Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.1999, Síða 18

Skessuhorn - 02.12.1999, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 skessuííöbki Fulltrúar verðlaunahafanna. F.v.: Bjami Marinósson, Guórún Jóhanna Eggerz, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigurður Oddur Ragnarsson og Þorvaldur Jónsson. Mynd: GE Verðlaunað fyrir ræktunarstarf A haustfundi Hrossaræktarsam- bands Vesturlands sem haldinn var um síðustu helgi voru veittar viður- kenningar fyrir þau kynbótahross sem efst stóðu í hverjum flokki á ár- inu. Viðurkenningar fengu eftir- taldir: 6 v stóðhestar og eldri Þröstur frá Innri-Skeljabrekku. Eigandi: Kristín Pétursdóttir, Innri-Skeljabrekku. F. Kveikur frá Miðsitju. M. Glóa frá Innri Skelja- brekku. Aðaleinkunn 8,33. 5 v stóðhestar Kanslari frá Efri-Rauðalæk. Eig- andi: Sigurður Oddur Ragnarsson Oddstöðum 1. F. Hervar frá Sauð- árkróki. M. Snót ffá Þverá. Aðal- einkunn: 8,11. 4 v stóðhestar Hrímfaxi frá Hvanneyri. Eig- andi: Ingimar Sveinsson, Hvann- eyri. F. Oddur frá Selfossi. M. Vera frá Eyjólfsstöðum. Aðaleinkunn: 8,02 6 v hryssur og eldri Lilja frá Litla-Kambi. Eigandi: Guðrún Jóhanna Eggerz. F. Dagur frá Kjarholtum. M. Bylgja frá Sturlureykjum. Aðaleinkunn: 7,78 5 v hryssur. Tinna frá Akranesi. Eigandi: Hjörleifur Jónsson Akranesi. F. Svartur frá Unalæk. M. Viðja frá Víðivöllum. Aðaleinkunn: 7,74. 4 v hryssur Þóra ffá Skáney. Eigandi: Bjarni Marinósson Skáney. F. Skinfaxi ffá Þóreyjamúpi. M. Blika frá Skáney. Aðaleinkunn: 7,71. Fljótsdalsvirkjun mótmælt Náttúruverndarsamtök Vestur- lands hafa sent umhverfisnefnd Al- þingis athugasemdir í 6 rökstudd- um liðum við fyrirhugaðri Fljóts- dalsvirkjun sem nú er til umræðu á Alþingi. I fyrsta lagi er því harðlega mót- mælt að sniðgengið verði að fram fari lögformlegt umhverfismat vegna virkjunarinnar. I öðm lagi telja samtökin vinnubrögð við um- hverfismat ófullnægjandi og við það séu ekki nýttar nýjustu gerðir matsaðferða á náttúruverðmætum í tengslum við matsskyldar fram- kvæmdir. I þriðja tölulið er því mótmælt að stórffamkvæmdir séu ekki metnar í einu lagi m.a. með vísan til álvers við Reyðarfjörð og sennilegrar stækkunar þess þegar fram líða stundir. I fjórða tölulið athuga- semdanna er bent á mikilvægi þess að nýta hagkvæma virkjanakosti með sjálfbæra orkunýtingu í huga, svo sem vetnisframleiðslu. Samtök- in benda einnig á að forsendur arð- semisútreikninga Fljótsdalsvirkjun- ar séu í hæsta máta vafasamar jafn- vel þótt reiknað sé út frá öllum hefðbundnum forsendum sem Landsvirkjun notar. I lokaathuga- semd Náttúruverndarsamtakanna benda þau á að rétt sé að ffesta samningum og framkvæmdum við umræddar framkvæmdir þar til Kyoto bókunin um loftslagssamn- ing Sameinuðu þjóðanna hefur fengið alþjóðlegt lagagildi. Benda samtökin á að þær hömlur sem samningurinn setur á losun gróð- urhúsalofttegunda séu líklegar til að valda verðhækkun á vamsorku í framtíðinni. Undir þessar athugasemdir (sem birtast hér í samantekt blaðsins) ritar Björg Gunnarsdóttir fulltrúi stjórnar Náttúruverndarsamtaka Vesturlands. -MM Jólatré frá Tönder Á laugardaginn kl. 16 verð- ur kveikt á á jólatrénu á Akra- torgi á Akranesi. Jólatréð er gjöf ffá Tönder sem er vina- bær Skagans í Danmörku. Hljómsveit Tónlistarskólans mun flytja nokkur jólalög auk þess sem kvennakórinn Ymur tekur lagið sem og börn úr kórum grunnskólanna. Síst af öllu má svo gleyma jólasvein- unum sem skjótast til byggða eins og alltaf á svona stundum til að heilsa upp á krakkana. K.K. FJÖLBRAUTASKÓLI VESTURLANDS Á AKRANESI OPIÐ HÚS Á þessari önn var tekið í notkun nýtt húsnæði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þar eru verkstæði fyrir rafvirkjun og rafeindavirkjun, kennslustofur í nokkrum bóklegum greinum og tilraunastofa í eðlisfræði. | Laugardaginn 4. desember verður shólinn opinn hl. 14-16. Þdgefst hostur I á að shoða nýja húsneeðið og bóhasafn shólans og sjá nohhuð afþví sem er : að gerast í upplgsingateehninni. Verið velkomnir Vestlendingar og aðrir velunnarar skólans V Starfsfólk FVA Undir jöldi http://www.fva.is/~jarl 13/undirjokli/ Nemendur í þróunaráfanganum Jar 113 í Fjölbrautaskóla Vestur- lands eru að kynna afrakstur verk- efna sinna þessa dagana. I áfangan- um er fléttað saman kennslu í jarð- fræði og íslensku ásamt nýjustu upplýsingatækni. Nýr fjölbreyttur vefur um jarðfræði og sagnir sem Að undanförnu hafa barnafjöl- skyldum borist vegleg bók að gjöf frá kirkjunni. Bókin ber nafnið Framtíðarlandið og inniheldur eina sögu fyrir hvern dag desember- mánaðar. Sóknarnefnd Olafsvíkur- tengjast strandlengjunni frá Búðum að Dritvík var opnaður með pomp og prakt í kennslustund á mánudag. Vefurinn er verkefni Gauta Jó- hannessonar, Berglindar Osk Jó- hannesdóttur, Rósu Guðrúnu Sveinsdóttir og Daníels Sigurðs- sonar. K.K. kirkju tók sig til og gekk með bæk- urnar í hús og afhenti börnunum og mæltist það vel fyrir. Á mynd- inni er Ragnar Ivarsson að afhenda ungum Olsara bókina góðu. Mynd: Sigrún Olafsdóttir Hópurinn sem stóð að baki verkefninu „ Undir Jökli“ klœddi sig upp þegar nýi vefurinn var kynntur Mynd: KK Guðrún J. Geirdal við vináttuteppið sem htín saumaði ásamt vinkonum sínum. Mynd: K.K. Guðrún J Geirdal sýnir bútasaum I Listahorninu á Akranesi hefur verið sett upp sýning með verkum Guðrúnar J. Geirdal. Guðrún hef- ur fengist við bútasaum um tíu ára skeið. Guðrún er 87 ára gömul og lætur engan bilbug á sér finna þótt árin séu orðin þetta mörg. Hún segir saumaskapinn halda athygl- inni vakandi og hugsuninni gang- andi. Verkin á sýningu hennar eru ný jafnt sem eldri bútasaumsverk og þar á meðal teppi sem hún kall- ar vináttuteppi sem hópur vin- kvenna saumaði. “Við hittumst einu sinni í mánuði og skröfum svolítið. Við saumuðum þessi vin- áttuteppi sem ég kalla svo þannig að hver okkar kom með níu hluta og þannig urðu úr þessu níu teppi,” segir Guðrún J Geirdal. Sýning Guðrúnar í Listahorninu stendur fram á þrettándann á nýju ári. KK.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.