Skessuhorn - 02.12.1999, Page 7
siSeasliHuíiEí
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
7
Umhverfisnefind er stýrihópur verkefnis-
ins í Borgarfirði. I henni sitja Þórunn Reyk-
dal Arnheiðarstöðum, Anna Guðný Þór-
hallsdóttir Hvanneyri, Auður Lilja Arnþórs-
dóttir Hvanneyri, Bjarni Guðmundsson
Skálpastöðum og Sigurður Oddur Ragnars-
son Oddsstöðum.
Greining á stöðu mála í Borgarfjarðar-
sveit hefur að mestu leyti farið fram og birt-
ist í svæðisskipulagi sveit-
arfélaga í Borgarfjarðar-
sýslu norðan Skarðsheið-
ar sem staðfest var og út-
gefið í desember 1998.
I ritinu eru markmið
tíunduð, en þau eru m.a.
að marka meginstefnu
um þróun byggðar og
landnotkun á ákveðnu
svæði til næstu 20 ára og
koma þar með í veg fyrir
tilviljanakenndar ákvarð-
anir sem áhrif hafa á þró-
un byggðar og landnýt-
ingu.
“Með samþykkt svæð-
isskipulag í höndum var
grunnur lagður að starfi okkar í Staðardag-
skrárverkefninu,” segir Þórunn Gestsdóttir
sveitarstjóri sem hefur leitt hópinn. Hún
segir Staðardagskrá 21 vera gott verkfæri til
að styðjast við þegar sveitarfélag vill setja sér
markmið og stefnu í umhverfismálum því þá
séu aðstæður skoðaðar útfirá sjónarmiðum
sjálfbærrar þróunar.
“Umhverfisnefhd sveitarfélagsins hefur
unnið að endurskipulagningu á gámastöð-
um sem að hluta til hafa komið til fram-
kvæmda, brotajárni hefur verið safhað, á
fjórum stöðum eru móttökur fyrir raf-
geyma, rúlluplast sótt til bænda og fleira. Á
Hvanneyri er jarðgerð þar sem líffænn úr-
gangur fer í moltun. Unnið er að virkjun
vamsbóls við Reykholt og á Kleppjárns-
reykjum og eins hefur vatnsból við Hvann-
eyri verið afmarkað. Ytt hefur verið úr vör
hugmynd um umhverfisfræðslu í skóla í
sveitarfélaginu en málið er í vinnslu”, segir
Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri.
Segir hún að unnið sé
að aðalskipulagi sveitar-
félagsins samhliða
vinnu umhverfisnefnd-
ar og voru tveir ráðgjaf-
ar ráðnir til starfans í
byrjun árs. “Fyrirhugað
er að aðalskipulags-
vinnunni ljúki í október
á næsta ári en sú vinnu
er samofin umhverfis-
sjónarmiðum sem nýt-
ast okkur við Staðar-
dagskrárverkefnið”.
Þórunn segir skráningu
menningarminja og at-
hugun á frekari nýtingu
auðlinda sveitarfélags-
ins, matvælaframleiðslu og starf skógar-
bænda á svæðinu meðal þeirra þátta sem
hugað sé að og flétta megi inn í vinnu að
Staðardagskrá.
“Þessu verkefni lýkur ekki á næstunni,
þetta er þróunarverkefni 21. aldarinnar sem
mun hafa áhrif á viðhorf okkar til umhverf-
ismála og umgengnina um okkar næsta ná-
grenni jafhframt því að hafa efhahags- og fé-
lagsleg áhrif á samfélagið” sagði Þórunn að
lokum.
Vinnan við Staðardagskrá 21 er lengst kom-
inn í Snæfellsbæ af þeim fimm sveitarfélögum
sem taka þátt í verkefhinu. Stöðumati og
markmiðasetningu er lokið og var markmiðs-
setningin birt í Morgunblaðinu fyrir skömmu.
Þar er lýst samfélagi sem er sjálfbært að öllu
leyti og allt komið í þann farveg sem hug-
myndaffæði Staðardagskrár gengur út frá.
Stýrihópur verkefhisins í Snæfellsbæ var
skipaður af bæjarstjórn en
í honum eru Skúli Alex-
andersson Hellissandi,
Olína Kristinsdóttir
Ólafsvík og Guðrún G.
Bergmann Hellnum.
Hópnum til fulltingis er
19 manna fulltrúaráð
skipað fólki úr öllum hlut-
um sveitarfélagsins og
hinum ýmsu greinum.
Þetta fólk hefur meira og
minna komið að verkefn-
inu frá byrjun. Guðlaugur
Bergmann, Hellnum er
verkefnisstjóri.
“Hér í Snæfellsbæ erum
við nokkuð ánægð með ár-
angurinn varðandi Staðardagskrárvinnuna.
Við höfum lokið markmiðasetningunni og
erum lögð af stað í lokaáfangann, þ.e. sjálfa
framkvæmdaáætlunina en hún er auðvitað
lang erfiðasti áfanginn,” segir Guðlaugur. Um
vinnuna til þessa segir hann að leitað hafi ver-
ið til ýmissa aðila vegna úttektar á núverandi
stöðu auk þess sem góð tengsl við almenning
hafi náðst í gegnum fjölmennt fulltrúaráð.
“Þá hefur verkefnið verið kynnt á fundum og
í fréttabréfum, m.a. í samstarfi við Framfara-
félag Snæfellsbæjar,” segir Guðlaugur.
Segir hann að það hafi verið tímamót í
Snæfellsbæ þegar bæjarstjórn og helstu emb-
ættismenn bæjarfélagsins fóru á þriggja daga
námskeið til þess að geta tekist betur á við það
gífurlega verkefni sem Staðardagskrá 21 er. Á
námskeiðinu var hugmyndafræðin fléttuð
saman við námsefni Brians Tracys um há-
marksárangur. Fjallað var um markmiðssetn-
ingu og mikilvægi skipulagðra vinnubragða í
öllum athöfnum, hvort sem um var að ræða
daglegt líf eða áætlunar-
gerð sveitarfélaga. Nám-
skeiðið sóttu 18 kjörnir og
ráðnir stjómendur sveitar-
félagsins. I þessum hópi
m.a. bæjarstjórinn,
bæjarstjórnarfulltrúar,
skólastjórar, leikskóla1
stjórar og tæknimenn.
Uttekt á núverandi
stöðu lauk seint í mars á
þessu ári og var skýrsla um
hana afhent verkefnis-
stjóra íslenska Staðardag-
skrárverkefnisins í apríl.
Vinna við markmiðssetn-
ingu hófst síðan í maí.
“Byggt var á hugmynd
um svokallað „útópíuþjóðfélag”, þ.e. framtíð-
arsýn um samfélagsgerð í sveitarfélaginu á
fyrri hluta næstu aldar. Þetta samfélag er
markmiðið sem finna þarf leiðir til að ná. Við
markmiðssetningarvinnuna studdumst við við
kenningar Brians Tracy og skýrsla með sam-
þykktum markmiðum lá fyrir núna í nóvem-
ber. Um svipað leyti hófst vinna við gerð
framkvæmdaáætlana. Er stefnt að því að taka
fyrstu áþreifanlegu verkefnin til umræðu við
gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir
árið 2000,” segir Guðlaugur Bergmann.
Þórunn Gestsdóttir.
Þóninn Gestsdóttir.
FISKMARKAÐUR BREIÐAFJARÐAR
Opnunarhóf
1
í tilefni þess að Fiskmarkaður Breiðafjarðar hf. hefur tekið í
notkun nýtt húsnæði undir starfeemi sína á Rifi er öllum
viðskiptavinum ogvelunnurum félagsins boðið að koma í opnunarhóf
sem haldið verður í hinu nýja húsnæði laugardaginn 4. des nk. kl.
18:00-20:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og skemmtiatriði,
m.a mun Höskuldur Skarphéðinsson skipherra lesa upp úr bók
sinni og árita sölueintök.
■
liliitlS
Hi2l|f
ÍiliBÉÉ
Allir velkomnir
.. . .. . .. ,pi
:
■ g|L