Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1999 13 „.mnhu,. Samvinnuháskólinn eignast sumarhús Ami Geir Þói'marsson fyrrverandi formaður nemendasambands Samvinnuskólans og SamvinnuhdskólaTis tekurfyrstu skóflustunguna aó sundlaugannannvirkjum á Bifröst. Mynd: MM Á árlegu opnu húsi Samvinnuhá- skólans á Biíiröst sl. laugardag var skólanum færð höfðingleg gjöf. Það voru hollvinasamtök Samvinnuskólans og Samvinnu- háskólans sem færðu skólanum sumarhús sem stendur í ná- grenni Biffastar. Andvirði húss- ins verður nýtt til þess að hefja byggingu vað- og setlaugar sem jaíhífamt verður fyrsti áfangi í ffamkvæmdum við sundlaugar- mannvirki á staðnum. Það var formaður hollvinasam- takanna, Sigrún Jóhannesdóttir, sem afhenti Jónasi Guðmundssyni rektor lykla að húsinu ásamt afsali. I máli Sigrúnar kom fram að þetta væri önnur gjöf hollvinasamtak- anna í sundlaugarsjóðinn. Síðast liðið ár gáfu fyrrum nemendur eina milljón króna sem stofnframlag í sjóðinn og að viðbættu söluandvirði hússins hafa því samtökin lagt 4,5 milljónir til ffamkvæmdanna. Eftir að rektor hafði þakkað hlý- hug fyrrum nemenda í garð skólans var gengið út þar sem sundlaugar- mannvirki munu rísa og kom það í hlut Árna Geirs Þórmarssonar fyrr- verandi formanns nemendasam- bandsins að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri sundlaug. Með þessum mannvirkjum batn- ar aðstaða nemenda og starfsfólks Samvinnuháskólans til muna frá því sem verið hefúr. Sökum húsnæðis- skorts varð að taka fyrrum íþrótta- sal skólans undir kennsluaðstöðu fyrir fjórum árum síðan og hafa því nemendur skólans orðið að sækja íþróttatíma að Varmalandi eða í Borgarnes vilji þeir stunda íþróttir af einhverju tagi. -MM Hellisbúinn sló í gegn í Félagsheimilinu á Klifi, Ólafsvík íbúar Snæfellsbæjar tóku vel á móti leiksýningu á leikritinu „HeIIisbúinn“ sem Sigurður Sig- urjónsson leikstýrir. Leikritið hefúr verið til sýninga í íslensku óperunni í vetur við góðar undirtektir. Aðeins einn leikari er í leikritinu en það er Bjami Haukur Þórsson. Sýningargestir kunnu vel að meta leiksýningu sem þessa en fjöldi gesta var hátt á fimmta hundrað. Áhugi fyrir leiklist er mikill hér í Snæfellsbæ og vert er að geta þess að yngri nemendur við Grunnskóla Olafsvíkur fóru í leik- húsferð til að sjá „Pétur Pan“ í Borgarleikhúsinu. Þá er viðeigandi að taka það ffam að þrátt fyrir mik- inn áhuga á leiklist hefur Leikfélag Olafsvíkur ffestað um óákveðinn tíma uppsetningu á fyrirhuguðum leikþætti „Lífið er lotterí“ effir Jónas Amason af óviðráðanlegum ástæðum. -EMK- Fegurðardísir í fjársöfhun Þann 21. maí næstkomandi verð- ur Ungffú Island árið 1999 útnefnd með pompi og prakt. Þrjár Vest- lenskar fegurðardísir taka þátt í keppninni að þessu sinni, þær Katrín Rós Baldursdóttir, Anna Þóra Þorgilsdóttir og Hrönn Sig- valdadóttir, allar af Akranesi. Stúlk- umar verða í þjálfun í Reykjavík ffam að keppninni og að sögn Silju Allansdóttur framkvæmdastjóra Fegurðarsamkeppni Vesturlands mæta þær allar vel tmdirbúnar til leiks og ekki þarf að efa að þarna em á ferðinni veglegir fulltrúar Vesturlands. Silja sagði þátttöku í keppninni vera mjög kostnaðarsama enda þurfa stúlkurnar að fara nær dag- lega til Reykjavíkur og auk þess bætist við ýmis önnur útgjöld. Þessa dagana era þær stöllur að banka upp á hjá fyrirtækjum á Skaganum og leita efrir styrk til að Frá Feguröarsamkeppni Vesturlands í Olafsvíkfyrr í vor. fjármagna þátttökuna. Silja kvaðst hendi rakna enda væri varla hægt að vilja beina því til forsvarsmanna hugsa sér betri kynningu fyrir stað- fyrirtækja á Akranesi að þeir tækju inn en þessar glæsilegu ungu konur. vel á móti stúlkunum og létu fé af G.E. Snæfellsbær Kiwanis og ungir vegfarendur Sumardaginn fyrsta fór ffam ár- leg afhending reiðhjólahjálma- og veifa til sjö ára bama í Snæ- fellsbæ. Kiwanisklúbburinn Korri hefúr staðið fyrir forvörnum vegna nýrra vegfarenda í nokkur ár. Aðrir styrktaraðilar í samvinnu við Kiwanismenn að verkefninu eru Vátryggingafélag Islands, Sjóvá-Al- mennar og Sparisjóður Olafsvíkur. Slysavarnarfélagið Sumargjöf lagði til aðstöðu í Mettubúð í Ólafsvík þar sem öllum viðstöddum var boðið upp á veitingar. Fulltrúi Slysavarnafélagsins lagði áherslu á notkun reiðhjólahjálma og að börnin hjóluðu ekki á götun- um. Börnin tóku vel þeim ábend- ingum um að hjóla á afgirtum svæðum og á gangstéttum. Þá var bömunum gefin kostur á að koma með sínar skoðanir og ábendingar um það sem betur mætti fara í um- ferðinni. Komu fram ýmsar at- hugasemdir og ljóst var að bömin þekktu vel til umferðalaga. Lögreglan í Snæfellsbæ tók þátt í þessum viðburði og miðlaði upp- lýsingum til barnanna um þær hættur sem em í umferðinni. Þá fengu bömin einnig skoðun á reið- hjólin. Lögreglan lagði áherslu á að börnin miðluðu þekkingu sinni til foreldra og forráðamanna. Ökumenn em beðnir að sýna nýjum vegfarendum þolinmæði og varúð í umferðinni. -EMK- ' Iðnaðarhúsnæði óskast ! Óskum eftir ca. 200 fm iðnaðarhúsnæði til kaups eða leigu í Borgarnesi. Nánari uppl. í síma 437 1930 eða 437 0066 hs. Baráttukveðjur á verkalýðsdaginn 1. MAÍ1999 BARÁTTUDAGURVERKAFÓLKS Verkalýðsfélag Stykkishélms hefur opíd hús (Verkalýðshúsíð) laugardagínn 1. maí kl. 15.00 tíl 17.30. Harmaníkkusveít Stykkíshalms leikur víð Verkalýdshúsíd kl. 15.30 Sljdrnandí: Hafsteinn Sígurdssan. Frambjadendum tíl Alþíngis er badíd oð flytja stutt dvdrp. Sveínn Adalsteínn leíkur og syngur i nakkur Idg. 5 5 1 Sœjanfiútvi lítccL vilcL oy rceclucK vhMík. Badíd er uppd kafFI og medlcetí. VERKALÝÐSFÉLAG MUNIÐ MERKI STYKKISHOLMS DAGSINS v________________________________J Verkalýðsfélag ðnæfellsbæjar o§ ðtarfsmannafélag Dala- og (Snasfellsnessýslu 1. maí samkoma Verkalýðsfélags (Snasfellsbasjar og starfsmannafélags Dala- og ðnasfellsnessýslu verður í Félagsheifliilinu KLIFI Olafsvík og hefet kl. 15.30 r r Avarp: Arni Guðmundsson formaður étarfemannafélags Hafnarfjarðarbæjar Lúðrasveitin énær r Helga Draga og Olafia Hrönn Leiklestur: Kolbrún Djörnsdóttir Allir velkomnir Vlf. Snæfdbbasjar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.