta þeim
fyrstu skrefin með því að miðla af reynslu, bæði
minni og margra annarra. Ég er svona fag-idjót,
hef verið lengi í þessu og mjög áhugasamur um
til dæmis vinnu annarra höfunda, les ævisögur
þeirra og hitti kollega. Það er eitt og annað sem
getur auðveldað manni að komast af stað.“
Einar hefur gefið út fjölda metsölubóka á
40 ára ferli, þar á meðal þríleikinn um Djöfla-
eyjuna: Þar sem djöflaeyjan rís, Gulleyj-
an og Fyrirheitna landið. Hann hef-
ur fjórum sinnum verið tilnefndur
til Bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs og hlaut Íslensku
bókmenntaverðlaunin árið
2008.
Einari var stillt upp fyr-
ir framan tökuvél og var hann
spurður fjölda vel útfærðra
spurninga um þetta
helsta, hvað þarf að
athuga og hverju þarf að
gæta að, til dæmis hvað
varðar stíl, sköpun persóna
og sjónarhorn.
„Ég sló til þar sem ég hugsaði að ég hefði
feginn viljað fá svör við ýmsu þegar ég byrj-
aði sjálfur frá einhverjum sem var búinn að
vera lengur í þessu. Ég hugsaði að líklegt
væri að þetta myndi gagnast einhverjum
sem væri að byrja,“ segir Einar, sem hef-
ur áður kennt kúrsa í Kvikmyndaskóla Ís-
lands fyrir mörgum árum.
„Ég lúri ekki á neinu,“ segir Einar að-
spurður um hvort hann ætli að ljóstra upp
öllum atvinnuleyndarmálum sínum og
spurður hvort hann sé ekki
hræddur við samkeppni
svarar hann: „Það er nóg
pláss og það þarf að vera
endurnýjun í þessu.“ n