Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 Á þessu kjörtímabili hefur Framsóknarflokkurinn barist fyrir framförum í þjóðfélaginu. Þegar litið er til baka setti flokk- urinn sér háleit markmið fyrir síð- ustu kosningar og sérstaklega að skapa 12.000 ný störf fyrir alda- mót. Andstæðingar okkar hlógu og sögðu barnalegt að koma fram með markmið sem allir vissu að aldrei myndi nást. Nú vilja þeir sem minnst um þetta tala af því að Eitthvað annað markmiðið hefur þegar náðst, - verkin tala. Við Framsóknarmenn börðumst fyrir að flytja Landmælingar á Akranes, við börðumst fyrir álveri á Grundartanga, við börðumst fyr- ir virkjunarframkvæmdum og línu- mannvirkjum. Allt þetta hefur styrkt og eflt atvinnulíf á Vestur- landi á þessu kjörtímabili. Dæmin á þessu kjörtímabili sanna að stjórnarandstaðan hefur barist á móti öllu sem skapar atvinnu, hvort sem það er flutningur ríkis- fyrirtækja, orkufrekur iðnaður eða hátæknistörf. Samfylkingin greiddi ekki atkvæði með flutningi Landmælinga, enginn samfylk- ingamaður greiddi atkvæði með því að flytja Landmælingar á Akra- nes. Þeirra lóð var lagt í úrtölur en ekki uppbyggingu. Nú boðar Samfylkingin að bylta stjórnun sjávarútvegsmála árið 2002. Hvernig hún á að vera, er aukaatriði, um það eru engin svör. Þeir virðast ekki vita að vinnslufyr- irtæki eru bundin af sölusamning- um til langs tíma, atvinna og vinnsla eru skipulögð til a.m.k. tveggja ára. Samfylkingin vill gera tilraunir með fjöregg þjóðarinnar,- sjá svo til. Það er ábyrgðarleysi. Samfylkingin hefur barist gegn flestum framfaramálum í þjóðfé- laginu á undanförnum árum og þeirra svar er eitthvað annað en enginn veit hvað. Ábyrg atvinnustefna Framsókn- arflokksins er undirstaða velferðar- innar. Áfram berjumst við fyrir uppbyggingu atvinnu, ffamförum og fjölgun starfa. Styrking Vega- gerðar ríkisins í Borgarnesi er næsta verkefni, höldum áfram að flytja hluta af starfsemi ríkisins út á landsbyggðina og staðsetjum vinnu við undirbúning og vinnslu gagnagrunns á heilbrigðissviði utan höfuðborgarsvæðisins. Með búfræðslulögum eru styrkar stoðir settar undir starfsemi há- skólans á Hvanneyri og eykur líkurnar Ingibjörg á að hægt verði Pálmadóttir að flytja RÁLA í mekka landbúnaðarins á Islandi. Oflugt atvinnulíf er undirstaða aukinnar velferðar á Islandi. Vel- ferðarsáttmáli fyrir þá sem verst standa byggir á stöðugleika, öflugu og traustu atvinnulífi. Fyrir því er Framsóknarflokknum treystandi, verkin tala. Ingibjörg Pálmadóttir 1. þingmaður Vesturlands. Veljum jöfitiuð í stað misskiptingar Á valdatíma núverandi stjórnar- flokka hefur átt sér stað mikil sam- þjöppun valds og fjármuna. Nægir þar að nefna sjávarútveginn þar sem hið alræmda kvótakerfi hefur leitt til gríðarlegrar eignatilfærslu og búseturöskunar. Og á fjár- magnsmarkaði skipta Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn með sér völdum og áhrifum samkvæmt reglum sínum um helmingaskipti eins og þjóðin þekkir úr fortíð og nútíð. Misskipting efnahagslegra gæða er mikil og hefur farið vaxandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Lýðræðið á erfitt uppdráttar þar sem rang- lætið skiptir samfélaginu upp í andstæður. Þess vegna er misréttið bæði siðlaust og hættulegt. Meginmarkmið Samfylkingar- innar er að auka jöfnuð, réttlæti og lýðræði í landinu. Hún mun berj- ast gegn þeirri öfugþróun sem stjórnarflokkarnir hafa leitt yfir samfélagið og vill að gefið verði upp á nýtt. Lífskjarajöfhun og bætt samfélagsþjónusta Skattkerfinu var á sínum tíma beitt til að bæta afkornu og rekstrarum- hverfi atvinnulífsins og var það vel. Atvinnufyrirtækin þurfa að geta vaxið og dafnað í heilbrigðu um- hverfi til að geta greitt góð laun og staðið undir öflugu velferðarkerfi. Nú er orðið tímabært að beita skattkerfinu til að bæta afkomu fólksins í landinu og þá sér í lagi þeirra sem minnst hafa borið úr býtum. Vegna tómlætis ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í velferðarmál- um búa margir sjúklingar, aldraðir og öryrkjar við óöryggi og bága stöðu. Ekki bætti úr skák að bóta- og skattkerfinu var breytt til óhag- ræðis fyrir þessa hópa. Nýlega hækkaði þó grunnlífeyrir almanna- trygginga og var nú kominn tími til. Kröfur samtaka aldraðra og ör- yrkja sem stjórnarandstaðan hefur ítrekað tekið upp á Alþingi hafa ekki átt upp á pallborðið hjá ríkis- stjórninni þar til núna, stuttu fyrir kosningar. Mikið vantar þó á að kaupmáttur þessara hópa hafi auk- ist til jafns við aðra. Samfylkingin vill bæta samfé- lagsþjónustuna, koma á nýju kerfi almannatrygginga, gera verulega uppstokkun á umhverfi barnafólks, bæta kjör og aðstæður einstæðra foreldra, aldraðra, öryrkja og ann- arra hópa í þjóðfélaginu sem minna mega sín. Hvar er víglínan í ís- lenskum stjómmálum? Tökum þátt í þeim breytingum sem Samfylkingin vill gera til að auka jöfnuð og réttlæti í samfélag- inu. Breytingum sem afnumið gætu forréttindi sérhagsmuna- hópanna sem öllu virðast ráða á ís- landi í dag. Valið er auðvelt: Að kjósa ríkis- Agætu íbúar Borgarbyggðar! Penninn Það voru kaldar kveðjur sem mér voru sendar á síðasta bæjarstjómar- fundi, þegar mér vom gefnir þrír tímar til að tæma skrifstofu mína efrir tólf ára starf. Vinnubrögð ffamsóknarmanna vom með ólík- indum, varðandi það hvernig að brottrekstri mínum var staðið. Á allan máta var þess gætt að láta líta svo út að ég hefði brotið af mér í starfi. Forseti bæjarstjómar reynir í síðasta tölublaði Skessuhorns að réttlæta þessi vinnubrögð á vægast sagt hjákátlegum forsendum, en það er oft þegar menn lenda í vandræð- um að þeir ákveða forsendur gjörða sinna efrir á. Að endingu stendur það upp úr að mér var vikið úr starfi bæjarstjóra, fyrir þær sakir einar að gæta hagsmuna bæjarins í mjög stóm máli . Við það var beitt þeim vinnubrögðum sem flestum em kunn. Fyrir þá sem ekki þekkja, þá er það hlutverk bæjarstjóra að gæta hagsmuna Borgarbyggðar. Hafa skal það sem sannara reynist. Eftir meirihlutaslitin mátti búast við óvægnum umræðum um málefhi bæjarfélagsins og einnig mín per- sónulegu málefni. Nú er svo komið að ég sé mig knúinn til að leiðrétta ýmsar rangfærslur sem menn hafa látrið falla á undangengnum tveimur vikum. Það er athyglivert að sumar þessara rangfærslna em settar ffam af mönnum sem vita betur, en sennilega hefur sannleikurinn ekki hentað þeim í það skiptið. I þessari grein æda ég að leiðrétta rangfærslur varðandi tvö mál. Það er málflutning ffamsóknarmanna varðandi samning um uppfyllingu við Brúartorg, sem felldur var í bæj- arráði. Einnig æda ég að leiðrétta rætið umtal um afnot mín af bæjar- biffeið. Sanmingurinn við Borgarverk: Það undarlega gerðist í því máli, að samningur sá sem gerður var við Borgarverk var felldur í bæjarráði, þrátt fyrir að hafa verið gerður að beiðni bæjarráðs. Mikið hefur verið rætt um samninginn en það sem stendur upp úr er lesskilningur ffamsóknarmanna. I ljósi þess á hvern máta bæjarfulltrúar Fram- sóknarflokksins hafa tjáð sig um málið hef ég afráðið að birta samn- inginn og er það gert með samþykki Borgarverks. Samningurinn er birt- ur hér í heild sinni, en 4. greinin er sú sem menn eru ekki sammála um. Ásteitingsatriðin eru feidetruð. SAMNINGUR Borgarbyggð kt. 510694-2289 og Borgarverk hf. kt. 540674-0279, gera með sér eftirfarandi samning. 1. gr. Borgarverk hf. fær land undir uppfyllingu neðan við Brúartorg 6 og meðffam hringvegi að leiðigarði við skolpdælustöð samkvæmt skil- yrðum er sett verða ffam í þessum samningi. 2. gr. Borgarverk hf. skal sjá um upp- fyllingu á landinu samkvæmt við- komandi verklýsingu og teikning- um. Eftirlit með ofangreindri ffam- kvæmd fyrir hönd Borgarbyggðar verður í höndum Verkffæðistofu Sigurðar Thoroddsen. 3. gr. Deiliskipulagi fyrir ofangreint svæði er ekki lokið. Borgarverk hf. skuldbindur sig til að hlýta þeim skilmálum, kvöðum og skipulagi, er um þetta landsvæði verða sett af Borgarbyggð. Ef bæjaryfirvöld Borgarbyggðar telja skynsamlegt að skipta landsvæðinu upp í nokkrar lóðir f ljósi staðfests deiliskipulags, hafa þau fullan rétt til þess. 4. gr. Þar sem lóð hefur ekki verið úthlutað, sættir Borgarverk hf. sig við að bæjarstjóm úthlutri lóð- inni, en áður en það verður gert, skal hún greiða Borgarverki hf. upp- fyllingu lóðarinnar samkvæmt mati sbr. 5. gr. Hafi Borgarbyggð ekki greitt Borgarverki uppfyllingu lóðarinnar innan sex mánaða frá því deiliskipulag hefur verið sam- þykkt verður Borgarverk lóðar- hafi án frekari umsóknar. 5. gr. Borgarbyggð skal innleysa ofan- greinda uppfyllingu samkvæmt mati Verkffæðistofu Sigurðar Thorodd- sen og skuldbinda báðir aðilar sig til að hlýta því mati. Framangreindu til staðfesm, rita aðilar nöfn sín í viðurvist votta. Borgamesi 24/2 1999. F.h. Borgarverks hf. Sigvaldi Arason, ffamkv.stj. sign. F.h. Borgarbyggðar með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Oli Jón Gunnarsson, bæjarstj. sign. Fullyrðingar framsóknarmanna um að með samningi þessum sé ver- ið að úthluta Borgarverki lóðinni til ráðstöfunar era ótrúlegar þegar upphaf 4. greinar samningsins er lesið. Getur það orðið skýrara en í þessum samningi að það er bæjar- stjóm sem úthlutar lóðinni? Fram- sóknarmenn halda því ffam að með orðunum „Hafi Borgarbyggð ekki greitt Borgarverki uppfyllingu lóð- arinnar ... „ sé verið að úthluta Borgarverki lóðinni til ráðstöfunar. Þessi lesskilningur á 4. greininni er með ólíkindum. Eina leiðin til að þetta gerist er að bærinn hreint og beint hætti við að borga fyrir upp- fyllinguna. Þrátt fyrir að framsókn- armenn hafi tekið upp á ótrúlegustu hlumm upp á síðkastið, þá er þessi hugsun ffáleit. Nú er þessi samningur sem svo mikið hefur verið rætt um komin ffam í dagsljósið og getur þá hver sem vill séð hverslags útúrsnúning- stjórnarflokk- ana og sömu spil eða Sam- fylkinguna með nýjar áherslur og ný vinnubrögð sem dugir ís- lensku samfélagi á nýrri öld. Þeir sem hafa fjóra ása á hendi biðja ekki um að gefið sé upp á nýtt! Breytum rétt á Vesturlandi, tryggjum Jóhanni Ársælssyni og Gísla S. Einarssyni sæti á Alþingi. Það gerum við aðeins með því að kjósa Samfylkinguna í kosningun- um 8. maí. Guðrún Konný Pálmadóttir, Búðardal, skipar 8. sati Samjýlkingarinnar á Vesturlandi. Guðrún Ko?mý Pálmadóttir. um Framsókn- arflokkurinn beitir. Óli Jón Gmmarsson Afitiot bæjarbifreiðar: Akveðnir aðilar hafa talið rétt að koma því í umræðuna, að ffá þeim tíma er mér var sagt upp störfum hafi ég notað bæjarbiffeiðina, JX- 707, til einkanota, og í raun farið með bifreiðina sem mína eigin. Þetta eru hrein ósannindi, og lýsir þeim best sem halda þessari um- ræðu á lofti. Síðan 16. apríl hefur bifreiðin ekki verið hreyfð. Eg mun skila henni til bæjarins um mánaðar- mótin þegar leyfi mínu ffá störfum lýkur. Ástæða þess að ég haga mál- um með þessum hætti er sú aðför sem gerð var að starfsheiðri mínum á síðasta bæjarstjómarfimdi. Að lokum. Ég vona að mér hafi tekist að varpa ljósi á nokkur þeirra mála sem eru í umræðunni innan bæjarfélagsins. Það er dapurlegt á að horfa þegar hefnigimd og rætni nái yfirhönd- inni hjá andstæðingum í pólitík. Þegar svo er komið situr málefinaleg umræða á hakanum og hagsmunir bæjarfélagsins eru ekki hafðir að leiðarljósi. Með kærri kveðju, Olijón Gunnarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.