Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2000, Side 5

Skessuhorn - 13.07.2000, Side 5
§SiíS»IÖH©BK! FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 5 Fyrirsögnin boðar ekki að pistlari fagni á næstunni einhverjum tíma- mótum í lífi sínu og verði að heim- an, eins og sagt er. Eftir síðustu fréttum að dæma væri hins vegar ekki svo fráleitt að flytjast af landi brott tímabundið og græða með því talsverða ijármuni jafnvel þótt til- efnið væri ekki þess eðlis að til- kynnt jrði í fjölmiðlum. Á meðan gætu Neytendasamtökin og heild- og smásalar haldið áfram að deila um hvort verið sé að bera saman epli og appelsínur í nýlegri verð- könnun samtakanna eða sambæri- legri ávexti. Jafnframt gæfist Samkeppnis- stofnun og öðrum þar til bærum yf- irvöldum svigrúm til að ganga í málið og eyða óvissu almennings, annað hvort með því að lýsa því yfir að íslenskir neytendur hefðu verið gróflega sviknir eða að fullkomlega eðlilegar skýringar væru á langtum hærra matvöruverði hér á skerinu. Þó er ekki frekar en endranær við- búið að gengið yrði svo hreint til verks. Næsta örugglega mundu nýjar deilur kvikna og magnast í persónulegt skítkast og almenn- ingur stæði uppi jafn óviss eftir sem áður. Fjölmiðlar þyrla upp moldviðri í kringum mál af þessu tagi og herja á málsaðila um yfirlýsingar. Upp- runalegt inntak málsins gleymist og almenningur smjattar á mál- hreysti aðila og hefur nokkurt gam- an af. Auk þess stendur þannig á núna að íslenska samfélagið leggst í sinn árlega þriggja mánaða dvala meðan lýðurinn er í sumarleyfi og hefur annað þarfara að gera en að hugsa um matvöruverð og hugsan- lega óprúttna (stór)kaupmenn. Almenningur nýtir illa samtaka- mátt sinn. Einhvern veginn leyfir þjóðarsálin ekki að menn standi saman um að gæta sameiginlegra hagsmuna. Það stendur téðri sál miklu nær að hafa að orði hið forn- kveðna ‘Æ, það reddast’ og snúa sér að skemmtilegri málum en lífs- björginni. Menn láta sem sé ýmislegt yfir sig ganga. Fjörutíu prósenta hækkun á bensínverði á fáeinum mánuðum og nærri 30 prósenta hækkun á ið- gjöldum bifreiðatrygginga í einni svipan. Slíkar tölur hafa ekki sést síðan verðbólgan herjaði hér sem skæðast. Taka ber eftir því að í báð- um þessum tilvikum er um að ræða hækkanir sem verða upp á pró- sentubrot eins og hjá aðilum sem ættu með réttu að keppa innbyrðis um hylli viðskiptavinanna. Menn virðast láta sér það í léttu rúmi liggja og Samkeppnisstofnun er ekki nægilega öflug eða virt stofn- un til að gera neitt í málinu. Ef íslenskir nejdendur eiga að gera sér vonir um að komið sé fram við þá af virðingu er nauðsynlegt að þeir geri öllum ljóst að þeir láta ekki bjóða sér hvað sem er. Eins og er virðist óhugsandi að nokkur söluaðili geti verðlagt sig út af markaðnum. Þó má ljóst vera að víða verður þröngt í búi þegar slík ósköp gerast. Nýlegt dæmi í Danmörku ber vott um önnur viðhorf meðal neytenda. Brúarmenn á Eyrarsundi höfðu bú- ist við miklum önnum við að hleypa forvitnum Dönum og Svíum um greiðsluhlið nú meðan nýjabrumið er sem mest. Ferjumenn sem hafa fram að þessu séð um samgöngur yfir sundið höfðu allt eins búist við að þurfa að leggja árar í bát. Kostn- aður við að aka bíl um brúna er hins vegar tæplega tvöfaldur samanbor- ið við siglingu með ferju og ekki er að spyrja að því að hinir hagsýnu Danir og Svíar fara frekar með ferju og spara sér nokkra hundrað- kalla. Dani nokkur hugsaði þó ekki um peninginn heldur sagði sem svo: Það er ekki hægt að fara úr bílnum á miðri brúnni til að pissa! Lars H. Andersen Ydun Duo frá Danmörku, Lise Lotte Riisager mezzosópran og Morten Spanggaard gítarleikari halda tónleika í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 13. júlí nk. kl. 20:30 A efnisskránni eru verk eftir: P. E. Lange, Egil Harder, Carl Nilsen, Johann Sebastian Bach, og einleiksverk jyrir gitar eftir Manuel de Falla Aðgangseyrír kr. 500,- fyrir 14 ára og eldrí Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju 2000 ÍMJbUNDAR Kristnihátið í Borgarfjarðarprófastsdœmi Æmr Héraðsmessa við Krosslaug í Lundarreykjadal, sunnudaginn íó.júlíkl 14 Við Krosslaug voru vestanmenn skírðir á leið frá Alþingi árið 1000. Þessa minnuinst við mi með messu á merkum sögustað. Prestar prófastsdæmisins þjóna að messunni. Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri predikar. Félagar úr kirkjukómm prófasts- dæmisins leiða söng. Ungmenni fara fyrir skrúðfylkingu. Barn verður borið til skírnar. Við hvetjum Borgfirðiriga og gesli okkar að koma til guðsþjónustunnar\ eiga sarnan lofgjörðarstuna og þakka samfylgd kristni og þjóðar í þúsund dr. Prófastur

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.