Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 21
SSESSIÍH©EK FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 21 Aflabrögð í síðustu viku far vf. f tonn Akranes Aðalst. H grásl. 1 0,2 Bresi net 4 5,3 Emilía Ifna 1 1,4 Harpa net 2 0,3 Hrólfur net 4 5,9 Keilir net 1 0,1 Máni net 1 0,2 Mundi lína 2 1,1 Rún lína 1 0,9 Sigrún net 6 8,5 Síldin net 5 10,3 Særún net 4 4,7 Þura lína 4 2,9 Öggur Samtals handf 1 0,8 42,6 Grundarfjöröur Farsæll botnv 1 44,6 Hringur botnv 1 85,2 Pétur jakob dragn 4 0,0 Prins handf 3 0,7 Sævar handf 1 0,1 Brynjar lína 3 8,8 Gæfa lína 4 7,3 Láki Ifna 4 7,0 Már Ifna 4 10,5 Milla lína 5 7,6 Pétur Konn Ifna 5 11,3 Ritan Ifna 3 2,7 Þorleifur lína 3 2,8 Garpur net 4 7,2 Haukaberg net 5 21,9 Lárberg net 3 3,2 Pegron net 4 3,9 Pétur Jakop net 4 9,5 Smári Samtals net 3 2,7 237,0 Rifshöfn Hamar botnv 2 27,4 Auðbjörg dragn 3 25,2 Bára dragn 8 13,8 Fúsi dragn 5 5,7 Þorsteinn dragn 6 20,7 Aldan handf 1 0,9 Jóa handf 3 2,7 Kári II handf 5 8,0 Leifur handf 4 4,9 Pollux handf 2 1,1 Sæfari handf 1 0,2 Bjössi lína 5 7,4 Gubbjartur lína 6 17,7 Heiðrún lína 5 10,8 Sæhamar lína 1 0,8 Særif Ifna 5 10,9 Þerna lína 2 2,3 Faxaborg net 6 23,8 Hafnart. net 7 10,0 Magnús net 8 26,1 óli Færey. net 3 3,9 Saxhamar net 6 30,0 Örvar net 9 40,1 Samtals 294,4 Stykkishólmur Kristinn F botnv 1 30,9 Ásborg handf 2 0,7 Bryndís handf 2 1,7 Denni handf 2 2,7 Elín handf 3 3,1 Lára handf 2 1,9 Ljúfur handf 1 0,4 Rán handf 3 2,9 Sif handf 4 4,5 Teista handf 5 1,6 Guðlaug Ifna 2 5,3 Jónsnes lína 3 2,4 Kári lína 4 10,0 Arnar net 5 18,9 Ársæll net 5 23,5 Þórsnes net 3 13,6 Þórsnes II net 4 22,2 Samtals 146,3 skessuh @ aknet.is Matstofan Brákarbraut 3-Borgarnesi Gleðigjafinn Ingimar spilar á föstudagskvöld á Dússabar latstQfsrí Unga fólláð og SamfyUángin Þeir eru margir sem kjósa í fyrsta skipti í alþingiskosning- unum 8. maí. Það skiptir miklu máli fyrir þróunina í stjómmál- um að ungt fólk verði virkt í þeirri umræðu sem fram fer, því rödd okkar verður að heyrast. Eg hef mikið velt fyrir mér hverjar áherslur ungs fóks eru og hvemig fylgi þess skiptist í skoðanakönnunum. Um þessar mundir hellist yfir okkur hver skoðanakönnunin af annarri og mikið er rýnt í og rætt um niðurstöður þeirra. Það hefur verið nokkuð áberandi að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haft geysi- lega mikið fylgi í þessum könnun- um og þá ekki síst hjá ungu fólki. Eg hef rætt mikið við ungt fólk um þær kosningar sem framundan em, mín tilfínning er því miður sú að ungt fólk hafi lítinn sem engan áhuga á stjórnmálum og vilji helst ekki blanda sér í stjórnmálaum- ræðuna. Það virðist eitthvað vanta í þessari kosningabaráttu sem höfðar til ungs fólks. Það er enginn vafi á að unga fólkið er framtíðin og með aukinni virkni þess í stjórnmálaumræðunni getur það haft bein áhrif á eigin framtíð. Af þessum sökum vil ég hvetja allt ungt fólk að kynna sér stefhuskrár flokkanna, gera upp liðið kjörtímabil og taka afstöðu út ffá þeim forsendum. Ein helsta forsenda framfara er að fólk rýni í málin, rökræði og forðist skoðanafælni. Eg hef mikla trú á að ef að ungt fólk verður virkara í stjórnmálum, tekur virk- ari þátt í umæðu um landsmál og tekur afstöðu út frá sinni sannfær- ingu þá mun fylgi þessa hóps dreifast öðruvísi en það gerir í dag. Samfylkingin er fyrir ungt fólk Ungt fólk á svo sannarlega sam- leið með Samfylkingunni. Sam- fylkingin er nútímaafl sem byggir á hugsjónum félagshyggju og jafh- aðarstefhu. Hugsjónum um rétt- látara þjóðfélag, þjóðfélag fyrir alla. Framboðslistar Samfylkingar- innar eru vel skipaðir og á listun- um er mikið af ungu fólki alls stað- ar af landinu. Þetta baráttuglaða fólk er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu til að skapa betra þjóðfélag. Ég hvet alla kjósendur til að kynna sér stefnu Samfylkingarinnar því hér er kominn nýr valkostur í ís- lenskum stjórnmálum, afl sem vill breyta. I þessum kosningum þarf að þora, þora að breyta rétt. Eggert Herbertsson, rekstrarfræðinemi við Samvinnu- háskólann á Bifröst, skipar 5. sætið á lista Samfylkingarinnar áVesturlandi. Byggjum traustan grunn fyrir unga fólldð ! Blásið er til sóknar. Kjarkurinn er á miðjunni. Grunnur okkar er í verkum Framsóknarflokks- ins. Nú í komandi kosningum mun- um við þurfa að gera upp hug okk- ar um val á fulltrúum okkar kjör- dæmis til stjórnar þessa lands. Margt er í boði en misgott. Sem ungur kjósandi með ákveðnar heildarlausnir í huga er valið auð- velt. Velja þarf traustan flokk sem efhir loforð, ver rétt manna til að lifa í sómasamlegu þjóðfélagi, tek- ur á málunum og tekur á málum allra. Málefhi unga fólksins koma þar við sögu. Framsóknarflokkurinn sýnir , „sölumönnum dauðans“ rauða spjaldið. Þeir hafa herjað of lengi á lífsmynstur æsku landsins, þeim er úthýst og fórnarlömbum þeirra komið til bjargar. Þetta þorir Framsóknarflokkurinn. Flokkur- inn hefur verið með í því að stýra íslensku menntakerfi í réttan far- veg. Aherslan á aukið ffamboð menntunar á háskólastigi á lands- byggðinni og að ekki verði tekin upp skólagjöld í grunn- og frarn- haldsskólum eru í fararbroddi í þeim farvegi. Ekki má gleyma að námsmönnum verður að tryggja námslán við hæfi. Þetta vill Fram- sóknarflokkurinn. Þetta viljum við. Fyrir þessu hefur flokkurinn barist, þetta er það sem koma skal. Traust Framsóknarflokksins á ungt fólk er virðingarvert. Af 126 frambjóðendum flokksins fyrir þessar kosningar eru 42 á SUF aldri. Þetta sýnir að flokkurinn treystír ungu fólki, tekur mark á hugmyndum þeirra og virkjar þetta fólk til afreka á nýrri öld. Ungt fólk! Framsóknarflokkur- inn á erindi við ykkur. Tökum þátt í því að setja fleiri og glæsi- legri Islandsmet í efhdum kosn- ingaloforðum á komandi kjörtíma- bili. Forysta okkar er mikilvæg, flokknum á Vesturlandi hefur ver- ið veitt trygg og öflug forysta. Ingibjörg Pálmadóttir er okkar leiðtogi, tryggjum henni sæti 1 .þingmanns Vesturlands áfram og öruggan ráðherrastól. Hún lætur hendur standa fram úr ermum, hefur unnið gott starf og er tilbúin að vinna fyrir okkur, og ekki síst fyrir okkur unga fólkið. Ekki er síður mikilvægt að Magnús haldi þingsæti sínu, þar er ungur maður sem við unga fólkið ættum að tryggja ör- uggt sæti á Alþingi Islendinga við Austurvöll. Valið er augljóst. Enga útúr- dúra tíl hægri eða vinstri, veljum traust miðjuafl sem skilar árangari. Kjósum Framsóknarflokkinn. Einar Karl Birgisson, nemi Einar Karl Birgisson Hendur fram úr ermum, Framsóknarmenn Penninn Framsóknarmenn á Vesturlandi eiga firamundan skemmtilegan lokaslag í kosningabaráttunni. Skoðanakannanir eru flokknum óhagstæðar eins og svo oft áður en það er einmitt þá sem fram- sóknarmenn sýna hversu öflug- ir þeir eru. Þessi góða vika sem efitir er mun duga okkur til að tryggja kosningu Magnúsar Stefánssonar af því að nú látum við hendur standa fram úr erm- um. Framsóknarflokkurinn er eina framboðið sem í raun hefur dreift valdi og ákvarðanatöku um landið. Með því tryggir flokkurinn að önnur sjónarmið en þau sem vilja samþjöppun valds og auðs á einn stað verði allsráðandi. Fylgið er jafnt og mikið í öllum landshlut- um, sem sýnir að áherslur flokks- ins á bætt mannlíf um land allt samfara sterku atvinnulífi í sátt við umhverfið er stefna sem fólk hefur trú á. Stórir hópar fólks koma að flokksstarfinu, en það tryggir að forystumennirnir vita hvar hjartað slær og hversu öflugt. En þegar vel árar eiga menn til að fyllast værukærð, falla fyrir ódýrum slag- orðum og gleyma því að oft glym- ur hæst í tómri tunnu. Vöknum af dvalanum framsóknarmenn og fýlkjum fram tíl sigurs. Sjálfstæðis- flokkurinn sækir stærstan hluta af óskiljanlega miklu fylgi sínu til Reykjavíkur og Reykjaness. Þar liggur líka hið raunverulega vald hans. Þar eru formaður og vara- formaður og hafa verið lengi. Þar búa allir ráðherrar flokksins og þó tveir þeirra séu munstraðir úti á landi eru þeir Reykvíkingar. Það eru engar líkur á að þetta sé að breytast, a.m.k. ekki Vesturlandi í vil. Þar komast menn ekki hærra í virðingarstigann en að vera orðað- ir við varaformannsslag en þora ekki. Vesmrland hefur ekkert að gera við slíka forysmmenn. At- kvæði greitt Sjálfstæðisflokknum á Vesmrlandi tryggir áframhaldandi gíslingu landsbyggðarinnar hjá Reykjavíkurvaldi íhaldsins. Samfylkingin glímir við mörg þau sömu vandamál og hrella íhaldið. En málefnafátæktín og andleysið er þó öðra yfirsterkara. Stefnuskráin er innantóm og for- ystumennirnir tala hver í sína átt- ina. Fortíðin á að vera gleymd og einungis bjart og fagurt ffamund- an. En hinn napri og dapri raun- veraleiki er allt annar. Engin sátt hefur náðst um stefnu í landbún- aði, sjávarútvegi og byggðamálum og alls ekki um utanríkismál. Eg skora hér með á þá íbúa Vestur- lands sem ætla að kjósa Samfylk- inguna að lesa greinar Magnúsar Arna Magnússonar alþingismanns um stöðu Reykjavíkur og ekki síð- ur að kynna sér framtíðarsýn Agústs Einarssonar alþingismanns í landbúnaði og sjávarútvegi. Það skulu þeir bera saman við málflutn- ing þeirra fé- laga Jóhanns og Gísla hér á Vesturlandi. Og ef einhver heldur að á Vesturlandi sé að finna ráð- herraefni Samfylkingarinnar þá fer hinn sami mjög villur vegar. Vestlendingar. Nú er við kjós- um í síðasta sinn í Vesturlands- kjördæmi getum við styrkt lands- hlutann með því að kjósa áhrifa- manninn Ingibjörgu Pálmadóttur tíl áframhaldandi forystu. Um leið búum við í haginn fyrir ffamtíðina og tryggjum Vesturlandi forystu í nýju kjördæmi. Það verða ekki aðrir flokkar til þess. Sveinbjöm Eyjólfsson Hvanneyri. Sveinbjöm Eyjólfsson Aðsendar greinar sendist: lundi @ aknet.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.