Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 02.12.1999, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 47. Ibl. 2. árg. 2 ■ desember 1999 Kr. 200 í lausasölu 1 lok hverrar annar í FVA klæða útskriftamemar sig upp í tilefni af dimmisjón og mála þá gjaman bæinn rauðann eins og það heitir. I þetta sinn brugðu útskriftamemar sér í hujidsgerft og hafa trúlega litið brunahana bæjarins hýru auga - það er að segja þeir sem lijðu sig inn í hlutverkið. Skessuhom óskar útskriftamemum sem og öðrum nemum FVA ánægjulegra prófdaga. Mynd K.K. Uppsagnir hjá HB Haraldur Böðvarsson hefur sagt upp 18 manns í fiskvinnslu fyrir- tækisins á Akranesi en þar hafa starfað tæplega 100 manns. Að sögn Haraldar Sturlaugsson- ar framkvæmdastjóra er ástæða uppsagnanna endurskipulagning á vinnslunni í frystihúsi fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur fjárfest í nýjustu vinnslulínunum frá Skaganum og Marel og segir Haraldur að við þær breytingar fækki störfum í frysti- húsinu sem nemur uppsögnunum nú. I vinnslu fyrirtækisins í Sand- gerði hefur störfum fækkað í stoð- deildum en að sögn Haraldar hefur ekki enn tekist að fullmanna nýja Loðnuþurrkunarverksmiðju fyrir- tækisins þar. Sagði hann ennfremur að ekki væri frekari uppsagna að vænta hjá fyrirtækinu. GE Búlandshöfði vígður Nýr vegur um Búlandshöfða á Snæfellsnesi var formlega opnaður síðastliðinn föstudag og þar með er samfellt slitlag komið á veginn milli Grundarfjarðar og Snæfells- bæjar. Upphaflega var áætlað að verk- inu yrði lokið í ágúst á næsta ári og er verkið því tæpu ári á undan áætl- un. Það var samgönguráðherra Sturla Böðvarsson sem klippti á borðann á mörkum Snæfellsbæjar og Eyrarsveitar að viðstöddum full- trúum verktaka, þingmönnum Vesturlands, sveitarstjórnarmönn- um á Snæfellsnesi og fleiri gestum. Sjá nánar á bls. 4 Landi fannst í bn Tveir menn á tvítugsaldri voru handteknir á Akranesi á föstudags- kvöld. Akraneslögreglan stöðvaði bifreið mannanna á Innnesvegi skömmu fyrir miðnætti og fundust 20 lítrar af landa við leit í bílnum. Játuðu mennirnir að landinn hefði verið ætlaður til sölu en þeir hafa legið undir grun um að stunda landasölu. K.K. Halifax vefurinn opnaður Halifaxvefur Skessuhorns verður opnaður í dag. A honum er að finna helstu upplýsingar um enska neðstudeildarliðið Halifax Town. Þá hefur verði stofnaður stuðnings- mannaklúbbur Halifax Town og er tekið við skráningum á skrifstofum Skessuhoms. Sjá nánar á bls. 2, 14 og 23. Augun skær og andlit Ijóst - eðlið rær á veiðar. Þvílík lær og þvílík brjóst, þvílík mær til reiðar. (Pj (•fy Alltum Staðar- dagskrá 21 Opnunartími á sunnudögum í desember kl. 12-16 250,-kr.tilboð Leikföng og jólavörur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.