Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 9
uutssunu^ 'FlMMTUDAGtl FT297 APFifL Tð99 9 Svitabrekkan „Þetta var erjidasti hjallmn og þama féll margur svitadropinn. “ Malarþvottur í Vatnadal. Grindin reist. safhaðist saman en þegar vatnið fann sér útrás neðanjarðar lækkaði snögglega í Skessubrunni og þá var sagt að skessan hefði verið að slökk- va þorstann. Vönduð smíð Fyrst var steyptur grunnur og Gunnar segir að það hafi verið helj- armikið mál. „Við tókum alla möl við vatnið og við þurftum að þvo úr henni mold og leir. Mölinni var mokað í strigapoka og þeir hristir í vaminu þar til mölin var orðin hrein. Síðan bárum við pokana á bakinu upp á hólinn þar sem grunnurinn var steypmr.“ Grindin fékkst úr vel viðuðum skúr sem stóð niður á Breið og skíðafélagsmenn fengu gefins hjá bænum. Klæðningin utan á skálann var nómð saman. „Við keyptum lx 6 tommu borð og ég man að við urðum að renna hverju einasta borði fimm sinnum gegnum vél- arnar hans Jóa Pémrs á Sanda- brautinni til að fræsa í þær kanta og nót,“ segir Gunnar. „Þetta var að sjálfsögðu allt unnið í sjálfboða- vinnu. Mikið starf var unnið til að fjármagna skálann og komu þar margir að. Við héldum hér böll og tombólur og við vorum meira að segja með peningaveltu í gangi, tíu krónu veltu, sem gekk þannig fyrir sig að maður borgaði tíkall og sendi einhverjum tveimur öðmm bréf og skoraði á þá að gera slíkt hið sama. Stofiifundur Skíðafélags Akranes Stofnfundur Skíðafélags Akraness var haldinn 2. mars 1951 í félagsheimili templara og stofiiendurnir vom 18 tals- ins. Þeir vom: Ása Hjartardóttir, Baldur Olafsson, Benedikt Sigurðs- son, Eggert Sæmundsson, Guðmundur Bjarnason, Guð- mundur Magnússon, Guð- mundur Sigurðsson, Guðríð- ur Svavarsdóttir, Gunnar Bjarnason, Grétar Nordal, Inga Haraldsdóttir, Jóhann Pémssson, Kristín Svavars- dóttir, Skarphéðinn Guðjóns- son, Magnús V. Vilhjálmsson, Ole Östergaar, Ólafur Þórð- arson og Þorvaldur Sigurðs- son. Formaður var kosinn Ole Östergaar, ritari Gunnar Bjarnason og gjaldkeri Eggert Sæmundsson Við höfðum upp úr þessu 2000 kall sem var stór peningur þá.“ I skálanum var góður salur, for- stofa, eldhús, svefhloft og rúmuð- ust yfir mttugu manns þar með góðu móti. Skálinn var síðan kynt- ur upp með gamalli kolavél með meikaðri olíufyringu sem ofnar vora tengdir við. Til marks um stórhuginn þá var keypt ljósavél og flutt þarna uppeffir. Hún nýttist til lýsingar skálans og brekkurnar vom lýstar upp með kastara svo skíða- fókið gæti haldið áfram að renna sér þó að komið væri myrkur. „I okkar eigu komst Wepon sem við gerðum upp og nomðum mikið. Hann nýttist okkur vel við skála- bygginguna og í skíðaferðir seinna meir.“ Að missa andann komplett Gunnar segir ferðir í skálann hafa verið tíðar ffaman af og þátt- taka góð, gjarnan milli mtmgu og þrjátíu manns. Oft var glatt á hjalla og ýmislegt brallað. „Maður þreyttist á að því að ganga upp brekkurnar með skíðin, var lengi upp og ferðin niður tók ekki nema örfáar mínútur. Til þess að fá meira út úr þessu bjuggum við til alls kon- ar þrautir og lykkjur á leið okkar. Ein af þessum þraumm var m.a. að stökkva fram af hengjum. Ein- hverju sinni höfðum við byggt góð- an stökkpall og allir búnir að fara eina bunu þegar Ole Östergaar seg- ist ætla að sýna okkur alvöm stökk. Hann rennir sér að pallinum og lyftir sér ansi vel, reyndar ekki al- veg eins og til er ætlast í skíðastökki því hann fer glæsilegan hálfhring í loftinu og lendir harkalega á herð- unum. Við urðum hálfskelkuð til að byrja með því lendingin var allrosa- leg á að horfa. Ole staulast á fæmr og gengur um í andnauð og segir loks þegar hann nær að jafha sig: „Ég missti andann komplett.“ Orðavalið var oft skemmtilegt hjá honum, Ole var ágæmr náms- maður í íslensku en talaði alla tíð ffekar bjagað. I fundargerð félags- ins er varðveitt tillaga ffá Ole sem hljóðar svo: „Ég legg hér með ffam þeim tillaga að atkvæðagreiðslu fer fram um að nota ársgjald félagsins til styrkmr að skíðatur í Forna- hvammi í páskuna.“ Endalok ævintýrsins Smátt og smátt dró úr starfsem- inni í Skíðafélaginu. Kom þar margt til, m.a. breyttar aðstæður fé- lagsmanna og þegar kom ffam á árið 1961 var ákveðið að afhenda íþróttabandalagi Akraness skálann til varðveislu ef hann mætti nýtast til starfsemi þess. Skálinn var ekk- ert nýttur effir þetta og Gunnar segir það hafa verið erfitt að horfa upp á hann grotna niður. Því sem ekki er haldið við er fljótt að skemmast á svona stað. Þakið gaf sig og að nokkmm áram liðnum stóð einungis grindin effir. „Eg fór þarna uppeffir að jafhaði annað hvert ár,“ segir hann. „Það var alltaf jafn erfitt að horfa upp á eyðilegg- inguna.“ Einhvern tíma um miðjan níunda áramginn tóku menn sig til og hreinsuðu svæðið, söfnuðu saman því sem hafði fokið um dalinn, bám að gmnninum og bám eld að. „Þetta var góður tími,“ segir Gunnar. „ Þegar maður hugsar til baka fara hlýir straumar um mann. Þetta var ótrúlegt ævintýri og eitt- hvað sem þeir sem upplifðu það hefðu ekki viljað missa af fyrir nokkurn hlut.“ Nokkrum ámm effir að félagið hætti starfsemi var gerð tilraun til að endurreisa það en tókst ekki. K.K. Vestlendingar! Skrifstofur okkar á Akranesi og í Borgamesi hafa ávallt heitt á skönnunni - líttu við í spjall eða jhvað sem er. I Starfsfólk Skessuhoms ehf, Skessuhorn bLcs.c> d et. Auglýsingasími: 437 2262/431 4222 g^K^gNAÞJÓNUSTA VESTVRí4Nt)S SJÓNGLERIÐ Aðalfundarboð Hér með tilkynnist yður að boðað er til aðalrundar Fjöliðjunnar vinnu og íæfíngarstaðar á Vesturlandi | pi™ rriðjudaginn 11. maí næstkomandi d. 13.00 í kaffístofu Fjöliðjunnar að Dalbraut 10 Akranesi. Dagskrá aðalfundar er þannig skv. 9. gr. í Sldpulagsskrá Fjöliðjunnar. 1. Skýrsla stjómar 2. Lagðir fram reikningar félagsins 3. Kosning þriggja manna í stjóm og 1 þriggja til vara § 4. Ónnur mál. 1 Virðingarfyllst Þorvarður B. Magnússon Sólveig Reynisdóttir ^forstöðumaður______________________stjómarformaður^ VARMAIAMO í hOKGÁkmbl ATVINNA Starsfólk vantar víð íþróttamannvirki á Varmalandi frá og með 1. júlí til ágústloka. Um er að ræða: Gæslu við sundlaug, þrif, umsjón með tjaldstæðum og fl. Unglinga á aldrinum 12 -15 ára vantar til starfa við lóðahirðu á Varmalandi, starfstími 7. júnítH 15. ágúst. i Reyklausir einstaklingar koma aðeins j til greina. Skrifiegar umsóknir sendast til rekstrar- skrifstofu Varmaiands 311 Borgarnes. Sími 435 1280 fyrir 10. maí nk. V_________________________________^

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.