Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 jatssunu^ Ahorfendurfylgjastflestir augljóslega af athygli með myndinni „You got m@il, “ sem sýnd var íFélagsheimilinu Klifi. Lionsklúbbur Ólafsvíkur gefur kvikmyndavél „Bíó“ í Snæfellsbæ komið til að vera Félagsheimilinu á Klifi, Ólafsvík, var með formlegum hætti afhent síðastliðið sunnudagskvöld kvik- myndasýningarvél til eignar. Það var formaður Lionsklúbbs Ólafsvíkur, Jón Guðmundsson, sem afhenti bæjarstjóra Snæ- fellsbæjar, Kristni Jónassyni gjafabréf því til staðfestingar. Öllum þingmönnum Vestur- lands var boðið að vera við firum- sýninguna. Það ríkti sannkölluð bíóstemm- ing í Snæfellsbæ þennan dag en unga kynslóðin fjölmennti á for- sýningu á Walt Disney-myndinni „Mulan“. Sýningarstjóri verður fýrst um sinn Lionsmaðurinn Emanúel Ragnarsson. Um kvöldið fór síðan fram form- leg afhending tækjabúnaðarins með stuttri athöfn. Við það tækifæri bað formaður Framfarafélagsins í Snæ- fellsbæ, Stefán Jóhann Sigurðsson, um orðið og færði Lionsmönnum viðurkenningarskjal og þakkaði Jón Guðmundsson formaður Lionsklúbbs Olafsvíkur afhendir Kristni Jónassyni bœjarstjóra Snœfellsbœjar gjafabréf jyrir kvikmyndasýningarvél. þeim fyrir framtak þeirra. A árum áður voru kvikmynda- sýningar í gamla félagsheimilinu en eldri kynslóð íbúa býr enn yfir ljúf- um minningum þegar Ottó heitinn Árnason stjórnaði kvikmyndasýn- ingum um langt árabil. Félagsheimilið kostar sjálft upp- semingu tækjabúnaðarins. Ekki þarf að efast um að þing- menn Vesturlands hafi notið þess að taka sér hlé frá kosningaamstr- inu að undanförnu og skemmt sér konunglega með íbúum Snæfells- bæjar á frumsýningu myndarinnar „You’ve got m@il“ með stórleikur- unum Meg Ryan og Tom Hanks. -EMK- Hótel á Sandi Fyrirhuguð er bygging hótels á Hellssandi en hlutafjársöfnun til að fjármagna verkið stendur nú yfir. Að sögn Skúla Alexanderssonar fyrrverandi alþingismanns gengur sú söfnun vonum framar og hafa borist hlutafjárloforð sem gefa til kynna að af framkvæmdum verði. Aætlanir eru uppi um að hótelið taki til starfa eftir eitt ár. Stofh- fundur verður haldinn fimmtudag- inn 29. apríl á Hellisandi. EMK Skúli Alexandersson. 20. apríl, kl. 14.10 - Sveinbarn - Þyngd: 3875 - Lengd 49 cm - For- eldrar: Rannveig Sigurjónsdóttir og Bergsteinn Metúsalemsson, Akranesi. Ljósmóðir: Soffía Þórð- ardóttir. Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuóskir. 17. apríl 1999 í Arendal í Noregi - Sveinbarn. Stóra systir, Guðný Dís, heldur á bróður sínum á myndinni. Foreldrar: Herdís Hall- dórsdóttir og Jón Þór Friðgeirsson frá Borgarnesi. Leiðrétting Allir Skagamenn þekkja þá sómamenn Jóhannes Eyleifs- son og Skarphéðin Árnason og hafa þar af leiðandi ekki tekið mark á ruglinu í blaða- manni Skessuhorns í síðasta tölublaði. Fyrir aðra sem ekki þekkja mennina skal það tekið fram að rætt var við Skarp- héðinn Árnason og er myndin sem fylgdi spjallinu að sjálf- sögðu af honum. K.K. Ohentugt bílastæði Þessi bifreið hafnaði í heldur óhentugu stæði skammt frá Iþróttamiðstöðinni í Borgarnesi síðastliðinn sunnudag. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi vildi óhappið þannig til að tveir bílar voru að koma út af stæði sinnhvoru megin götunnar, samtímis og öku- maður annarar bifreiðarinnar sveigði snöggt til hliðar með þeim afleiðingum sem sjást á myndinni. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar forðaði sér burt af vettvangi að sögn lögreglu. Þrír menn voru í bílnum sem hafhaði ofan á stein- veggnum. Þeir voru allir í beltum og sluppu ómeiddir. Mytid: G.E. Stóra atvinnuvegasýningin í Stykkishólmi Sýningarsvæðið að fyllast Að sögn Valgerðar Laufeyjar Guðmundsdóttur framkvæmda- stjóra Atvinnuvegasýningarinnar sem haldin verður í Stykkishólmi 18. - 20. júní nk. gengur undirbún- ingur sýningarhaldsins vel. „Kynn- ingin hefur farið mjög vel af stað. Sveitarfélög, stofhanir, fyrirtæki og fólk í hverskonar atvinnurekstri á Vesturlandi hafa sýnt mikinn áhuga.Við erum langt komin með að fylla sýningarsvæðið en þegar hafa um 60 aðilar skráð sig til þátt- töku,“ sagði Valgerður. Nú er í gangi samkeppni um nafn og tákn (merki) fyrir sýning- una og eru í boði vegleg verðlaun sem gefin eru af fyrirtækjum í Stykkishólmi. Nafnið og merkið skulu tengjast Vesturlandi og er skilafrestur 30. apríl. Laugardaginn 8. maí, verður síðan námskeið um markaðsmál fyrir þátttakendur sýn- ingarinnar og aðra sem áhuga hafa. Hafharsvæðið á Akranesi. Akraneshöfti Sjóvöm og endurbætur á aðalhahiargarðinum Tilboð bárust firá átta aðilum í sjóvöm og endurbætur á aðal- hafhargarðinum á Akanesi Suðurverk er með lægsta tilboð- ið en það hljóðar upp á kr. 14.646.250 eða 67.9% af áætluðum kosmaði. Suðurverk er einnig með frávikstilboð upp á kr. 12.784.000 Önnur tilboð: Ræktunarsam- band Flóa og Skeiða kr. 15.658.000 (72.6%) Klæðning hf. kr. 18.886.000 (87.6%) Þróttur ehf. kr. 20.000.000 (92.7%) Norðurtak ehf kr. 21.378.000 (99.2%) Friðgeir V. Hjaltalín kr. 22.107.574 (102.5%) Bjarni Vigfússon kr. 27.534.000 (127.7%) Skóflan hfkr. 30.138.000 (138.8%). Skóflan hf. er einnig með tvö ffávikstilboð, annað hljóð- ar upp á kr. 26.447.000 og hitt kr. 28.187.000. K.K

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.