Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 24
-T 24 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 ^ttUsunu.. Vesturland tækifæranna Brottflutningur fólks af lands- byggðinni hefur verið mikið til umræðu á undanfömum misser- um. Sér í lagi er það ungt fólk sem sækir á höfuðborgarsvæðið í leit að sérhæfðari atvinnutæki- færam og fjölbreyttara mannlífi. Vesturlandi hefur tekist að snúa vöm í sókn. A síðasta ári fjölg- aði lítillega í kjördæminu en betur má ef duga skal. Breyttar áherslur Næg atvinna er ekki lengur það eina sem fær okkur, unga fólkið, til þess að setjast að í heimabyggð. Til viðbótar viljum við fjölbreytt- ari afþreyingu, góða aðstöðu til uppeldis barna, greiðar samgöngur og lægri húshitunarkostnað, svo fátt eitt sé nefht. Við þurfum fjölbreyttara at- vinnulíf og fleiri störf sem krefjast langskólamenntunar. Það eykur líkur þess að okkar kynslóð haldi áfram að búa á Vesturlandi eftir að námi lýkur. Sumum stjórnmála- mönnum hættir til að lofa öllum öllu fyrir kosningar en fyrst og síð- ast eru það fyrirtækin í kjördæm- inu okkar, sem búa til ný störf. Stytting vegalengda til höfuð- borgarsvæðisins gerir Vesturlands- kjördæmi samkeppnishæfara sam- anborið við aðra landshluta. Vegna tölvutækninnar höfum við jafn góða möguleika og höfuð- borgarsvæðið til þess að sækja fram á mörgum sviðum. Ungt fólk velur hægri Hægri stefna tryggir best hag ungs fólks, hvort sem við leggjum fyrir okkur langskólanám, starfsnáms- brautir eða hvað annað. Við vilj- um ráða okkur sjálf og uppskera árangur af eigin verkum. Slagorð Sjálfstæðisflokksins um stétt með stétt á alltaf við. Frelsi einstak- lingsins er honum fýrir bestu og tryggir raunverulegt jafnrétti: - milli karla og kvenna - milli starfsstétta - milli ungra og aldraðra Sjálfstæðismenn vilja lægri skatta á fyrirtæki og einstaklinga og draga úr tekjutengingu bóta. Þarmig gefst einstalingum tækifæri til að ráðstafa stærri hluta launa sinna til eigin hugðarefna, fjárfest- inga, afþreyingar og menningar. Fyrirtækjum væri gefið meira svig- rúm til þess að borga starfsfólki hærra kaup. Umfram allt þarf skattkerfið að vera sanngjarnt og skýrt. Það er beinlínis vinnuletjandi þegar einstaklingar leggja á sig mikla vinnu tímbundið og upp- skera ekki árangur sem erfiði, sök- um tekjutengdra barnabóta og jafnvel hátekjuskatts. I þeim hópi lenda gjarnan ungmenni sem eru að fjármagna fyrstu húsnæðiskaup- in. Það þarf að halda áfram að lækka skatta, draga úr jaðaráhrifum í skattkerfinu og minnka umsvif ríkisins. Framtíðin er hér Við fýrstu sýn virðist þátttaka í starfi stjórnmálaflokks ekki heill- andi vettvangur. En þegar á heild- ina er litið eru málefnin mörg sem varða ungt fólk. Við þurfum að nýta tækifærin í kjördæminu sem best. Innan Sjálf- stæðisflokksins er hlustað á okkur. Meðal- aldur fram- boðslistans er með því lægsta sem þekkist hjá stóru ffamboðunum. Þar fara sama ferskleiki og reynsla. A listanum eru alls fjórir einstak- lingar yngri en 30 ára og ungliða- félögin í kjördæminu taka virkan þátt í stefnumótuninni. Eg hvet unga Vestlendinga til þess að styðja ffamboð sjálfstæðis- manna þann 8. maí næstkomandi. Jón Ævar Pálmason Höfundur er stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi og varabæjarfulltriíi á Akranesi. Undanfarið hafa talsmenn efitir- launafólks látið hafa eitt og ann- að eftár sér sem hlýtur að fá menn, ekki síst þá sem vinna með eldra fólki, til að staldra við og velta fyrir sér á hvers vegum þeir eru að tjá sig opinberlega. Undantekningalaust hafa þessir forsvarsmenn eftirlaunafólks dregið upp dökka mynd og heldur færast þeir í aukana efitir því sem nær líður kosningum. Eldra fólk er ánægt Það hefur kannske komið sumum forystumönnum samtaka eldra fólks á óvart að eldra fólk skuli nánast upp til hópa vera nokkuð sátt við lífið eins og kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði fýrir Heilbrigðis - og trygginga- Með réttlætið að vopni ráðuneytið nú á ári aldraðra og birt var ekki alls fýrir löngu. Þetta kom mér ekki á óvart, enda hef ég haft að leiðarljósi að byggja upp í stað þess að brjóta niður og reynt að meta það sem vel er gert í stað þess að kynda undir óánægju fólks. Því gladdist ég þegar ég sá að eldra fólk var almennt ánægt með lífið. Það kemur mér heldur ekki á óvart að mikill meirihluti eldra fólks skuli vera ánægt með það skotsilf- ur sem það hefur handa á milli, eða um 87 prósent. Hinsvegar er það of mikið að 12 - 15 prósent eldra fólks skuli hafa fjárhagsáhyggjur eins og heilbrigðis - og trygginga- ráðherra hefur sagt opinberlega. Það þarf hinsvegar mikla lagni og mikinn áróðursvilja til að lesa út úr nefndri könnun að 40 prósent eldra fólks hafi fjárhagsáhyggjur eins og talsmenn þessa fólks hafa haldið ffam. En látum nú vera þótt þessar áróðurshetjur eldra fólks séu lagnar og viljasterkar í talnaleik sínum. Verri fmnst mér málflutn- ingurinn þegar þær fara að berjast fýrir þá, eins og þeir segja, „sem minnst mega sín og lifa á bótunum einum saman.“ Hverja ber að aðstoða Auðvitað eiga þeir sem berjast fyir- ir bættum kjörum eldra fólks að leggja fram raunhæfar kröfur, rétt eins og allir ábyrgir baráttumenn. Allir ættu að vita að það er póli- tískur vilji til að hækka ráðstöfun- artekjur þeirra sem minnst hafa handa á milli, hvort sem það er eldra fólk eða þeir sem yngri eru. Ég varð því fýrir miklum von- brigðum þegar minn ágæti vinur og félagi, Benedikt Davíðsson og hans baráttufélagar, sömdu um hækkun á grunnlífeyri fýrir eldra fólk - hækkun fyrir alla, ríka og snauða. Ekki tekur svo betra við þegar þeir félagar leggja fram kröfu um að greiddur verði fjár- magnstekjuskattur af lífeyris- greiðslum en fjármagnstekjuskatt- ur er 10% í stað um 40% tekju- skatts, sem nú er greiddur. Hverjir halda þeir að borgi háan tekju- skatt? Halda þeir að það sé eftir- launafólkið sem er rétt um skatt- leysismörkin? Halda þeir að það sé fýrir þá sem minnst hafa milli handanna? Þriðja krafan er að hækka skattleysismörkin. Enn spyr ég er það ráðstöfun sem kemur þeim tekjuminnstu helst til góða? Því miður ekki heldur. Þessi krafa er fýrir þá sem hafa nærri 25 þús- und krónum meira en þeir sem fé- lagarnir segjast vera að berjast fýr- ir. Hverja á að aðstoða? Velferðarkerfinu er ekki ætlað að bæta fjárhag þeirra sem hafa gert starfslokasamninga upp á hund- ruði þúsunda í mánaðarlaun eftir að launavinnu lýkur. Það er hugsað fýrir þá einstaklinga sem af ein- hverjum ástæðum hafa ekki getað tryggt eiginfjárhag til efri áranna. Þannig sé ég þetta kerfi og þannig tel ég að það eigi að virka. Ef sú leið verður farin sem þeir Olafar, Pálar og Benediktar boða nú sem ákafast fýrir kosningar væri eins hægt að loka Tryggingastofn- un ríkisins og eftirláta einstakling- um að tryggja sig sjálfir á efri árum. I málflutningi þeirra gætir hróp- andi ósamræmis. Því hvet ég þessa „baráttujaxla“ eldra fólks til að íhuga betur kröfur sínar - ef þeirra markmið er að rétta hlut þeirra sem úr minnstu hafa að spila. Eldra fólk hvet ég til að halda ró sinni og hugsa skynsamlega um hversu vel okkar ágæti heilbrigðis- ráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, hefur staðið að ykkar málum. Sigurkjörg Björgvinsdóttir Höfundur situr í framkvæmda- stjóm LFK og hefur starfað með eldrafólki í Kópavogi undanfarin ár. Orfá orð um neikvæðar hliðar kvótakerfisins Fjöldi fólks skilur ekki um hvað þessi deila snýst. Það er kannski ekki skrítið, þar sem því er af kvótaflokkunum haldið blákalt fram, að hið firæga góðæri og blómlegt efhahagslíf þjóðarinn- ar, sé kvótakerfmu að þakka? Frjálslyndi flokkurinn hefur á móti lagt ffam eftírfarandi stað- reyndir: Arið 1983 var heildar- þorskafli á Islandsmiðum rúm 300.000 tonn. Árið 1995 eftir 12 ára veiðistjóm var þorskaflinn kominn niður í tæp 170.000 tonn. Við upphaf kvótakerfisins nam heildarbolfiskafli Islend- inga 760 þúsund tonnum, en var kominn í 460 þúsund tonn 1996. Frjálslyndi flokkurinn spyr, get- ur verið að minnkandi fiskafli sé undirstaða velferðar í landinu ? Svarið er auðvitað nei. Þá segja kvótaflokkarnir, að góðærið sé hinni miklu hagræðingu í útgerð- inni að þakka. Frjálslyndi flokkur- inn, sem berst fyrir afiiámi kvóta- kerfisnins eins og það leggur sig, spyr á móti. Getur það virkilega verið, að hagræðing útgerðarinnar sé fólgin í eftirfarandi ? Að skuldir útgerðarinnar hafi á 10 árum aukist úr 37 í 150 millj- arða. Að fiskiskipaflotinn hafi stækkað um 25 % árin 1980 til 1996 Að heildarvélarafl flotans hafi aukist um tæp 30 % á sama tíma- bili. Að olíunotkun á aflaeiningu hafi meira en tvöfaldast á sama tíma, á meðan tækni og gerð veið- arfæra hefur tekið stórstígum framförum. Að afkastageta í hverri rúmlest fiskiskipa hefur minnkað um nær helming. Við segjum aftur nei. Frjálslyndi flokkurinn fullyrðir að fiskveiði- stjórnunin og kvótakerfið hafi brugðist hrapalega í líffræðilegu, félags- og réttarfarslegu tilliti, allt annað séu rangfærslur. Við nefnum dæmi sem allir kannast við, hvaða Islendingur kannast ekki við eftir- farandi: Einstklinga sem fengu gjafa- kvótann, sem þeir síðan seldu og fluttu burt úr sínum byggðarlög- um og skildu atvinnulífið eftir í rjúkandi rúst. Misskiptingu fjármuna og valds. Ríkir kvótaeigendur, leggja hluta síns flota til að leigja fiskveiði- heimildir til hinnar nýju stéttar, þræla eða leiguliða, sem neyðast til að greiða hvaða verð sem er fýrir leigukvótann, vilji þeir halda áffam útgerð. Sjómannastéttin og landverka- fólk orðið að gíslum í eigin um- hverfi. Þrælsótti fyrri alda , hefur á nýjan leik verið innleiddur í ís- lenskt samfélag. Orlög fólksins eru í höndum kvótaeigenda. Nýliðun í atvinnugreininni er útilokuð. Nú er svo komið að aukinn afli þjónar ekki lengur þeim göfuga til- gangi, að bæta almennt atvinnuá- stand og tekjumöguleika fólks í landinu. Daginn sem kvótafram- salslögin tóku gildi, hætti kerfið að virka sem fiskveiðistjórnunarkerfi. Kerfið hafði í einu vetfangi breyst í anhverfu sína, sem eirði engu, hvorki örlögum fólks og atvinnu þess, né fiskistofnunum. Um- gengni manna við auðlindina varð til skammar. Upphófst nú glóru- laust kapphalup einstaklinga til þess að braska með veiðiheimildir, og skara eld að sinni köku. Nú líta kvótaeigendur svo á að auknar aflaheimildir skerði möguleika þeirra til að okra á leigu veiðiheim- ilda til kvótalítilla útgerða. Landssamband íslenskra útvegs- manna leggst gegn auknum afla- heimildum, með þeim rökum að þeir vilji stunda ábyrgar fiskveiðar, þegar raunverulegt markmið er að halda kvótakerfinu óbreyttu, sem lokuðum klúbbi fárra útvaldra. Bankarnir riðu á vaðið og tóku að ausa peningum sem aldrei fýrr í íslenskar stórútgerðir. Verðbréfa- fýrirtækin tóku að spila með fjár- muni lífeyrissjóða og almennings á þessum markaði. Taumlausar hækkanir hafa orðið á veiðiheim- ildum með þeim afleiðingum að skuldasöfnun útgerðarinnar hefur rúmlega fjórfaldast á tíu árum, að hluta vegna flæðis peninga út úr greininni. Ef þessi þróun verður ekki stöðvuð, mun gráðugur út- gerðaraðallinn halda áfram að tappa peningum af sjóðum al- mennings í landinu. Þegar b 1 a ð r a n springur, sitja landsmenn eftir með gjaldþrota út- gerð og mátt- vana lífeyris- sjóði. Þetta eru staðreyndir sem almenningi í land- inu hefur ekki verið gefinn kostur á að kynnast. I hinni opinberu um- ræðu hafa kvótaflokkarnir og sam- tök útgerðarmanna, slegið öfluga skjaldborg um að verja þetta kerfi hvað sem það kostar. Þetta er gert í nafni ffjálshyggju, þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn boðberi frelsis og mannréttinda, kýs að fórna hags- munum almennings, fýrir athafna- ffelsi og einkahagsmuni hinna út- völdu. Sigurður R. Þórðarson skipar l.sæti á framboðslista Ftjálslynda flokksins á Vesturlandi. Sigurður R. Þórðarson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.