Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 27
SSEiísUKOEKI FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 27 VerMaunahafar í skeifukeppninni ásamt lœrimeistara sínum; Svanheiíi Hall Myndir: G.E. Blakað í páskafm Það er komin hefð á blakmót í Grandarfirði laugardag íyrir páska þegar framhaldsskólafólkið af staðnum kemur heim í páskaffí. Mikill blakáhugi er í Grandarfirði einkum meðal kvenna og þar er starfandi áhugasamur blakklúbbur er nefnir sig Sörarnar. Þær efndu til óformlegs blakmóts laugardag fyrir páska þar sem sex lið háðu keppni. Fimm kvennalið og eitt karlalið og keppm allir við alla. Keppikeflið var að sigra karlaliðið en þrátt fyrir hetjulega baráttu kvennaliðanna og ótvíræðan stuðn- ing áhorfenda tókst karlaliðinu að merja sigur. GK Skallaginmur fær Leiftur Skallagrímur hafnaði í öðra sæti E-riðils í deildarbikarkeppninni í knattspyrnu með 12 stig úr fimm leikjum. IBV varð í fyrsta sæti rið- ilsins. í sextán liða úrslitum mæta Borgnesingar Leiftri og er leikur- inn á Leiknisvelli laugardaginn 1. maí kl. 15.00. G.E. Skeifukeppni Bændaskólans á Hvanneyri Sigríður Kristín sigurvegari Valdimar blaðatnaHur frá Morgunblaóinu veitir SigríSi bikarinn eftirsótta. Hinn árlegi skeifudagur Bænda- skólans á Hvanneyri var að vanda haldinn á sumardaginn fyrsta. Skeifudagurinn er nokkurs kon- ar uppskeruhátíð hestamanna í Bændaskólanum. Þá sýna nem- endur í hrossarækt árangurinn af námi sínu en hluti þess er að temja eitt trippi yfir veturinn. Sá sem nær bestum árangri hlýtur hina eftirsóttu Morgunblaðs- skeifu en einnig er Eiðfaxabikar- inn veittur þeim sem skarar ffam úr í hirðingu á hesti sínum. Þá veitir félag tamningamanna ásetuverðlaun þeim knapa sem þykir bera sig best. Aður en sjálf skeifukeppnin hófst hélt hestamannafélagið Grani gæð- ingakeppni sem var öllum opin. Tólf keppendur Tólf nemendur tóku þátt í skeifu- keppninni að þessu sirmi en það er með færra móti. Astæðan er ein- faldlega sú að nemendur í Bænda- deild skólans eru nokkra færri en verið hefur undanfarin ár. Sigur- vegarinn í skeifukepnninni varð Sigríður Kristín Sverrisdóttir með 79,5 stig. I öðra sæti varð Þór Jó- steinsson með 77 stig. Gústaf As- björnsson varð í þriðja sæti með 69 stig, Arnheiður D. Einarsdóttir í þvi fjórða með 63 stig og í fimmta sæti varð Inga Hrönn Flosadóttir með 61 stig. Sigríður Kristín fékk einnig Eiðfaxabikarinn að launum fyrir góða hirðingu og Asetuverð- laun Félags tamningamanna hlut Þór Jósteinsson. Það skyggði að vísu nokkuð á verðlaunaafhending- una að enginn var mættur til að veita Asetuverðlaunin og þau ekki komin á staðinn. G.E. Skólamót sveitaskólanna Það var mikið um að vera í Kleppjárnsreykjaskóla þriðjudag- inn 20. apríl sl. en þar voru saman- komnir um 230 nemendur úr átta sveitaskólum á Vesturlandi og leiddu saman hesta sína í hinum ýmsu íþróttagreinum. Krakkarnir era úr 4 .- 7. bekk Andakílsskóla, Kleppjárnsreykjaskóla, Varma- landsskóla, Heiðarskóla, Lauga- skóla, Laugagerðisskóla, Lýsuhóls- skóla og Grannskólanum í Búðar- dal. Þessi aldurshópur skólanna hittist tvisvar sinnum á vetri og í fyrra sinnið er keppt í ffjálsum íþróttum, fótbolta og fleiri greinum en í síðara skiptið er keppt í sundi, körfubolta, teikningu og fleiru. Eldri bekkir skólanna hafa einnig samskipti sín á milli með svipuðu sniði en þeirra dagur endar venju- lega á miklum dansleik. Rúsínan í pylsuendanum á skóla- mótinu á Kleppjárnsreykjum á þriðjudaginn var heimsókn Helga Ólafssonar stórmeistara í skák sem tefldi fjöltefli við upprennandi skáksnillinga skólanna. Að sögn Guðlaugs Óskarssonar skólastj óra Kleppjárnsreykjaskóla era skólamótin vinsæl hjá nemend- um og kærkomin tilbreyting frá hefðbundinni stundaskrá. G.E. ÍA mætir FH Skagamenn gerðu markalaust leikjum og gerði eitt jafntefli. I jafntefli gegn Víkingi í síðasta sextán liða úrslitum keppninnar leiknum í D-riðli deildarbikar- mæta Skagamenn FH-ingum. keppninnar í knattspyrnu síðastlið- Leikurinn fer fram á Akranesi laug- inn fimmtudag. IA er í efsta sæti ardaginn 1. maí kl. 14.00. riðilsins með 13 stig eftir fiinm G.E. leiki en liðið sigraði í fjóram Nýr þjálfari körfuknattleiksliðs ÍA Brynjar Karl ráðinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks IA í körfuknattleiks í stað Alexand- ers Ermolinski sem hefur þjálfað liðið síðustu ár. Brynjar lék í nokk- ur ár með Skagamönnum og sá þá um þjálfun yngri flokka en þetta er framraun hans sem þjálfari í úrvals- deild. Síðustu tvö ár hefur Brynjar leikið með Val og verið við nám í Bandaríkjunum. Að sögn Sigurðar Sverrissonar formanns körfuknatt- leiksdeildar LA verður leikmanna- hópurinn svipaður og í fyrra nema að ekki er reiknað með að Bjarni Magnússon leiki með liðinu. Einnig er ljóst að enginn útlend- ingur verður með Skagamönnum næsta vetur, að minnsta kosti ekki fyrir áramót. „Það er ekkert leynd- armál að fjárhagsstaða deildarinnar hefur lengi verið erfið og við ædum að mæta því með aðhaldi á öllum sviðum. Við ætlum að reka þetta með þeim formerkjum að hér er öllum velkomið að spila körfubolta en þeir fá ekki greitt fyrir það. Annað hvort er að gera þetta svona eða að körfuknatdeiksdeildin mun smám saman lognast útaf,“ sagði Sigurður. Harrn sagði enn fremur að sögusagnir um að David Bevis væri á leiðinni aftur á Skagann væra ekki á rökum reistar. Æfingar era þegar hafnar hjá IA liðinu og binda menn vonir við að tefla ffarn sterku liði þrátt fyrir auraleysi. G.E. Parí hestamennskunni Það vill þannig tíl að þau Sigríð- ur og Þór sem höfnuðu í tveim- ur efstu sætunum í Skeifukeppn- inni á Hvanneyri síðastliðinn fimmtudag búa saman og má því segja að öll helstu verðlaun dagsins hafi farið inn á eitt heimili. Þegar skóla lýkur fara þau beint í búskapinn að Skriðu í Hörgárdal þar sem þau taka við kúa og hrossa- búskap að sögn Sigríðar. Þau hafa bæði umtalsverða reynslu af hesta- mennsku en Þór hefur stundað tamningar í áraraðir. Sjálf segist Sigríður ekki hafa mikla reynslu af tamningum en hafa stundað útreið- ar frá barnæsku. G.E. Hið sigursæla par. Þór Jósteinsson og Sig- ríður Kristín Sverrisdóttir á reiðskjótum sínum. Mynd: G.E.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.